Anna framkvæmdastýra leikur fyrsta leikinn

Frábæru fjöltefli Geðhjálpar og Vinaskákfélagsins tókst vel.

Frábæru fjöltefli Geðhjálpar og Vinaskákfélagsins tókst vel.

Frábæru fjöltefli Geðhjálpar og Vinaskákfélagsins tókst vel. Alls tóku 8 skákmenn þátt og Tefldu Hörður og Hjálmar frá Vinaskákfélaginu við þá. Hörður tefldi 4 skákir og Hjálmar 4 skákir.

Þeir sem tefldu voru:

Búsetukjarni Flókagata 29-31: Gunnar Getsson, Jón Gauti og Hlynur starfsmaður. Búsetukjarni Bríetatúni 26: Árni J. Árnason.

Búsetukjarni Gunnarsbraut 51: Jóhann Bernhard Jóhannsson

Hlutverkasetur: Orri Hilmarsson

Klúbburinn Geysir: Sigurjón Eigilsson

Vin Fræðslu og Batasetur: Jakob L Sveinsson

Úrslit voru að Hörður fékk 1 ½ – 2 ½ vinning og Hjálmar fékk 3 – 1.

Hörður les setningarræðuna.

Setningarræða Harðars í Fjöltefli Geðhjálpar og Vinaskákfélagsins.

Góðan daginn. Anna Ólafsdóttir framkvæmdastýra Geðhjálpar, keppendur og gestir.

Ég heiti Hörður Jónasson og er varaforseti Vinaskákfélagsins. Því miður gat forseti Vinaskákfélagsins Róbert Lagerman ekki verið viðstaddur hér vegna veikinda. Hann biður kærlega að heilsa öllum og hefur lýst mikla ánægju með þennan viðburð hér.

Það er mér mikið ánægju efni að við séum hér saman komnir á þennan einstæða atburð. Hér erum við í Vinaskákfélaginu í samstarfi við Geðhjálp að fara starta hér fjöltefli og keppendur eru frá hinum ýmsu athvörfum og Búsetukjörnum.

Það hefur verið tilgangur Vinaskákfélagsins í gegnum árin frá því það var stofnað árið 2003 að efla skáklíf meðal fólks með geðraskanir, en t.d. 3 grein laga félagsins hljóðar á þessa leið:

Tilgangur Vinaskákfélagsins er að efla skáklíf meðal fólks með geðraskanir. Byggja skal á starfi og reynslu félagsins, sem hóf reglulegar skákæfingar í Vin, athvarfi Rauða krossins við Hverfisgötu í Reykjavík. Vinaskákfélagið hlúir að skáklífinu í Vin, jafnframt því að efna til viðburða í þágu fólks með geðraskanir, í samvinnu við athvörf, búsetukjarna, geðdeildir, félagasamtök og einstaklinga.

Tilgangi sínum hyggst Vinaskákfélagið ná með skákæfingum, skákmótum, fræðslu og viðburðum.

Félagið leggur sig fram um að starfa í anda einkunnarorða skákhreyfingarinnar: Gens una sumus / Við erum ein fjölskylda.

Þá hafa félagar í Vinaskákfélaginu verið með skákæfingar á mánudögum í Vin, athvarfi Rauða krossins. Þar koma einstaklingar frá athvörfum og búsetukjörnum til að tefla.

Skák er góð íþrótt til að einbeita sér. Margir sem koma í Vin eru öryrkjar eða eru bara einir heima og vantar félagskap.

Á þriðjudögum fara síðan félagar Vinaskákfélagsins í Hlutverkasetrið þar sem margt af yngra fólkinu er samankomið frá t.d. athvörfum og búsetukjörnum og þar erum við með skákskýringar og teflum við fólk.

Svo vil ég nefna það að Vinaskákfélagið er með sérstakt jólaskákmót á Kleppi árlega í desember, þar sem keppa fyrir utan Vinaskákfélagið, deildir frá Kleppi, geðdeild Landsspítalans og frá hinum ýmsu athvörfum og búsetukjörnum.

Við félagarnir Hjálmar og ég ætlum að tefla fjöltefli við 8 keppendur frá Athvörfum og búsetukjörnum. Þetta verður þannig að ég mun taka 4 skákir og Hjálmar 4 skákir.

Hér er hópmynd af keppendum.

Hópmynd

Það verður dregið á hvaða borði keppendur verða og eins og þið sjáið þá verðum við með hvítt á 3 borðum og svart á 1 borði.

Keppendur og áhorfendur við erum líka hér með kaffi og kökur í boði okkar hér.

Eftir að keppendur hafa dregið númer og fengið sér sæti vil ég þá biðja Önnu Ólafsdóttir framkvæmdastýru Geðhjálpar að leika hér fyrsta leikinn.

Set ég þá fjölteflið af stað.

 

x

Við mælum með

Vinaskák í Aflagranda 40, mánudaginn 23 maí 2022.

Vinaskákfélagið mun halda skákmót í Samfélagshúsinu Aflagranda 40 mánudaginn 23. maí kl. 16. Tefldar verða ...