Gáttin

Góðan daginn. Hér í gáttinni eru allar helstu upplýsingar um Vinaskákfélagið á einum stað.

Vinaskákfélagið var stofnað 2003 og var því 20 ára 2023. Þeir sem stofnuðu það voru Hrafn Jökulsson og Róbert Lagerman.

Heimilisfang félagsins er í Vin Dagsetur, Hverfisgötu 47, 101 Reykjavík.

Stjórn félagsins er hægt að sjá hér og einnig hverjir séu í hverri nefnd: Stjórnin og nefndarmenn

Mótaáætlun félagsins er hægt að sjá hér: Mótaáætlun

Úrslit móta er hægt að sjá hér: Úrslit skákmóta

Félagatal getið þið séð hér: Félagatal

Lög félagsins getið þið séð hér: Lög Vinaskákfélagsins

Siðareglur félagsins eru hér: Siðareglur Vinaskákfélagsins

Bókasafn félagsins getið þið séð hér: Skákbækur

Árið 2024:

Hér verður farið yfir það helsta sem gerist á árinu. Dagsetningar á skákmótum verða áfram í Mótaáætlun. Haldið verður áfram með fréttir af skákmótum og viðburðum á fréttasíðunni og forsíðunni. Verð hér með það helsta eins og áður segir.

Fyrsta skákmótið sem við héldum var Nýársskákmót Vinaskákfélagsins. Það var haldið 8 janúar. Úrslit úr því móti getið þið séð hér að ofan í Úrslit móta.

Skemmtikvöld Vinaskákfélagsins var haldið þriðjudaginn 23 janúar kl. 19:30 í Skákskólanum í Faxafeni 12.

Friðriksmót Vinaskákfélagið 2024 var haldið laugardaginn 27 janúar kl. 14:00 á Aflagranda 40. Það er svo áætlað að halda þetta mót árlega. Allar upplýsingar um mótið hér: Friðriksmót Vinaskákfélagsins 2024

Nýjung hjá okkur er að skrá Sigurvegara á skákmótum Vinaskákfélagsins hér á Heimasíðunni. Sjá hér: Skákmót Vinaskákfélagsins

Árshátíð félagsins var haldin miðvikudaginn 17 apríl á Steikhúsinu, Tryggvagötu 4-6.

Aðalfundinum verður haldin laugardaginn 27 apríl á Aflagranda 40 klukkan 14:00. Dagskrá Aðalfundar er sem hér segir: Dagskrá aðalfundar Vinaskákfélagsins 2024

Á Aðalfundinum, mun ég Hörður Jónasson forseti Vinaskákfélagsins leggja fram víðamiklar breytingar á lögum félagsins. Lagabreytingarnar eru hér: Lagabreytingar Vinaskákfélagsins 2024

Sjá hvernig Lög Vinaskákfélagsins yrðu eftir breytingar: Lög Vinaskákfélagsins 2024

Á Aðalfundinum verður líka tekið fyrir 13 gr. Siðaregla. Sjá Siðareglurnar eftir breytingu: Siðareglur Vinaskákfélagsins