Þessi saga byrjar í maí 2016. Þá voru uppi þreyfingar á milli (Skákfélags) Áttavilltrar og Vinaskákfélagsins. Hörður Jónasson og Hjálmar Sigurvaldason sem fóru reglulega á þriðjudögum í Hlutverkasetrið að kenna skák og tefla, hittu fyrir Héðinn Briem sem var formaður Áttavillta. Héðinn var starfsmaður í Hlutverkasetrinu (og tefldi oft við þá félaga Hörð og Hjálmar) og barst það í tal ...
Lesa »Saga Vinaskákfélagsins
Skákfélag Vinjar
Skákfélag Vinjar var formlega stofnað árið 2003 með það að markmiði að taka þátt í Íslandsmóti taflfélaga. Félagið er starfrækt í Vin sem er athvarf fyrir fólk með geðraskanir – stofnað og rekið af Rauða krossi Íslands frá 1993. Taflborðum fjölgaði snarlega í stofu athvarfsins eftir að Hrafn Jökulsson, Róbert Lagerman og Hróksfólk settu upp mót einn sumardag árið 2003. ...
Lesa »