Verðlaunahafar á Hlemmur Square 1.

Fyrsta Hlemmur Square skákmótaröðin!

Vinaskákfélagið í samstarfi við Hlemm Square hélt fyrsta kaffihúsa hraðskákmótið á Hlemm, sunnudaginn 27 ágúst, klukkan 20.

Mótið tókst afar vel og mættu 13 skákmenn til leiks.

Tefldar verða 9 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma og var þátttaka ókeypis. Stefnt er að mánaðarlegum mótum þar sem teflt er í rúmgóðum heimkynnum veitingastaðar hótelsins, Pylsa/Pulsa Restaurant.

Hlemmur Square gaf gjafabréf fyrir efstu þrjú sætin auk þess sem medalía var veitt fyrir vinningshafann.

  1. verðlaun: Gjafabréf á Pylsa/Pulsa Restaurant / bar fyrir 7.000 kr.
  2. verðlaun: Gjafabréf á Pylsa/Pulsa Restaurant / bar fyrir 5.000 kr.
  3. verðlaun: Gjafabréf á Pylsa/Pulsa Restaurant / bar fyrir 3.000 kr.

Arnljótur Sigurðsson viðburðarstjóri var skipuleggjandi mótsins og skákstjóri og dómari var Hörður Jónasson.

Á meðan skákmenn tefldu bauð viðburðarstjóri upp á eins og hann segir sjálfur – Gleðistundarverðlag á kranaveigum fyrir þátttakendur mótsins, ef þörf skyldi krefja í þeim annars harða skóla sem skákin er! Skákmótið stóð í cirka 2 1/2 klukkustundir.

Eins og áður segir mættu 13 skákmenn og stóð Ingvar Thor Jóhannesson uppi sem sigurvegari með 9 vinninga eða full hús.

Sigurvegari mótsins Ingvar Thor Jóhannesson

Í öðru sæti varð Gunnar Fr. Rúnarsson með 8 vinninga og í þriðja sæti varð Arnljótur Sigurðsson með 7 vinninga, en hann gaf vinninginn frá sér og urðu 5 skákmenn í 4-8 sæti, en eftir stigaútreikning, þá varð Ingi Tandri Traustason í 4 sæti með 5 vinninga og fékk hann þriðju verðlaun.

x

Við mælum með

Páskaskákmót Vinaskákfélagsins 25 mars 2024.

Páskaskákmót Vinaskákfélagsins verður haldið í Vin, Hverfisgötu 47 í Reykjavík, mánudaginn 25 mars kl. 13:00. ...