Hópmynd ásamt sigurvegurum mótsins

Gauti Páll vann 50 ára afmælis skákmót Hjálmars 2023.

50 ára afmælis skákmót Hjálmars Sigurvaldasonar var haldið í Vin, mánudaginn 14 ágúst í glampandi sólskini. Telft var bæði úti og inni.

16 skákmenn mættu til leiks og var Hörður Jónasson skákdómari á mótinu.

Í upphafi móts fékk Hjálmar afmælis nælu að gjöf frá Vinaskákfélaginu.

Hjálmar fékk afmælis nælu að gjöf frá Vinaskákfélaginu

Ólafur Thorsson hélt síðan stutta ræður áður en skákmótið byrjaði.

Ingi hans starfsmaður Vinjar lék fyrsta leikinn hjá Hjálmari á móti Jóni Torfasyni.

Ingi Hans lék fyrsta leikin fyrir Hjálmar.

Tefldar voru 6 umferðir með 4 mín. + 2 sek. á klukkunni.

Í hléi gæddu skákmenn og gestir Vinjar sér á vöflur og kaffi að hætti Inga Hans.

Sigurvegari varð Gauti Páll Jónsson með 5,5 vinninga af 6 mögulegum.

  1. sæti varð Bragi Halldórsson með 4,5 vinninga.
  2. sæti varð svo Jón Torfason líka með 4,5 vinninga.

Í lokin var svo tekin hópmynd af skákmönnum.

Sjá úrslit hér: 50 ára afmælisskákmót Hjálmars Sigurvaldasonar

Kv. Stjórn Vinaskákfélagsins.

 

x

Við mælum með

Vinaskákfélagið fékk styrk frá Velferðasviði Reykjavíkurborgar 2024.

Afhending á styrkjum frá Velferðasviði Reykjavíkurborgar 2024 var afhent í dag 18 mars 2024 í ...