50 ára afmælis skákmót Hjálmars Sigurvaldasonar var haldið í Vin, mánudaginn 14 ágúst í glampandi sólskini. Telft var bæði úti og inni.
16 skákmenn mættu til leiks og var Hörður Jónasson skákdómari á mótinu.
Í upphafi móts fékk Hjálmar afmælis nælu að gjöf frá Vinaskákfélaginu.
Ólafur Thorsson hélt síðan stutta ræður áður en skákmótið byrjaði.
Ingi hans starfsmaður Vinjar lék fyrsta leikinn hjá Hjálmari á móti Jóni Torfasyni.
Tefldar voru 6 umferðir með 4 mín. + 2 sek. á klukkunni.
Í hléi gæddu skákmenn og gestir Vinjar sér á vöflur og kaffi að hætti Inga Hans.
Sigurvegari varð Gauti Páll Jónsson með 5,5 vinninga af 6 mögulegum.
- sæti varð Bragi Halldórsson með 4,5 vinninga.
- sæti varð svo Jón Torfason líka með 4,5 vinninga.
Í lokin var svo tekin hópmynd af skákmönnum.
Sjá úrslit hér: 50 ára afmælisskákmót Hjálmars Sigurvaldasonar
Kv. Stjórn Vinaskákfélagsins.