Hinu glæsilega Crazy Culture skákmóti Vinaskákfélagsins var haldið mánudaginn 28 ágúst, kl: 14, í samfélagshúsinu Aflagranda 40. Þetta var í 5ja sinn sem mótið er haldið. Mættir voru 15 manns, en einn dró sig strax úr keppni þannig að 14 tefldu í mótinu.
Tefldar voru 7 umferðir með 4 mín + 2 sek á skák.
Skákdómari var Róbert Lagerman en mótstjóri var Hörður Jónasson.
Mótið var ennfremur reiknað til hraðskákstiga.
Róbert Lagerman lék fyrsta leikinn fyrir Tómas Ponzi gegn Davíð Kjartansson.
Stutt hlé var eftir 3 umferðir og voru starfsmenn með kaffi og vöfflur til sölu á staðnum.
Sigurvegari varð Davíð Kjartansson með 7 vinninga af 7 möguleikum.
- sæti varð Ólafur B. Thorsson með 6 vinninga
- sæti varð svo Ghasemi, Mohammadhossein með 4 vinninga ásamt fleirum en hærri á stigum.
Þess má geta að Ólafur Thorsson vann svo áritun á Crazy Culture farandbikarinn sem var fyrir félaga í Vinaskákfélaginu árið 2023.
Sjá öll úrslit hér: Crazy Culture skákmót Vinaskákfélagsins 2023