Hörður Jónasson varaforseti

Vinaskákfélagið er með 3 sveitir á Íslandsmóti skákfélaga – grein eftir Hörð Jónasson varaforseta.

Íslandsmót skákfélaga var haldið í Rimaskóla núna í ár og var Vinaskákfélagið með 3 sveitir á mótinu. Núna var fyrri hluti keppninnar frá 19 – 22 október. (Það var aðeins 1. Deild sem tefldi á fimmtudaginn 19 okt., aðrar sveitir byrjuðu taflið föstudaginn 20 október). Seinni hluti verður svo teflt 1 – 3 mars 2018.

Tefldi A sveitin í 2 deild, B sveitin í 3 deild og C sveitin í 4 deild. Undirbúningur hófst formlega 1 október, þegar varaforseti félagsins Hörður Jónasson startaði könnun á facebook síðu félagsins. Liðstjórar voru kosnir á stjórnarfundi snemma sumars og eru þeir þessir:

Fyrir A sveitina: Róbert Lagerman og Ingi Tandri Traustason

Fyrir B sveitina: Hörður Jónasson

Fyrir C sveitina: Héðinn Briem.

Utanumhald í tölvu og tölfræði upplýsingar hélt Hörður Jónasson, bæði á undirbúningstímanum og á meðan mótið var.

A – sveitin:

A sveitin þungt hugsi.

 1. umferðin var tefld föstudaginn 20 október og fékk A sveitin Skákdeild Hauka sem andstæðing og var það ekki í fyrsta sinn sem þessar sveitir mætast.

A sveitin á föstudag var skipuð þessum skákmönnum:

 1. Róbert Lagerman
 2. Þorvarður Fannar Ólafsson
 3. Jón Torfason
 4. Ingi Tandri Traustason
 5. Árni H. Kristjánsson
 6. Aron Ingi Óskarsson

Úrslit urðu þessi: Haukar – Vinaskákfélagið 2,5 – 3,5 vinningar.

Róbert Lagerman, Ingi Tandri og Þorvarður Ólafsson gerðu jafntefli, Árni H. Kristjánsson og Aron Ingi unnu sínar skákir, en Jón Torfason tapaði. Gaman að sjá hann eftir langt hlé.

 1. umferð var svo tefld laugardaginn 21 okt. Kl.11. Andstæðingar okkar voru Skákfélag Reykjanesbæjar.

Þá var A sveitin skipuð þessum skákmönnum:

 1. Róbert Lagerman
 2. Þorvarður Fannar Ólafsson
 3. Ingi Tandri Traustason
 4. Aron Ingi Óskarsson
 5. Hrannar Jónsson
 6. Marteinn Þ. Harðarson

Úrslit urðu þessi: Sk. Reykjanesbæjar – Vinaskákfélagið 3,5 – 2,5 vinningar.

Róbert Lagerman gerði jafntefli, en Þorvarður og Aron Ingi unnu, aðrir töpuðu. Einhver misskilningur varð þess valdandi að Hrannar Jónsson mætti ekki. Naumt tap varð staðreynt, en Sk. Reykjanesbæjar er spáð góðu gengi í 2 deild.

 1. umferð var svo tefld sama dag kl. 17. Þá voru andstæðingar okkar TR – C sveit.

Þá var A sveitin skipuð þessum skákmönnum:

 1. Róbert Lagerman
 2. Ingi Tandri Traustason
 3. Arnljótur Sigurðsson
 4. Kjartan Ingvarsson
 5. Grímur Grímsson
 6. Aðalsteinn Thorarensen

Úrslit urðu þessi: Vinaskákfélagið – TRc 4,5 – 1,5 vinningar.

Þrátt fyrir að í þessarri umferð vorum við með veikari sveit, þá varð þetta auðveldur sigur. Róbert Lagerman, Ingi Tandri, Kjartan og Grímur unnu sínar skákir. Aðalsteinn gerði jafntefli en Arnljótur tapaði.

 1. umferð var svo tefld á Sunnudaginn 22 okt. Kl. 11. Andstæðingar okkar voru Skákfélaga Huginn c sveit.

Þá var A sveitin skipuð þessum skákmönnum:

 1. Róbert Lagerman
 2. Þorvarður Fannar Ólafsson
 3. Jón Torfason
 4. Ingi Tandri Traustason
 5. Árni H. Kristjánsson
 6. Hrannar Jónsson

Úrslit urður þessi: Huginn c sveit – Vinaskákfélagið 3 – 3 vinningar.

Róbert Lagerman og Þorvarður unnu sínar skákir. Jafntefli gerðu Jón Torfason og Árni H. Kristjánsson, en Ingi Tandri og Hrannar töpuðu. Eftir fyrri hlutann þá var Vinaskákfélagið A sveit í 4 sæti með 13,5 vinning.

Bestu árangur skákmanna A sveitar voru: (Aðeins teknir þeir sem tefldu bara í A sveit, en ekki þeir sem rokkuðu á milli A og B sveita.)

 1. Aron Ingi Óskarsson með 100% og tefldi 2 skákir.
 2. Þorvarður með 83% og tefldi 3 skákir.
 3. Róbert Lagerman með 75% og tefldi 4 skákir.
 4. Árni H. Kristjánsson með 75% og tefldi 2 skákir.

Aðrir minna.

B – sveitin:

B sveitin og Philippe einn af nýju mönnunum að fá sér kaffi.

B – sveit Vinaskákfélagsins tefldi í 3 deild eins og í fyrra, en þá varð sveitin um miðja deild. Í 1. umferðinni sem tefld var föstudaginn 20 okt., fékk B sveitin Skákfélag Sauðárkrók.

B sveitin var skipuð þessum skákmönnum:

 1. Marteinn Þór Harðarson
 2. Kjartan Ingvarsson
 3. Grímur Grímsson
 4. Aðalsteinn Thorarensen
 5. Elvar Örn Hjaltason
 6. Héðinn Briem

Úrslit urðu þessi: Sk. Sauðárkrókur – Vinaskákfélagið 3 – 3 vinningar.

Við vorum hér með sterka sveit og vonaðist Varaforseti að við mundum vinna Sauðárkrók. Marteinn, Grímur og Elvar Örn unnu en hinir töpuðum sínum skákum.

 1. umferðin laugardaginn kl. 11, tefldi Vinaskákfélagið við SR – b sveit (Skákf. Reykjanesbæjar). Þess má geta að á sama tíma tefldi A sveitin við SR – a sveitina. Tilviljun eða ekki.

Þá var B sveitin skipuð þessum mönnum:

 1. Arnljótur Sigurðsson
 2. Kjartan Ingvarsson
 3. Elvar Örn Hjaltason
 4. Héðinn Briem
 5. Gústaf Steingrímsson
 6. Tómas Ponzi

Úrslit urðu þessi: SR b – Vinaskákfélagið 4 – 2 vinningar.

Eins og í a sveitinni þá töpuðum við viðureigninni við Reykjanes liðið. Kjartan var sá eini sem vann ásamt því að Gústaf fékk frían vinning, þar sem andstæðingur hans mætti ekki. Aðrir töpuðu.

 1. umferðin var svo tefld sama dag kl. 17 og tefldi Vinaskákfélagið við Skákfélag Siglufjarðar.

B – sveitin var skipuð þessum mönnum:

 1. Héðinn Briem
 2. Philippe Bauzon
 3. Tómas Atli Ponzi
 4. Jóhann Valdimarsson
 5. Hjálmar Sigurvaldason
 6. Hörður Jónasson

Úrslit urðu þessi: Skákfélag Siglufjarðar – Vinaskákfélagið 3 – 3 vinningar.

Við vorum með veikari sveit núna heldur en í fyrstu 2 umferðunum, en náðum í sterkt jafntefli. Héðinn Briem (gjaldkeri félagsins) og Hörður Jónasson (varaforseti félagsins) unnu sínar skákir, en Tómas og Hjálmar (ritari félagsins) gerðu jafntefli, en Philippe og Jóhann töpuðu.

 1. umferðin var svo tefld á sunnudaginn kl. 11. Þá fengum við Skáksamband Austurlands.

B – sveitin var skipuð þessum mönnum:

 1. Kjartan Ingvarsson
 2. Grímur Grímsson
 3. Aðalsteinn Thorarensen
 4. Héðinn Briem
 5. Philippe Bauzon
 6. Sigurjón Thor Friðþjófsson

Úrslit urðu þessi: Vinaskákfélagið – Skáksamband Austurland 3,5 – 2,5 vinningar.

Sterkur naumur sigur, en mikilvægur enda fyrsti sigurinn staðreynd á mótinu. Þeir sem unnu voru: Aðalsteinn, Philippe og Sigurjón, Héðinn gerði jafntefli en Kjartan og Grímur töpuðu.

Eftir fyrri hlutann þá var Vinaskákfélagið B sveit með 4 stig og 11,5 vinninga. Félagið var um rúmlega miðja deild eða 9 sæti af 14 sveitum.

Bestu árangur skákmanna í B sveit voru: ( þar sem menn fóru upp og niður um sveit, þá tek ég aðeins þá sem tefldu 2 skákir eða meira fyrir B sveitina + A sveit.)

 1. Grímur Grímsson með 67%. Tefldi 2 skákir í B sveit og 1 í A sveit.

Síðan voru nokkrir með 50% árangur.

C – sveitin.

C sveitin að tafli.

C – sveitin okkar tefldi í 4 deild.

Eins og gefur að skilja, þá er C sveitin ekki með eins sterka skákmenn og hinar sveitir okkar. Þó eru nokkrir skákmenn að meðaltali með 1400 – 1500 skákstig.

 1. umferð á föstudaginn, þá tefldum við við Taflfélag Garðabæjar b – sveit.

C sveitin var skipuð þessum mönnum:

 1. Philippe Bauzon
 2. Hrafn Jökulsson
 3. Hjálmar Sigurvaldason
 4. Hörður Jónasson
 5. Jóhann Bernhard Jóhannsson
 6. Dagbjartur Eðvarðsson

Úrslit urðu þessi: Sk. Garðabæjar – Vinaskákfélagið 4 – 2 vinningar.

Skákfélag Garðabæjar voru ofjarlar okkar og var Philippe Bauzon sá eini sem vann. Hörður og Hjálmar gerðu þó jafntefli við sterkari skákmenn sem voru góð úrslit fyrir þá. Jóhann og Dagbjartur töpuðu og Hrafn mætti ekki.

 1. umferðin var tefld á laugardag kl. 11 og tefldi Vinaskákfélagið við Taflfélag Vestmannaeyjar b sveit.

C sveitin var þá skipuð þessum mönnum:

 1. Hjálmar Sigurvaldason
 2. Hörður Jónasson
 3. Þórður Grímsson
 4. Dagbjartur Eðvarðsson
 5. Ásmundur Sighvatsson
 6. Orri Hilmarsson

Úrslit urðu þessi: Taflfélag Vestmannaeyjar b sveit – Vinaskákfélagið 4,5 – 1,5 vinningar.

Þarna vorum við með veikari sveit heldur en kvöldið áður. Þórður Grímsson var sá eini sem vann, en Hörður (varaforsetinn) gerði jafntefli. Aðrir töpuðu og Dagbjartur mætti ekki.

 1. umferðin sama dag kl. 17 tefldum við við Skákdeild Fjölnis unglingalið a – sveit.

Þá var okkar sveit skipuð þessum mönnum:

 1. Jóhann B. Jóhannsson
 2. Þórður Grímsson
 3. Arnar Páll Rúnarsson
 4. Dagbjartur Eðvarðsson
 5. Ásmundur Sighvatsson
 6. Orri Hilmarsson

Úrslit urðu þessi: Vinaskákfélagið – Skákdeild Fjölnis unglingalið a – sveit 4,5 – 1,5 vinninga.

Núna bitum við í skjaldarrendur okkar ogunnum sannfærandi sigur. Þórður, Arnar Páll, Dagbjartur og Orri unnu. Jóhann gerði jafntefli og Ásmundur tapaði.

 1. umferðin var svo tefld á sunnudaginn kl. 11. Þá fengum við Skákfélag vina Laugalækjaskóla.

C sveitin var skipuð þessum mönnum:

 1. Gústaf Steingrímsson
 2. Tómas Atli Ponzi
 3. Jóhann Valdimarsson
 4. Hjálmar Sigurvaldason
 5. Hörður Jónasson
 6. Jóhann B. Jóhannsson

Úrslit urðu þessi: Vinaskákfélagið – Skákfélag vina Laugalækjaskóla 5 – 1 vinninga.

Hér vorum við mættir með sterka C sveit og vorum tilbúnir í mikla og góða baráttu á reitunum 64. Þá varð það að andstæðingar okkar mættu vara með 3 skákmenn og var það miður, en þeir báðu okkur afsökunar á því. Það var því aðeins 1, 2 og 6 borð sem tefldu. Þannig að strax vorum við komnir með 3 vinninga. Miklil barátta var á þessum 3 borðum sem teflt var á og t.d. var skákin á 1 borði þar sem Gústaf tefldi lengsta skákin í 4 deild. Hann náði að vinna skákina í endatafli og eins gerði Jóhann á 6 borði líka, en Tómas tapaði.

Eftir fyrri hlutann þá var Vinaskákfélagið C sveit með 4 stig og 13 vinninga. Sveitin er núna því í 9 sæti af 18 félögum.

Bestu árangur skákmanna í C sveit voru: (Líka teknir þeir sem tefldu í B sveit).

 1. Þórður Grímsson með 100% og tefldi 2 skákir.
 2. Hörður Jónasson með 67% og tefldi 4 skákir, en andst.mætti ekki í eina skák. (eina í B sveit og 2 í c sveit)
 3. Philippe Bauzon með 67% og tefldi 3 skákir (2 í B sveit og eina í C sveit).

Þessi grein um árangur A, B og C sveita Vinaskákfélagsins var skrifuð af Herði Jónassyni varaforseta félagsins.

 

Hörður varaforseti félagsins

x

Við mælum með

Árshátíð Vinaskákfélagsins 2023.

Glæsileg árshátíð Vinaskákfélagins var haldin á Hereford steikhús á Laugarvegi 53. 15 félagar mættu glaðir ...