Fréttir

Nýársskákmót Vinaskákfélagsins frestað.

Þar sem ég er veikur með flensu, verður mótinu frestað.

Lesa »

Nýársskákmót Vinaskákfélagsins 2023.

Hið árlega Nýársskákmót Vinaskákfélagsins verður haldið laugardaginn 7 janúar á Aflagranda 40. Mótið hefst klukkan 14:00 stundvíslega. Mótið er 7 umferðir með 4 mín. + 2 sek. Mótið verður reiknað til hraðskákstiga. Skákdómari verður Róbert Lagerman en mótstjóri er Hörður Jónasson. Stutt hlé verður eftir 4 umferðir og verða starfsmenn með kaffi og vöfflur til sölu á staðnum. Verðlaun: Gull ...

Lesa »

Gleðin við völd í Jólaskákmótinu á Kleppi 2022.

Loksins, loksins, var hægt að halda hið árlega jólaskákmót Vina­skák­fé­lags­ins á Kleppi, en það var haldið núna 12 desember 2022. Þetta er skemmtilegasta mót ársins enda var gleðin allsráðandi, sérstaklega þar sem ekki hefur verið hægt að halda mótið í 3 ár eða síðan í desember 2019. Á mót­inu leiddu sam­an hesta sína skák­sveit­ir frá geðdeild­um, bú­setu­kjörn­um og bata­setr­um ásamt ...

Lesa »

Heimsókn Vinaskákfélagsins á Batasmiðjuna á Kleppi 2022.

Vinaskákfélagið heimsótti í dag 12 desember 2022 Batasmiðjuna á Kleppi og kom færandi hendi með töfl og skákklukku að gjöf. Þetta var sjöunda heimsókn félagsins, en áformað er að heimsækja fleiri staði á næsta ári 2023. Tekið var vel á móti félagsmönnum, þeim Herði Jónassyni og Róbert Lagerman. Sigurður eða Diddi eins og hann er kallaður á Batasmiðjunni tók á ...

Lesa »

Verður Vin Dagsetur lagt niður?

Það er 7 December 2022 og við gestir í Vin fengum þær slæmu fréttir að Reykjavíkurborg áætlar að leggja niður Vin Dagsetur sem er nokkurskonar félagsheimili fyrir fólk með geðraskanir. Það sætir furðu svo stutt síðan Reykjavíkurborg tók við rekstrinum af Rauða krossinu sumarið 2021 að ætla svo rúmu ári síðan að leggja það niður. Það er mikil virkni í ...

Lesa »

Jólaskákmótið á Kleppi 2022.

Vinaskákfélagið heldur hið árlega jólaskákmót á Kleppi sem verður haldið mánudaginn 12.desember kl. 15.00. Mótið fer fram í hinum eina sanna samkomusal á Kleppi. Við lofum flottri jólastemmningu , heitu jólakaffi,  girnilegu meðlæti, og glæsilegum vinningum (verðlaunapeningar og bókavinningar). Nú er komið að því að halda þetta flotta jólamót, enda hefur ekki verið hægt að halda það vegna faraldursins sl. ...

Lesa »

Róbert Lagerman sigraði á Jólaskákmóti Vinaskákfélagsins 2022.

Í dag 5 desember 2022 var jólaskákmót Vinaskákfélagsins haldið í Vin Dagsetur. Tefldur voru 6 umferðir með 7 mín., á klukkunni. Mættir voru 11 skákmenn til leiks. Ingi Hans starfsmaður Vinjar lék fyrsta leikinn fyrir Róbert Lagerman á móti Herði Jónassyni. Sigurvegari varð Róbert Lagerman með 5,5 vinninga. 2 sæti varð Ólafur Thorsson líka með 5,5 vinninga, en lægri á ...

Lesa »

Skemmtikvöld Vinaskákfélagsins 2022.

Skemmtikvöld Vinaskákfélagsins var haldið fimmtudaginn 1 desember 2022 í TR húsinu, Faxafeni 12. Þetta er árlegt sem við höldum skemmtikvöldið. Dagskrá kvöldsins var glæsileg: Hinn rómaði og ferðaglaði Gauti Páll Jónsson varaformaður TR var gestur kvöldsins og fjallaði hann um skákferðalag sitt um meginland Evrópu 2022 síðastliðið sumar og fór yfir nokkrar vel valdar skákir úr ferðalaginu. Veittar voru gómsætar ...

Lesa »