Vinaskákfélagið fékk styrk frá Styrktarsjóði Geðheilbrigðis 2022.

Sú gleðilega frétt barst okkur í stjórn Vinaskákfélagsins fyrir nokkrum dögum að við hefðum fengið styrk frá Geðsjóði – Styrktarsjóði Geðheilbrigðis nú í ár.

Geðjóðurinn stofnaði Geðhjálp 2021 og úthlutar úr sjóðnum árlega.

Styrkurinn sem við fáum fer í að fjármagna 3 skákmót og að setja upp skákforrit á heimasíðu félagsins.

Skákmótin eru þessi:

  • Meistaramót Vinaskákfélagsins í hraðskák.
  • Alþjóðlega Geðheilbrigðis skákmótið.
  • Jólaskákmótið á Kleppi.
  • Skákforrit til að setja upp á heimasíðu félagsins á www.vinaskak.is

Í dag 18 október 22, fórum við Róbert Lagerman til að skrifa undir samning vegna styrksins á veitingastaðnum Nauthóli.

Í tilefni af þessu var tekin mynd af afhendingu styrksins.

Mynd frá afhendingu á styrk til Vinaskákfélagsins 2022

Með kveðju frá stjórninni.

x

Við mælum með

Jólaskákmótið á Kleppi 2022.

Vinaskákfélagið heldur hið árlega jólaskákmót á Kleppi sem verður haldið mánudaginn 12.desember kl. 15.00. Mótið ...