- grein. Gildissvið.
Siðareglur þessar gilda um alla meðlimi félagsins og aðra sem taka að sér trúnaðarstörf eða starfa að einstökum viðburðum fyrir Vinaskákfélagið. Janframt gilda þær um keppendur Vinaskákfélagsins eftir því sem við getur átt. Við sem gegnum störfum fyrir Vinaskákfélagið á einn eða annan hátt tileinkum okkur siðareglurnar.
- grein. Heilindi og háttvísi.
Við komum fram af heilindum og háttvísi gagnvart sjálfum okkur og öðrum.
- grein. Trúnaður.
Við gætum trúnaðar og þagmælsku í störfum okkar en þó með þeim takmörkunum sem leiða af lögboðinni tilkynningarskyldu.
- grein. Fagmennska.
Í störfum okkar fyrir Vinaskákfélagið og skákhreyfinguna í heild, vinnum við í þágu hennar. Við misnotum ekki völd, áhrif eða yfirburði yfir öðrum í þágu okkar eigin hagsmuna eða annarra sérhagsmuna. Við alla ákvarðanatöku og störf fyrir Vinaskákfélagið kappkostum við að láta fagmennsku og málefnaleg sjónarmið ráða för. Við forðumst hagsmunaárekstra eftir því sem unnt er. Ef uppi er hagsmunaáreksturs sem er þess eðlist að unnt er að draga óhlutdrægni viðkomandi aðila í efa með réttu tekur sá aðili ekki þátt í ákvarðanatöku.
- grein. Jafnræði.
Við gætum jafnræðis og vörumst að misbjóða virðingu einstaklinga eða hópa, t.d. hvað varðar kynþátt, þjóðernis, trú, lífsskoðun, fötlun, félagslega stöðu, aldur, kynhneigð, kynvitund, kyneinkenni eða kyntjáningu. Við stöndum saman gegn hvers kyns mismunun og leitumst við að skapa þannig umhverfi að öll þau sem vilja taka þátt í íslensku skáklífi geti notið sín þar.
Með það að leiðarljósi býður Vinaskákfélagið öllum velkomin á skákmót sín sem félagið heldur. Það á t.d. við um fólk sem býr í athvörfum, búsetukjörnum og geðdeildum.
- grein. Veðmál o.fl.
Við tökum aldrei, hvorki með beinum né óbeinum hætti, þátt í veðmálum, fjárhættuspilum, happdrætti eða sambærilegum viðskiptum í tengslum við skákviðburði sem við getum haft áhrif á.
- grein. Gjafir og hlunnindi.
Við þiggjum ekki gjafir eða hlunnindi sem geta orðið til þess að rýra trúverðugleika, sjálfstæði eða hlutleysi okkar.
- grein. Svindl.
Við stöndum gegn hvers kyns svindli í skák, svo sem því að keppendum sé veitt aðstoð við skákir meðan á þeim stendur eða að tölvuforrit eða önnur gögn séu notuð til aðstoðar.
- grein. Keppendur og styrkþegar.
Öll þau sem valin eru til keppni á vegum Vinaskákfélagsins t.d. Íslandsmót skákfélaga eða önnur verkefni, sem og þau sem hljóta styrki frá Vinaskákfélaginu, vegna þátttöku á mótum, skulu fylgja þessum reglum meðan á mótunum stendur og í tengslum við þau eftir því sem við getur átt. Liðsmenn og styrkþegar skulu leitast við að sýna háttvísi og virðingu í samskiptum við andstæðinga, liðsfélaga og aðra sem tengjast viðkomandi.
- grein. Samspil við siðareglur Alþjóða skáksambandsins.
Auk þess sem fram kemur í siðareglum þessum höfum við í heiðri þau siðferðislegu gildi sem lýst er í siðareglum Alþjóða skáksambandsins (Fide), (Ethics & Disciplinary Code, dags. 28 desember 2021), sbr. Sérstaklega III. hluta þeirra.
- grein. Áfengi og önnur efni.
Keppendur og aðrir á skákmótum Vinaskákfélagsins hafa ekki heimild til að hafa áfengi eða önnur vímuefni um hönd á meðan keppni er.
Þetta á við öll skákmót sem eru skráð til Fide. Þó getur stjórn félagsins gert undanþágu við skákmót sem eru haldin á Krá, oft kölluð kráar skákmót.
Áfengisbannið á einnig við um alla viðburði sem Vinaskákfélagið heldur.
Þó getur stjórn félagsins gert undanþágu t.d. ef um Skemmtikvöld félagsins eða Árshátíð er um að ræða. Þá hafa meðlimi Vinaskákfélagsins og aðrir ekki heimilt til að neita áfengi og önnur efni á meðan þeir eru að vinna við hvort sem er sjálfboðavinna eða launaða vinnu á vegum Vinaskákfélagsins.
- grein. Siðareglur eða Lög.
Þrátt fyrir að þetta séu siðareglur en ekki lög félagsins, hefur stjórnin heimild til að taka á aga brotum eins og um lög félagsins væri um að ræða.