Stjórn Vinaskákfélagsins 2022
Stjórn Vinaskákfélagsins 2022

Vormót Vinaskákfélagsins 9 júní 2022.

Vinaskákfélagið heldur sitt fyrsta Styrktarskákmót fimmtudaginn 9. Júní, kl. 16:00, í hliðasal í Ölveri, Glæsibær. Gengið er inn á skákstað, í kjallara hússins vestanmegin – Ölver.

Skákmótið var upphaflega áætlað í kringlunni, en verður flutt hingað.

Hámarkfjöldi keppenda er 30 manns og því er ekki hægt að tryggja þátttöku nema að skrá sig til leiks.

Þeir sem voru búnir að skrá sig á Kringlumótið, eru á listanum.

Mótið er öllum opið og er þátttaka ókeypis en skráning mun fara fram á heimasíðu Vinaskákfélagsins.

Tefldar verða 7 umferðir með 4 + 2 mín á klukkunni.

Mótið verður reiknað til hraðskákstiga.

Skákstjóri er Róbert Lagerman og skipuleggari Hörður Jónasson.

Við í Vinaskákfélaginu viljum þakka eftirfarandi styrktaraðilum:

Landsvirkjun, Íslandsbanki, Vinnufatabúðin, Íslands Apótek, Byggt og Búið Kringlan, Gilbert úrsmiður, Tap – Technologi, Nexus, MEBA Kringlunni, Blómaverslun Kringlunnar, Skóarinn í Kringlunni, Kjúklingastaðurinn í Suðurveri, Logos lögfræðistofa, Bleksmiðjan, Kringlukráin, MICROBAR, Happahúsið Kringlunni, Búllan, Verkís og Snögg Fatahreinslun.

Vinaskákfélagið þakkar þeim Olafi Thorssyni og Hjálmari Sigurvaldasyni fyrir vel unnin störf við að safna styrktaraðilum.

Verðlaun á Vormóti Vinaskákfélagsins:

1 sætið. Bikar + Gull peningur + skákbók

2 sætið. Silfur peningur + skákbók

3 sætið. Brons peningur + skákbók

Þegar skráðir skákmenn: Vormót Vinaskákfélagsins 2022

Kv. Stjórn Vinaskákfélagsins.

Vormót Vinaskákfélagsins 2022

Vormót Vinaskákfélagsins 2022

Nafn
Nafn
First
Last
x

Við mælum með

Páskaskákmót Vinaskákfélagsins 25 mars 2024.

Páskaskákmót Vinaskákfélagsins verður haldið í Vin, Hverfisgötu 47 í Reykjavík, mánudaginn 25 mars kl. 13:00. ...