Heimsókn Vinaskákfélagsins í Klúbbinn Geysir 2024.

Vinaskákfélagið heimsótti í dag 12 apríl 2024 Klúbbinn Geysir og kom færandi hendi með töfl, skákbók og skákklukku að gjöf. Þetta var níunda heimsókn félagsins. Tekið var vel á móti Herði Jónassyni forseta Vinaskákfélagsins. Sigurður Guðmundsson og aðrir gestir í Klúbbnum Geysir tóku á móti gjöfinni. Ástæða þess að Vinaskákfélagið ákveður að gefa Búsetukjörnum, geðdeildum og Athvörfum, töfl, skákklukkur og ...

Lesa »

Aðalfundur Vinaskákfélagsins 2024.

Aðalfundur Vinaskákfélagsins verður haldinn laugardaginn 27 apríl 2024 í Samfélagshúsinu Aflagranda 40, 107 Reykjavík klukkan 14:00. Dagskrá aðalfundar er sem hér segir: 1. Forseti setur fundinn. 2. Kosning fundarstjóra. 3. Kosning ritara. 4. Skýrsla stjórnar lögð fram. 5. Reikningar lagðir fram til samþykktar. 6. Lagabreytingar. 7. Kosning stjórnar. 8. Önnur mál. Kaffi og kaka í boði. Allir eru Velkomnir! Stjórnin.

Lesa »

Árshátíð Vinaskákfélagsins 2024.

Árshátíð Vinaskákfélagsins verður haldin á veitingastaðnum Steikhúsið, Tryggvagata 4-6, miðvikudagskvöldið 17 apríl, kl. 19:00. Stjórn Vinaskákfélagsins hefur ákveðið að greiða niður verðið á árshátíðinni um 2.500 kr., á mann. Meirihlutinn velur Lambamatseðilinn eða 12 gegn 3 á Nautamatseðilinn. Þriggja rétta tilboð: Forréttur, Aðalréttur og Eftirréttur. Lambamatseðill er á 9.250 kr. – 2.500 kr. = 6.750 kr. Lambamatseðill: Blandaðir forréttir: Lambatartar ...

Lesa »

Arnljótur Sigurðsson sigraði á Páskaskákmóti Vinaskákfélagsins 2024.

Í dag 25 mars 2024 var hið árlega Páskaskákmót Vinaskákfélagsins haldið í Vin Dagsetur. Tefldur voru 6 umferðir með 7 mín., á klukkunni. 16 manns mættu til leiks. Arnljótur Sigurðsson sigraði mótið með fullu húsi eða 6 vinninga. 2 sæti varð Hörður Jónasson með 4,5 vinninga. 3 sæti varð Finnur Finnsson með 4 vinninga. Fyrstu 3 sætin fengu auk verðlaunapeninga, ...

Lesa »

Vinaskákfélagið fékk styrk frá Velferðasviði Reykjavíkurborgar 2024.

Afhending á styrkjum frá Velferðasviði Reykjavíkurborgar 2024 var afhent í dag 18 mars 2024 í Ráðhúsi Reykjavíkur. 13 styrkjum af 48 var úthlutað og vorum við í Vinaskákfélaginu ein af þessum 13 sem fengu styrk. Í styrkumsókninni okkar segir meðal annars þetta það helsta: Starfsemi og markmið Vinaskákfélagsins: Aðal markmið félagsins er að efla skáklíf meðal fólks með geðraskanir. Halda ...

Lesa »

Páskaskákmót Vinaskákfélagsins 25 mars 2024.

Páskaskákmót Vinaskákfélagsins verður haldið í Vin, Hverfisgötu 47 í Reykjavík, mánudaginn 25 mars kl. 13:00. Hið árlega Páskaskákmót er mikil hefð fyrir hjá Vinaskákfélaginu og verða góðir vinningar í boði. Skákdómari verður Róbert Lagerman og mótstjóri er Hörður Jónasson Í hléi verður hið rómaða vöflur og kaffi að hætti Inga Hans. Tefldar verða 6 umferðir með 7 mín á klukkunni. ...

Lesa »

Vinaskákfélagið á Íslandsmóti skákfélaga 2023-2024

Seinni hluti Íslandsmóti skákfélaga 2023-2024 var haldið helgina 2-3 mars 2024. Vinaskákfélagið var með 2 sveitir A og B. A sveitin var í 1 deild og B sveitin í 4 deild. Staðan fyrir helgina var að A sveitin var ekki búinn að vinna neina sveit og var með 8 vinninga eftir fyrri hlutann. Það var orðið ljóst að aðeins kraftaverk ...

Lesa »

Róbert Lagerman sigraði á Friðriksskákmóti Vinaskákfélagsins 2024.

Vinaskákfélagið hélt glæsilegt skákmót til heiðurs Friðriki Ólafssyni, en mótið hét Friðriksskákmót Vinaskákfélagsins 2024. Mótið var haldið á Aflagranda 40 og voru tefldar 7 umferðir með 4 mín + 2 sek á klukkunni. Glæsilegur farandbikar “Friðriksbikarinn”, fær sá sem vinnur nafn sitt skráð á hann. Þetta skákmót hefur verið ákveðið að halda árlega héðan í frá á afmælisdegi Friðriks 26 ...

Lesa »