Mynd frá Aðalfundi 4 maí 2017

Saga Vinaskákfélagsins frá maí 2017 til maí 2018.

Við byrjum yfirferð okkar frá síðustu greininni þar sem það endaði á að segja frá hverjir voru skipaðir í stjórn félagsins vorið 2017.

Þá um vorið var varaforsetinn Hörður Jónasson kjörinn varamaður inn í stjórn Skáksambands Íslands, en forsetinn Róbert Lagerman hefur verið um nokkur ár Ritari S.Í og var endurkjörinn í það starf.

Vorið 2017 voru miklar áhyggjur stjórnarmanna af miklum skuldum Vinaskákfélagsins og lögðu menn höfuðið í bleyti hvað væri til ráða.

Varaforseti kom með þá tillögu að sækja um styrk hjá Geðhjálp og í framhaldi að halda fjöltefli þar sem fólk frá athvörfum og búsetukjörnum tækju þátt.

Á stjórnarfundi sem haldið var 12 júní var samþykkt að varaforseti skyldi sækja um styrk hjá Geðhjálp að upphæð 100.000 kr., og var styrkveitingin samþykkt hjá Geðhjálp. Styrkurinn var þó skilyrtur að hann færi í undirbúning fjölteflisins.

Sjá frétt um þetta á heimasíðunni: http://www.vinaskak.is/gedhjalp-veitir-vinaskakfelaginu-styrk/

Hörður frá Vinaskákfélaginu afhendir Geðhjálp viðurkenningu

Við undirbúninginn þá voru keyptar 10 skákklukkur (2 stjórnarmenn keyptu síðan 2 klukkur af félaginu, þannig að félagið fékk 8 skákklukkur).

Einnig var Vinaskákfélagið með kaffi og kökur í samvinnu við Geðhjálp.

Fjöltefli Geðhjálpar og Vinaskákfélagsins fór svo fram 21 ágúst 2017 sem var haldið í húsnæði Geðhjálpar og tóku fólk frá athvörfum og Búsetukjörnum þátt, en stjórnarmennirnir Hörður og Hjálmar tefldu fjöltefli við þá. 8 skákmenn töku þátt og leikar fóru þannig að Hörður fékk 1,5-2,5 og Hjálmar 3-1.

Anna framkvæmdastýra leikur fyrsta leikinn

Hörður Jónasson varaforseti setti mótið, en Anna Ólafsdóttir framkvæmdastýra lék fyrsta leikinn.

Frekari fréttir um fjölteflið má sjá hér: http://www.vinaskak.is/frabaeru-fjoltefli-gedhjalpar-og-vinaskakfelagsins-tokst-vel/

 

 

 

Forseti félagsins og Varði að skera fyrstu sneiðina. 

Skemmtikvöldi Hollvina Vinaskákfélagsins var svo haldið fimmtudaginn 23 Nóvember í Skákskóla Íslands (Skáksambandið) í Faxafeni 12 tókst framar vonum.

Mættir voru um 15 manns og voru veitingar sem félagi okkar hann Þorvarður Fannar Ólafsson reiddi fram.

 

 

 

Varaforseti með viðurkenninguna til Tómas Veigar.

Eitt af dagskrá kvöldsins var þannig að Hörður Jónasson varaforseti veitti Hollvini ársins viðurkenningu, en í ár var það Tómas Veigar Sigurðarson.

Sjá frétt um skemmtikvöldið hér: http://www.vinaskak.is/frabaeru-skemmtikvoldi-hollvina-tokst-vel/

 

 

 

Ákveðið var á stjórnarfundi 5 apríl 2018 að hætta með Áskriftarkerfi Hollvina sem hófst um jólin 2016. Það kom nefnilega í ljós að áskriftarkerfið var að hruni komið, þar sem áhugi var engin og var því þar með sjálfhætt. Aftur á móti var fellt að taka upp þátttökugjöld á skákmótum hjá Vinaskákfélaginu í Vin.Tillaga forseta um að setja upp link á heimasíðuna „Styrktarreikning“ í stað Hollvina linksins var samþykkt.
 

Um haustið 2017, þá fór varaforsetinn Hörður Jónasson á pörunarnámskeið á Swiss Manager forritinu sem er notað við pörun á skákmótum sem síðan tengist Chess-Results forritinu og eru þau síðan send til Fide til útreiknings á skákstigum.

Þar sem styrkurinn frá Geðhjálp var skilyrtur, þá þurfti Vinaskákfélagið enn á rekstrarfé að halda og komu Forseti félagsins Róbert Lagerman og Verndari Hrafn Jökulsson, sumarið 2017 að máli við þáverandi Heilbrigðisráðherra Óttarr Proppé og sóttu um styrk hjá Velferðaráðuneytinu. Það var svo í Október 2017 sem gleðilegt svar kom og fengum við styrk að upphæð 250.000 kr., sem kom sér vel.

Þá sótti stjórn félagsins um styrk til Velferðasviðs Reykjavíkurborgar fyrir 1 október 2017. Svar kom seinni hluta febrúar 2018 og fengum við styrk að upphæð 200.000 kr.

Fyrsta eintakið af Tímaritinu skák 1947

16 apríl 2018 barst Vinaskákfélaginu höfðingleg bókagjöf, en það eru margir árgangar af Tímaritinu Skák sem Róbert Gestsson átti og batt inn, en hann var mikill áhugamaður um skák. T.d. var í því fyrsti árgangur Tímaritinu skákar árið 1947. Dætur hans Ingveldur, Guðný og Kristín gáfu okkur tímaritin með von um að félagið okkar gæti nýtt sér það.

Sjá frétt um bókagjöfina: http://www.vinaskak.is/bokagjof-til-vinaskakfelagsins/

 

Mynd af Patrick Karcher

Þess má geta að á haustmánuðum kom til landsins þýskur skákmaður að nafni Patrick Karcher og sást hann fyrst að tafli upp í TR húsinu. Benti Aðalsteinn Thorarensen á hann og fengum við hann inn í Vinaskákfélagið, sem var góð búbót þar sem hann er með rúmlega 2100 skákstig.

 

 

 

Þá er komið að skákmótum félagsins tímabilið maí 2017 til maí 2018.

Hópmynd af sumarmótinu 2017

Fyrsta skákmótið var Opna Meistaramótið í hraðskák 17 júlí, sem haldið var í Vin, Hverfisgötu 47. Fjöldi manns tók þátt í mótinu eða 26 manns, en það var haldið bæði úti og inn í Vin í góðu veðri.
Ólafur Thorsson vann mótið, en Róbert Lagerman er hraðskákmeistari félagsins.
Sjá frétt um mótið á heimasíðu félagsins: http://www.vinaskak.is/frabaert-skakmot-i-vin/

 

Góðir félagar á skákhátið á ströndum 2017

Eitt af skemmtilegum ævintýrum eru ferðir með Hrafni Jökulssyni norður á strandir til að tefla. Þann 7 júlí fóru nokkrir félagar í Vinaskákfélaginu í rútu frá „Pakkhúsinu“ fræga sem var aðalmiðstöð Hrafns og var ferðinni heitið norður á strandir eða í Árneshrepp til að taka þátt í Minningarmóti Jóhönnu Kristjónsdóttir daginn eftir 8 júlí. Ferðalangar í rútunni voru cirka 20 manns, en sumir fóru á einkabílum.

 

Verndari félagsins Hrafn Jökulsson

Þeir félagar í Vinaskákfélaginu sem fóru í þessa ferð voru: Hörður Jónasson, Hjálmar Sigurvaldason, Arnljótur Sigurðsson ásamt Róberti Lagerman og sjálfur meistarinn og verndarinn Hrafn Jökulsson. Það má nefna nokkra sem fóru t.d. Jóhann Hjartarson, Jón L Árnason, Guðmundur Kjartansson, Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt, Gunnar Nikulásson og ekki má gleyma Gauti Páll Jónsson. Skákhátíðin á ströndum varði frá 7-9 júlí eða frá föstudegi til sunnudags.
Flestir gistu í ferðaskála þarna norður frá, en sumir gistu á sveitabæjum.

Mótið var hið glæsilegast og tóku 29 manns þátt í mótinu og sigraði Jón L Árnason með fullu húsi eða 8 vinninga. Í öðru sæti varð Jóhann Hjartarson með 7 vinninga.

 

Til að sjá úrslit á mótinu: Minningarmót Jóhönnu Kristjónsdóttir

Til að sjá myndaseríu frá mótinu: Myndasafn – Vinaskákfélagið (vinaskak.is)

Næsta mót var svo Geðhjálparmótið 21 ágúst 2017 sem var haldið í húsnæði Geðhjálpar, eins og áður hefur komið fram.

Hópmynd af keppendum

Laugardaginn 2, september hélt Hrókurinn og Hrafn Jökulsson í samstarfi við Vinaskákfélagið hraðskákmót í Gerðarsafni í Kópavogi, í tilefni af CYCLE-listahátíðinni, sem Kópavogur stendur að í samvinnu við Berlín og Hong Kong. Yfirskrift skákmótsins var í anda hátíðarinnar og kjörorða skákhreyfingarinnar: Gens una sumus / Við erum ein fjölskylda. Sjá frétt um mótið: http://www.vinaskak.is/omar-salama-vann-gens-una-sumus-skakmotid-i-gerdasafni/

 

Verðlaunahafar á Hlemmur Square 1.

Á haustmánuðum 2017 kom til tals milli stjórnar félagsins og Arnljótar Sigurssonar sem er félagi í Vinaskákfélaginu og starfsmaður á Hótel Hlemmi Square hvort Vinaskákfélagið gæti haldið hraðskákmót á Hlemmi Square.
Á fyrsta mótinu mættu 13 skákmenn, en Sigurvegari á Hlemmi Square 1: Ingvar Þór Jóhannesson með 9 vinninga eða fullt hús. Annar varð Gunnar Freyr Rúnarsson með 8 vinninga og 3ji varð Arnljótur Sigurðsson með 7 vinninga.

 

Sigurvegarar á Hlemmur Square 2.

Á Hlemmur Square 2 mótinu tóku 18 skákmenn þátt í mótinu. Sigurvegari varð Páll Andrason með 7 vinninga og Eiríkur K. Björnsson varð annar með 6 vinninga. 3ji varð Örn Leo einnig með 6 vinninga, en lægri á stigum.

 

 

 

 

Sigurvegarar á Hlemmur Square 3.

Hlemmur Square 3 var haldið 26 nóvember 2017 og sigurvegari varð Róbert Lagerman með 7,5 af 8 mögulegum. Annar varð Tómas Björnsson með 6 vinninga og 3ji varð Þorvarður F. Ólafsson líka með 6 vinninga en lægri á stigum.
Voru haldin 3 skákmót á Hlemmi Square fyrir jól 2017. Ekki varð framhald á mótaröðinni eftir áramótin, þar sem Arnljótur flutti sig á annan bar. Þessi mótaröð tókust mjög vel og var t.d. á síðasta mótinu 27 manns.

 

 

Skákstjórinn og dómari Hörður Jónasson

Sjá frétt um Hlemmur Square 1: http://www.vinaskak.is/fyrsta-hlemmur-square-skakmotarodin/
Sjá frétt um Hlemmur Square 2: http://www.vinaskak.is/pall-andrason-sigradi-hlemmur-square-2-skakmotid/
Sjá frétt um Hlemmur Square 3: http://www.vinaskak.is/robert-lagerman-sigradi-3-skakmotid-a-hlemmur-square/

 

 

Verðlaunahafar á Haustmóti Vinaskákfélagsins 2017

Fyrir utan þetta þá hélt Vinaskákfélagið 2 mót í Vin þ.e. Haustmótið og Jólaskákmótið. Á Haustmótinu 2 október, þá sigraði Jón Torfason sem var að koma aftur að tefla fyrir félagið eftir langt hlé.

Sjá frétt um mótið: http://www.vinaskak.is/jon-torfason-sigradi-haustmotid/

 

 

Sigurvegarar á Jólamóti Vinaskak 2017

Jólaskákmótið 2017 var haldið 4 desember og sigraði forseti vor Róbert Lagerman á því með fullu húsi. Þar varð Patrick Karcher í 2 sæti.

Sjá frétt um mótið: http://www.vinaskak.is/robert-lagerman-vann-jolaskakmotid/

 

 

 

 

Verðlaunahafarnir og varaforseti Vinaskákfélagsins

Eitt af því sem Vinaskákfélagið sér um ásamt Taflfélagi Reykjavíkur er Alþjóðlega Geðheilbrigðis skákmótið, en það var haldið í kringum alþjóðlega geðheilbrigðis daginn sem er 10 október. Mótið 2017 var haldið 12 október í húsnæði TR.
35 manns mættu á mótið en sigurvegari varð Örn Leo Jóhannsson með 7 vinninga.
Frekari fréttir af þessu móti: http://www.vinaskak.is/orn-leo-sigradi-althjoda-gedheilbrigdis-skakmotid/

 

 

Sveit Vinaskákfélagsins við upphaf 1 umf.

Eitt af þeim skákmótum sem Vinaskákfélagið hefur stundum tekið þátt í er Hraðskákkeppni Taflfélaga og árið 2017 tókum við þátt. Það hefur verið svolítið erfiðleikum háð hver eigi að sjá um þessi skákmót og voru stærstu félögin að spá í þetta. Það var búið að fresta þessu móti nokkrum sinnum um haustið og það var ekki fyrr en Sigurbjörn J. Björnsson tók af skarið ásamt skákfélaginu Fjölnir að halda þetta skákmót. Það var svo sunnudaginn 19 nóvember 2017 sem mótið var haldið í Rimaskóla. Við sendum eina sveit og vorum í 9 sæti af 13 félögum. Róbert Lagerman tefldi á 1. Borði hjá okkur og náði 85% árangri. Úrslit hjá okkar mönnum er hægt að sjá í Dagskrá – Úrslit skákmóta á heimasíðunni okkar: http://www.vinaskak.is/dagskra/urslit-skakmota/6/
Sjá frétt um mótið: http://www.vinaskak.is/robert-lagerman-med-85-arangur/

 

Hópmynd af keppendum. Á myndina vantar Hrafn Jökulsson og Jóhann Bernhard.

Annað sem Vinaskákfélagið er hvað stoltastur af að halda ásamt Hróknum, er Jólaskákmótið á Kleppi, en það er haldið oftast síðustu vikuna fyrir jól. Á því móti keppir fyrir utan Vinaskákfélagið, deildir frá Kleppi, athvörfum og búsetukjörnum og einnig geðdeild Landsspítalans. Keppt er í 3 manna liðum og er þetta eitt af skemmtilegustu skákmótum ársins.
Sjá úrslitin hér: http://www.vinaskak.is/dagskra/urslit-skakmota/6/
Sjá frétt um mótið: http://www.vinaskak.is/jolaskakmotid-a-kleppi/

 

Eitt af aðalskákmótum sem Vinaskákfélagið tekur þátt í á ári hverju er Íslandsmót skákfélaga, en þar koma fram frá öllu landinu milli 300 til 400 skákmenn og konur.
Íslandmótið er teflt í 2 hlutum þ.e. á haustin og vorin eða oftast í Október og mars.

Vinaskákfélagið tefldi fram 3 sveitum, en A sveitin tefldi í 2 deild, B sveitin tefldi í 3 deild og C sveitin tefldi í 4 deild. Liðstjórar voru Róbert Lagerman fyrir A sveitina, Hörður Jónasson fyrir B sveitina og Héðinn Briem fyrir C sveitina.

 

A sveitin þungt hugsi.

A sveitin náði að styrkja sig fyrir rimmuna í Íslandsmót skákfélaga veturinn 2017-2018 og fengu til liðs við sig Þorvarð Fannar Ólafsson með rúmlega 2100 stig. Ennfremur var ætlunin að fá Þjóðverja hann Patrick Karcher líka með um 2100 stig til að keppa, en við vorum aðeins of seinir að skrá hann og eða hann kom til okkar aðeins örfáum dögum fyrir keppnina. Þá var ætlunin að láta hann keppa í seinni hluta ef hann yrði enn á landinu, en því miður var hann farinn heim viku fyrir seinni hluta.

 

B sveitin að tafli.

Um haustið 2017 tefldum við fyrri hlutann frá 20 – 22 október og er gott yfirlit yfir skákirnar á heimasíðunni: http://www.vinaskak.is/vinaskakfelagid-er-med-3-sveitir-a-islandsmoti-skakfelaga-grein-eftir-hord-jonasson-varaforseta/

 

 

C sveitin að tafli.

Staðan eftir fyrri hlutann var að A sveitin var með 13,5 vinninga, B sveitin var með 4 stig og 11 vinninga og C sveitin með 4 stig og 13 vinninga.

 

 

 

Seinni hluti mótsins var haldið helgina 1-3 mars 2018 í Rimaskóla eins og síðast. Á liðsfundi sem var haldin miðvikudaginn 27 febrúar, sagði Forseti félagsins Róbert Lagerman að nú væri markmiðið hjá A sveitinni að ná 3 sætinu í 2 deild. Voru menn sammála að það væri gott markmið.

Góð lýsing á því hvernig sveitirnar gengu á mótinu er hægt að sjá á heimasíðu félagasins: http://www.vinaskak.is/islandsmot-skakfelaga-2017-2018-vinaskakfelagid/

 

A sveit Vinaskákfélagsins með Bronze verðlaun.

Úrsliti voru þau að A sveitin sem tefldi í 2 deild fékk 21,5 vinninga og náði 3 sætinu. B sveitin tefldi í 3 deild og varð í 5 sæti og C sveitin tefldi í 4 deild og varð í miðjum hópi skáksveita.

 

 

 

 

Sigurvegarar á Nýársskákmótinu 

Nýársskákmót Vinaskákfélagsins var haldið mánudaginn 8. Janúar 2018  í Vin að Hverfisgötu 47. Á því móti sigraði Jón Torfason með 5,5 vinninga af 6 mögulegum.

 

 

 

 

Halldóra Pálsdóttir leikur fyrsta leikinn

Halldóra Pálsdóttir forstöðukona í Vin lék fyrsta leikinn á skák þeirra Róbert Lagerman og Finn Finnssonar. Sjá frétt um mótið: http://www.vinaskak.is/jon-torfason-vann-nyarsskakmotid/

 

 

 

 

Gunnar Örn Haraldsson með skákbókina sína.

Friðriksmótið var svo haldið 29 janúar í Vin, sem Róbert Lagerman sigraði á með fullu húsi. Mótið er haldið vegna afmæli Friðriks Ólafsson fyrsta stórmeistara Íslands, en hann átti afmæli 26 janúar og var 83 ára þá.

 

 

Róbert Lagerman og afmælisbarnið Björgvin Kristbergsson

Meðal skákmanna var afmælisbarnið Björgvin Kristbergsson sem varð 55 ára þennan dag. Ennfremur var gaman að geta þess að skákmaðurinn og skákrithöfundurinn Gunnar Örn Haraldsson sem skrifaði skákbókina um Karpov, tefldi á mótinu.

Í tilefni dagsins þá gaf Bókasafn Vinaskákfélagsins Björgvini Kristbergssyni bókina um Karpov sem höfundurinn áritaði hana með gleði. Sjá frétt um mótið: http://www.vinaskak.is/lif-og-fjor-a-fridriksmoti-vinaskakfelagsins/  

 

Efstu menn, Patrick, Guðni og Jóhann

Páskamót Vinaskákfélagsins var haldið 9 apríl 2018 í Vin. Alls tóku 17 manns þátt í mótinu. Gaman að geta þess að 1 kona tefldi í mótinu en það var Margrét H. Halldórsdóttir. Sigurvegari varð Patrick Karcher.

Sjá frétt um mótið hér: http://www.vinaskak.is/patrick-karcher-vann-paskamotid/  

 

 

Aftur á mótið var frestað að halda Meistaramótið í Atskák sem átti að vera í febrúar 2018 og kemur það í hlut nýrrar mótanefndar að skoða það hvenær hægt er að halda það. Til að gera langa sögu stutta, þá hefur þetta mót ekki verið endurtekið aftur til ársins 2022. Hvað framtíðina varðar, þá veit enginn hvort Meistaramótið í Atskák verður endurvakið.

Að lokum má nefna það að árið 2018, er afmælisár Vinaskákfélagsins en þá er félagið 15 ára. Félagið var s.s. stofnað árið 2003. Haldið var upp á það í september 2018 og verður þess getið í sögu Vinaskákfélagsins frá maí 2018 til maí 2019.

Hörður Jónasson höfundur greinar

Kveðja, Hörður Jónasson forseti Vinaskákfélagsins