Hópmynd af Jólaskákmót á Kleppi 2016

Styrktarlína

Vinaskákfélagið er ekki með þátttökugjöld á skákmótum og leitar því félagið til fyrirtækja og einstaklinga til að styrkja starfsemi sína.

Starfsemi og markmið  Vinaskákfélagsins:

  1. Aðal markmið félagsins er að efla skáklíf meðal fólks með geðraskanir.
  2. Halda skákmót mánaðarlega /annað hvern mánuð í Vin Dagsetur, Hverfisgötu 47.
  3. Fara og tefla við fólk í Samfélagshúsinu Aflagranda 40 á mánudögum.
  4. Halda kennslu / fyrirlestur um skák í Hlutverkasetri meðal fólks frá Búsetukjörnum og eða athvörfum á þriðjudögum.
  5. Halda sérstakt jólaskákmót á Kleppi árlega í desember meðal fólks með geðraskanir.
  6. Vera með á Íslandsmóti Skákfélaga.
  7. Fara í heimsóknir á Búsetukjarna, athvörfum og geðdeildum til að gefa fólki töfl og skákklukkur.

Vinaskákfélagið leitar til fyrirtækja, til að styrkja einstök skákmót, en einnig geta einstaklingar styrkt félagið með frjálsum framlögum.

Til að styrkja félagið, þá er styrktarreikningurinn: 0133-26-012306 og kennitala: 630913-1010