In memoriam Hrafn Jökulsson 1965-2022. Gens una sumus – Við erum ein fjölskylda

Minningarsjóður um Hrafn Jökulsson


Minningarsjóður um Hrafn Jökulsson var stofnaður á stjórnarfundi 26 ágúst 2023.

Í Stjórn Minningarsjóðsins eru: Róbert Lagerman formaður, Hörður Jónasson og Tómas Ponzi.

Minningarsjóðurinn leitar til fyrirtækja, til að styrkja minningasjóðinn, en einnig geta einstaklingar styrkt sjóðinn með frjálsum framlögum.

Til að styrkja minningsjóðinn, þá er styrktarreikningurinn: 0133-15-005173 og kennitala: 630913-1010

Reglur um Minningarsjóðinn er sem hér segir:

1. Sjóðurinn heitir Minningarsjóður Hrafns Jökulssonar
2. Stofnfé sjóðsins er 100.000 kr.
3. Tekjur sjóðsins eru vaxtatekjur af stofnfé og öðru fé sem sjóðnum kann að áskotnast, gjafir og áheit sem sjóðnum kunna að berast, og tekjur sem stjórn sjóðsins kann að afla honum á annan hátt.
4. Tilgangur sjóðsins er að styrkja Skákverkefni í nafni Hrafn Jökulssonar, s.s. skákmót, skákkennslu, skákferðir.
5. Stjórn sjóðsins skipa þrír aðilar. Stjórn sjóðsins skiptir með sér verkum. Kjörtímabil stjórnar minningarsjóðsins er tvö ár. Einfaldur meirihluti ræður ákvörðunum innan sjóðsstjórnar.
6. Stjórn sjóðsins ber að upplýsa stjórn Vinaskákfélagsins um upphæð hverju sinni sem greitt er út af sjóðnum. Þau verkefni sem stjórn sjóðsins ákveður hverju sinni, ber að tilkynna til stjórnar Vinaskákfélagsins.
7. Reikningar sjóðsins skulu birtir árlega á aðalfundi Vinaskákfélagsins.
8. Reikningur sjóðsins er í umsjá Vinaskákfélagsins.

 

Úthlutunarreglur úr Minningarsjóði um Hrafn Jökulsson.

1.Stjórn sjóðsins sem skipaður er 3 mönnum og einn af þeim er Gjaldkeri Vinaskákfélagsins sér um að ákveða hver fær styrkinn það árið.
2.Stjórnin ákveði hámarks upphæð sem hægt er að sækja um í Minningarsjóð um Hrafn Jökulsson og greitt er út af sjóðnum. Þetta á við um umsóknir í Minningarsjóðinn, en ekki þau verkefni sem nefndin ákveður að Vinaskákfélagið gerir.
3.Auglýst verður eftir umsóknum í 1. júlí ár hvert og frestur til að sækja um greiðslu úr sjóðnum rennur út eigi síðar en 1. september. Úthlutanir fara fram 1. nóvember – á afmælisdegi Hrafns Jökulssonar.
4.Reglur um úthlutun er að styrkir fari í “skákverkefni”.
5.Þeir sem sækja um styrk úr sjóðnum, verða að tilgreina í hvað styrkurinn eigi að fara.
6.Áður en hægt er að sækja um styrk aftur, verða styrkþegar að skila greinagerð þar sem þeir segja í hvað styrkurinn hafi farið.

 

Eftirfarandi verkefni hefur Minningarsjóðurinn styrkt hingað til:

Nr.VerkefniÁrtalStaður
1.Minningarskákmót Hrafns1 Nóvember 2023Aflagrandi 40
2.Styrkumsóknir úr Minningarsjóði Hrafns1 júlí – 1 sept. 2024Á heimasíðunni