Gerast félagi

Vinaskákfélagið er eitt skemmtilegasta skákfélag landsins.

Það hefur aðsetur í Vin, Hverfisgötu 47 í Reykjavík.

Tilgangur félagsins er að efla skáklíf meðal fólks með geðraskanir, í samvinnu við athvörf, búsetukjarna, geðdeildir, félagasamtök og einstaklinga.

Félagið leggur sig fram um að starfa í anda einkunnarorða skákhreyfingarinnar:
Gens una sumus / Við erum ein fjölskylda.

Allir eru velkomnir í Vinaskákfélagið.

Vinaskákfélagið er með skákæfingar í Vin á mánudögum og í Hlutverkasetrinu á þriðjudögum.

Félagið hefur verið með vinsæl hraðskákmót í Vin, en það er á dagskrá félagsins að halda stærri skákmót, eins og atskákmót og ætlunin er að halda 90 mín. skákmót í framtíðinni.

  • Þeir sem vilja skrá sig í félagið geta gert það hér fyrir neðan.
  • Þeir sem gerast félagar geta óskað eftir því að verða skráðir sjálfkrafa inn í Facebook síðu félagsins sem er bara fyrir félaga í Vinaskákfélaginu.
  • Þar geta félagar fylgst með fréttum af skákmótum og viðburðum á vegum félagsins.
  • Einnig geta meðlimir spjallað og spurt spurninga sem viðkemur félaginu.

Þeir sem vilja skrá sig í félagið geta gert það hér fyrir neðan

Við í stjórninni munum svo ganga frá skráningunni hjá Skáksambandinu fyrir ykkur.

Kveðja Stjórn Vinaskákfélagsins.