Sigurvegararnir, Róbert, Ólafur og Davíð

Róbert Lagerman vann fjölmennt afmælisskákmót Vinaskákfélagsins 2023

Hið árlega sumarskákmót Vinaskákfélagsins var haldið mánudaginn 24 júlí 2023 í Vin að Hverfisgötu 47. Þetta var fjölmennt mót eða alls 24 keppendur sem kepptu og veðurguðirnir voru okkur hliðhollir, þannig að hægt var að tefla bæði inni og úti.

Mótið var að þessu sinni „20 ára afmælis skákmót Vinaskákfélagsins 2023“.

Tefldar voru 7 umferðir með 4 mín. + 2 sek., á skák.

Halldóra Pálsdóttir lék fyrsta leikinn fyrir Davíð Kjartansson

Halldóra leikur fyrsta leikinn fyrir Davíð

3 voru efstir og jafnir: Ólafur Thorsson, Róbert Lagerman og Davíð Kjartansson með 5,5 vinninga.

Ólafur og Róbert tefldu síðan armageddon skák og vann Róbert Lagerman skákina og varð þannig sigurvegari mótsins.

Róbert Lagerman vann mótið eftir armageddon skák við Ólaf Thorsson

Davíð varð síðan í 3ja sæti.

Einnig var keppt um það hver varð Hraðskákmeistari Vinaskákfélagsins 2023 og varð Róbert Lagerman Hraðskákmeistari Vinaskákfélagsins 2023.

Skákdómari var Róbert Lagerman og mótstjóri var Hörður Jónasson.

Í hléi var boðið upp á kaffi og 50 manna súkkulaðiterta.

Tekin var síðan hópmynd að lokum af þeim sem kepptu.

Hópmynd af keppendum

Hægt er að sjá öll úrslit mótsins hér: 20 ára afmælis skákmót Vinaskákfélagsins 2023

x

Við mælum með

Vinaskákfélagið með fyrstu styrkúthlutunina úr Minningarsjóði Hrafns Jökulssonar.

Í dag 1 júlí fer Vinaskákfélagið af stað með fyrstu styrkúthlutunina úr Minningarsjóði Hrafns Jökulssonar. ...