In memoriam Hrafn Jökulsson 1965-2022. Gens una sumus – Við erum ein fjölskylda

Minningarsjóður um Hrafn Jökulsson

Stofnaður hefur verið sérstakur reikningur sem heitir Minningarsjóður um Hrafn Jökulsson.

Reglur um Minningarsjóðinn er sem hér segir:

1. Sjóðurinn heitir Minningarsjóður Hrafns Jökulssonar
2. Stofnfé sjóðsins er 100.000 kr.
3. Tekjur sjóðsins eru vaxtatekjur af stofnfé og öðru fé sem sjóðnum kann að áskotnast, gjafir og áheit sem sjóðnum kunna að berast, og tekjur sem stjórn sjóðsins kann að afla honum á annan hátt.
4. Tilgangur sjóðsins er að styrkja Skákverkefni í nafni Hrafn Jökulssonar, s.s. skákmót, skákkennslu, skákferðir.
5. Stjórn sjóðsins skipa þrír aðilar. Stjórn sjóðsins skiptir með sér verkum. Kjörtímabil stjórnar minningarsjóðsins er tvö ár. Einfaldur meirihluti ræður ákvörðunum innan sjóðsstjórnar. Þó má sjóðsstjórnin aldrei ráðstafa árlega meiru en ¾ hluta sjóðsins.
6. Reikningar minningarsjóðsins skulu birtir árlega á aðalfundi Vinaskákfélagsins.
7. Reikningur sjóðsins er í umsjá Vinaskákfélagsins.

 

Eins og kemur fram í reglum um sjóðinn verður hann notaður í skákverkefni í nafni Hrafns Jökulssonar.

 

Nr.VerkefniÁrtalStaður
1.Minningarskákmót HrafnsHaust 2023Aflagrandi 40

 

Þeir sem voru kosnir í nefndina eru: Róbert Lagerman formaður, Hörður Jónasson og Tómas Ponzi.

Minningarsjóðurinn leitar til fyrirtækja, til að styrkja minningasjóðinn, en einnig geta einstaklingar styrkt sjóðinn með frjálsum framlögum.

Til að styrkja minningsjóðinn, þá er styrktarreikningurinn: 0133-15-005173 og kennitala: 630913-1010