3 efstu á jólamótinu

Róbert Lagerman vann Jólaskákmótið.

Jólaskákmót Vinaskákfélagsins var haldið mánudaginn 4. desember  í Vin að Hverfisgötu 47.

Tefldar voru 6 umferðir með 7 mínútur á skák.

Skákstjóri var Hörður Jónasson.

12 keppendur tók þátt í skákinni og þar af var ein kona Sigríður Ólafsdóttir. Hún lék enda fyrsta leikinn á skák þeirra Róbert Lagerman og Pétur Jóhannesson.

Sigríður lék fyrsta leikinn fyrir Pétur.

Mótið tókst vel og var glatt á hjalla.

Róbert Lagerman sigraði mótið með fullu húsi eða 6 vinninga af 6 mögulegum. Annar var Patrick Karcher nýr meðlimur Vinaskákfélagsins með 5 vinninga. Hann tapaði aðeins skákinni á móti Róbert og vann aðra. Þriðji var Sæbjörn Guðfinnsson með 3 ½ vinning en hann vann á stigum við skákstjórann Hörð Jónasson sem var einnig með 3 ½ vinning.

Eftir skákmótið gæddu keppendur sér á dýrindis vöfflum með sultu og rjóma og kaffi. Var gerður góður rómur af vöfflunum enda klikkar það ekki hér í Vin.

Sjá úrslit hér: Jólamót Vinaskákfélagsins

x

Við mælum með

Páskaskákmót Vinaskákfélagsins 25 mars 2024.

Páskaskákmót Vinaskákfélagsins verður haldið í Vin, Hverfisgötu 47 í Reykjavík, mánudaginn 25 mars kl. 13:00. ...