Ársreikningur fyrir Minningarsjóð um Hrafn Jökulsson fyrir starfsárið 2024.
Reikningur: 0133-15-005173
Skýringar | Rekstrartekjur | Árið 2024 | Árið 2023 |
Styrkir frá einstaklingum | 140.000 kr. | 1.021.542 kr. | |
Millifært frá Vinaskákfélaginu v / mótsgjald | 45.000 kr. | 85.000 kr. | |
Jón Viktor millif. | 20.000 kr. | ||
Tímaritið skák leiðrétt | 3.500 kr. | ||
Tekjur Samtals | 188.550 kr. | 1.126.542 kr. |
Skýringar | Rekstrargjöld | Árið 2024 | Árið 2023 |
Nr.1 | Skákmót | 142.996 kr. | 70.000 kr. |
Nr.2 | Skákvörur | 27.499 kr. | |
22 janúar | Leiðrétting til Vinaskákfélagsins frá 2023 | 10.000 kr. | |
Tímaritið skák (Var leiðrétt) | 3.500 kr. | ||
Tölvukostnaður Hallur Víkingur | 4.000 kr. | ||
Blóm ogfl. á leiði Hrafns Jökulssonar | 3.943 kr. | ||
Stjórnarfundur á Café Mílanó | 22.600 kr. | ||
Millifært frá Vinaskákfélaginu v / mótsgjald | 45.000 kr. | ||
Flutningur vegna farandstyttu | 27.500 kr. | ||
Merki (logo) Minningasjóðsins | 40.000 kr. | ||
Afhending á styrki úr Minningasjóði | 300.000 kr. | ||
Minningarsjóður borgar Vinaskákfélaginu | 40.725 kr. | ||
Gjöld Samtals | 667.763 kr. | 70.000 kr. |
Skýringar | Fjármagnstekjur og gjöld | Árið 2024 | Árið 2023 |
Vaxtatekjur | 78.802 kr. | 9.529 kr. | |
5 apríl | Vaxtaleiðrétting | 5.886 kr. | |
Fjármagnstekjuskattur | 16.728 kr. | 2.096 kr. | |
Innheimtukostnaður v / Barmerkja | 17 kr. | ||
Fjármagnstekjur og gjöld alls | 56.171 kr. | 7.433 kr. | |
Hagnaður / tap | 423.042 kr. | 1.063.975 kr. |
Skýringar | Eignir | Árið 2024 | Árið 2023 |
Bankareikningur 31.12 | 640.933 kr. | 1.063.975 kr. | |
Barmerki 71 stk. | 18.000 kr. | ||
Farandbikar – Stytta af Hrafni | 250.000 kr. | ||
Samtals eignir | 908.933 kr. | 1.063.975 kr. |
Skýringar | Skuldir | Árið 2024 | Árið 2023 |
Skuldir | 0 kr. | 0 kr. | |
Samtals skuldir | 0 kr. | 0 kr. | |
Skuldir / Eigið fé | 908.933 kr. | 1.063.975 kr. |
Nr. 1 | Skýringar | Árið 2024 |
Skákmót | Metalíur v. Minningarskákmót | 12.100 kr. |
Veitingar v. Minningarskákmót | 19.406 kr. | |
Verðlaun v. Minningarskákmót | 80.000 kr, | |
Bækur í verðlaun á Minningarskákmóti | 13.500 kr. | |
Bensín v. Minningarskákmót | 10.000 kr. | |
Áletrun á Farandbikar | 5.500 kr. | |
Prentkostnaður v. Farandbikar | 990 kr. | |
Lokauppgjör bækur á Minningarskákmóti | 1.500 kr. | |
Samtals | 142.996 kr. |
Nr. 2 | Skýringar | Árið 2024 |
Skákvörur | Lím v. skákborðs | 4.160 kr. |
Pennar v. skákborðs | 5.339 kr. | |
Barmerkin | 18.000 kr. | |
Samtals | 27.499 kr. |
Rekstrarreikningur fyrir Minningarsjóð Hrafns Jökulssonar fyrir starfsárið 2024.
Dags. | Texti | Gjöld | Tekjur |
Janúar – Des. | Tekjur | 188.550 kr. | |
Janúar – Des. | Gjöld | 667.763 kr. | |
Janúar – Des. | Vextir | 78.802 kr. | |
5 apríl | Vaxtaleiðrétting | 5.886 kr. | |
Janúar – Des. | Fjármagnstekjuskattur | 16.728 kr. | |
Janúar – Des. | Fjármagnsgjöld | 17 kr. | |
Samtals | 690.394 kr. | 267.352 kr. | |
Gjöld umfram tekjur flutt á Efnahag | 423.042 kr. | ||
Jöfnun | 690.394 kr. | 690.394 kr. |
Efnahagsreikningur fyrir Minningarsjóð Hrafns Jökulssonar fyrir starfsárið 2024.
Dags. | Texti | Eignir | Skuldir / Eigið fé |
1 Jan. | Bankareikningur | 1.063.975 kr. | |
1 Jan. | Eignir | 0 kr. | |
Millisumma | 1.063.975 kr. | 0 kr. | |
31 Des. | Bankareikningur | 640.933 kr. | |
31 Des. | Eignir flutt á Efnahag | 268.000 kr. | |
31 Des. | Gjöld umfram tekjur flutt á Efnahag | 423.042 kr. | |
31 Des. | Aukning / minnkun á eign flutt á Efnahag | 268.000 kr. | |
Jafnað | 908.933 kr. | 908.933 kr. |
Ársreikningur Vinaskákfélagsins fyrir starfsárið 2024.
Reikningur: 0133-26-012306
Skýringar | Rekstrartekjur | Árið 2024 | Árið 2023 |
Nr. 1 | Styrkir | 500.000 kr. | 1.275.000 kr. |
Tímaritið skák. Selt eintak | 2.000 kr. | ||
Árgjöld SÍ – hluti félags | 15.000 kr. | ||
Leiðrétting v. Minningarsjóðsskákmót 2023 | 40.725 kr. | ||
Nr. 4 | Leiðréttingar milli Minningarsjóðs og Vinaskák | 73.048 kr. | |
22 janúar | Leiðrétting til Vinaskákfélagsins frá 2023 | 10.000 kr. | |
Tekjur Samtals | 640.773 kr. | 1.275.000 kr. |
Skýringar | Rekstrargjöld | Árið 2024 | Árið 2023 |
Nr.2 | Skákmót | 277.961 kr. | 476.642 kr. |
Nr.3 | Skákvörur | 267.664 kr. | 56.259 kr. |
Vefsíða | 31.589 kr. | 28.277 kr. | |
Nr. 4 | Leiðréttingar milli Minningarsjóðs og Vinaskak | 73.054 kr. | |
Almennur bensínkostnaður v. skákmóta | 20.000 kr. | ||
Skatturinn v. stjórnarkjör og lagabr. | 2.200 kr. | ||
17 apríl | Árshátíð Vinaskákfélagsins | 24.000 kr. | 15.000 kr. |
Kostnaður v. stjórnarfunda | 12.500 kr. | ||
Tölvukostnaður Hallur Víkingur | 12.000 kr. | ||
Vinaskákfélagið millif. á Minningasjóð | 85.000 kr. | ||
Styrkur til ekkju Hrafns Jökulssonar | 40.000 kr. | ||
Keppnisgreiðsla v. Íslandsmót skákfélaga | 45.000 kr. | 40.000 kr. | |
Heiðursverðlaun Vinaskákfélagsins | 14.500 kr. | 26.500 kr. | |
Kostnaður v. Aðalfundar Vinaskákfélagsins | 12.950 kr. | 8.130 kr. | |
20 ára afmælisveisla Vinaskákfélagsins | 55.879 kr. | ||
Gjöf (konfektkassar) til Ísspor og Skruddu | 7.225 kr. | ||
Veitingar v. Jólaskákmót Vinaskákfélagsins | 5.000 kr. | ||
Skemmtikvöld Vinaskákfélagsins | 10.201kr. | ||
Gjöld Samtals | 803.619 kr. | 843.912 kr. |
Skýringar | Fjármagnstekjur og gjöld | Árið 2024 | Árið 2023 |
Vaxtatekjur | 12.396 kr. | 7.072 kr. | |
Fjármagnstekjuskattur | 2.727 kr. | 1.556 kr. | |
Árgjald Debetkorts | 790 kr. | 790 kr. | |
Bankakostnaður | 666 kr. | 522 kr. | |
RSA auðkennislykill | 1.200 kr. | ||
Fjármagnstekjur og gjöld alls | 8.213 kr. | 3.004 kr. | |
Hagnaður / tap | 154.633 kr. | 434.092 kr. |
Skýringar | Eignir | Árið 2024 | Árið 2023 |
Bankareikningur 31.12 | 609.638 kr. | 764.271 kr. | |
24 DGT 2010 Skákklukkur (2 gjafaklukkur) | 132.000 kr. | ||
Nr.5 | 19 DGT 2010 Skákklukkur | 104.500 kr. | |
Nr.5 | 10 DGT 2010 Skákklukkur gjöf frá SÍ. | 55.000 kr. | 55.000 kr. |
Taska undir Skákklukkur | 10.000 kr. | 10.000 kr. | |
11 Nýjir taflmenn | 22.000 kr. | ||
Nr.5 | 19 Nýjir taflmenn | 38.000 kr. | |
6 Eldri taflmenn | 600 kr. | ||
Nr.5 | 10 Eldri taflmenn | 1.000 kr. | |
10 DGT nýjir dúkar | 5.000 kr. | ||
Nr.5 | 18 DGT nýjir dúkar | 9.000 kr. | |
Nr.5 | 10 eldri dúkar | 1.000 kr. | 1.000 kr. |
Skáksett til gjafa | 8.000 kr. | ||
30% afskr. | Nýtt Sýningarborð + Þrífótur | 9.847 kr. | 14.067 kr. |
10% afskr. | Myndarammar | 13.432 kr. | 14.924 kr. |
10% afskr. | 4 Plastkassar | 9.513 kr. | 10.570 kr. |
1 Plastkassi | 3.295 kr. | ||
Glerskápur | 2.000 kr. | 2.000 kr. | |
55.8% afskr. | *Bókaskápur frá 2021 | 2.500 kr. | 5.661 kr. |
Afskrifað | Fundargerðabókin | 0 kr. | 2.250 kr. |
361 Bækur | 273.535 kr. | ||
Nr.6 | 351 Bækur | 263.750 kr. | |
Tímaritið New in Chess | 117.750 kr. | 122.750 kr. | |
Tímaritið skák | 202.600 kr. | 158.200 kr. | |
Íslensk tímarit | 23.400 kr. | 23.400 kr. | |
Erlend tímarit | 15.400 kr. | 15.400 kr. | |
Samtals eignir | 1.491.625 kr. | 1.640.628 kr. |
- Tek núna af allan kostnað af bókaskápnum.
Skýringar | Skuldir | Árið 2024 | Árið 2023 |
Skuldir | 0 kr. | 0 kr. | |
Samtals skuldir | 0 kr. | 0 kr. | |
Skuldir / Eigið fé | 1.491.625 kr. | 1.640.628 kr. |
Nr. 1 | Skýringar | Árið 2024 |
Styrkir | Styrkur frá Reykjavíkurborg | 250.000 kr. |
Styrktarsjóður Geðheilbrigðis | 250.000 kr. | |
Samtals | 500.000 kr. |
Nr. 2 | Skýringar | Árið 2024 |
Skákmót | Friðriksskákmót Vinaskákfélagsins 2024 | 50.000 kr. |
Veitingar á Friðriksskákmóti 2024 | 14.160 kr. | |
Verðlaun á Friðriksskákmóti 2024 | 8.800 kr, | |
Verðlaunapeningar frá ÍsSpor | 28.700 kr. | |
Leigubílar v. Íslandsmót skákfélaga | 18.070 kr. | |
Kaffireikningar v. Íslandsmót skákfélaga | 26.150 kr. | |
Páskaskákmót Vinaskákfélagsins | 12.608 kr. | |
Verðlaun á Geðheilbrigðismótið | 8.400 kr. | |
Verðlaun og veitingar á sumarmótinu | 53.478 kr. | |
Veitingar á Jólamóti Vinaskákfélagsins | 28.157 kr. | |
Veitingar á Jólamótinu á Kleppi | 17.938 kr. | |
Konfektkassar handa ÍsSpor og Skruddu | 11.500 kr. | |
Samtals | 277.961 kr. |
Nr. 3 | Skýringar | Árið 2024 |
Skákvörur ofl. | Teigjumappa f. kvittanir | 645 kr. |
Prentkosnaður | 12.500 kr. | |
Tæknibær | 1.490 kr, | |
Tímaritið Skák, vor og haust 2024 | 7.000 kr. | |
Fartölva og fl., frá Tölvulistanum | 189.537 kr. | |
Netpokar frá A4 | 6.797 kr. | |
Plastkassi frá Jysk, Skeifan | 3.295 kr. | |
Skákbók keypt af Sigurbirni Björnssyni | 4.900 kr. | |
Friðriksbikarinn | 1.500 kr. | |
Einvígi Fischer vs Spassky 1972. Innb. | 40.000 kr. | |
Samtals | 267.664 kr. |
Nr. 4 | Skýringar | Árið 2024 |
Leiðréttingar | Verðlaun v. Minningarmóts (leiðr.) | 12.100 kr. |
Blóm og fl., frá Húsasmiðjunni (leiðr.) | 3.949 kr. | |
Stjórnarfundur Minningarsjóðs á Café Mílanó (leiðr.) | 22.600 kr, | |
Veitingar v. Minningarskákmót (leiðr.) | 19.406 kr. | |
Pennar v. Minningarskákmóts (leiðr.) | 5.339 kr. | |
Áletrun á farnadbikar (leiðr.) | 5.500 kr. | |
Lím v. skákborðs (leiðr.) | 4.160 kr. | |
Samtals | 73.054 kr. |
Nr. 5 | Skýringar | Árið 2024 |
Töfl + dúkar og skákklukkur | 19 Nýjir taflmenn á 2.000 kr. | 38.000 kr. |
10 Eldri taflmenn á 100 kr. | 1.000 kr. | |
18 DGT nýjir dúkar á 500 kr. | 9.000 kr, | |
10 Eldri dúkar á 100 kr. | 1.000 kr. | |
19 DGT 2010 skákklukkur á 5.500 kr. | 104.500 kr. | |
10 DGT 2010 skákklukkur gjöf frá SÍ | 55.000 kr. | |
Samtals | 208.500 kr. |
Nr. 6 | Skýringar | Árið 2024 |
Bækur | 139 Íslenskar bækur | 145.100 kr. |
212 Erlendar bækur | 118.650 kr. | |
Samtals | 263.750 kr. |
Rekstrarreikningur Vinaskákfélagsins fyrir starfsárið 2024.
Dags. | Texti | Gjöld | Tekjur |
Janúar – Des. | Tekjur | 640.773 kr. | |
Janúar – Des. | Gjöld | 803.619 kr. | |
Janúar – Des. | Vextir | 12.396 kr. | |
Janúar – Des. | Fjármagnstekjuskattur | 2.727 kr. | |
Janúar – Des. | Fjármagnsgjöld | 1.456 kr. | |
Samtals | 807.802 kr. | 653.169 kr. | |
Gjöld umfram tekjur flutt á Efnahag | 154.633 kr. | ||
Jöfnun | 807.802 kr. | 807.802 kr. |
Efnahagsreikningur Vinaskákfélagsins fyrir starfsárið 2024.
Dags. | Texti | Eignir | Skuldir / Eigið fé |
1 Jan. | Bankareikningur | 764.271 kr. | |
1 Jan. | Eignir | 876.357 kr. | |
Millisumma | 1.640.628 kr. | 0 kr. | |
31 Des. | Bankareikningur | 609.638 kr. | |
31 Des. | Eignir flutt á Efnahag | 881.987 kr. | |
31 Des. | Gjöld umfram tekjur flutt á Efnahag | 154.633 kr. | |
31 Des. | Aukning / minnkun á eign flutt á Efnahag | 5.630 kr. | |
Jafnað | 1.491.625 kr. | 1.491.625 kr. |
Skýrsla stjórnar á aðalfundi félagsins 13 maí 2025.
Góðan daginn félagar.
Þessi skýrsla stjórnar nær frá aðalfundi 27 apríl 2024 til aðalfundar 13 maí 2025.
Aðalfundur félagsins var haldin 27 apríl 2024 á Aflagranda 40. Bjuggust stjórnarmenn við að fundurinn gæti orðið fjölmennur, þar sem Ólafur Thorsson og Hjálmar Sigurvaldason voru farnir úr félaginu, en gætu samt fengið einhvern vina sinna sem væru skráðir í Vinaskákfélaginu til að mæta á aðalfundinn og að vera kosnir í stjórn. Sú ástæða var með öllu óþörf, þar sem mjög fáir mættu á fundinn.
Hörður Jónasson var endurkjörinn sem forseti Vinaskákfélagsins til 2 ára og næst verður kosið um forseta á aðalfundi 2026.
Tómas Ponzi endurkjörinn sem varaforseti og Róbert Lagerman var líka endurkjörinn sem gjaldkeri. Búið var að tala við Árna H. Kristjánsson um að taka við ritarastarfinu, en hann komst ekki á aðalfundinn, þannig að Róbert Lagerman tók að sér ritarastarfið til bráðabirgða þangað til hægt væri að koma Árna í starfið eða í síðasta lagi á fyrsta stjórnarfund eftir aðalfund. Það gekk eftir og var Árni settur í ritara starfið á þeim fundi. Arnljótur Sigurðsson kom inn sem meðstjórnandi en var áður varamaður. Jóhann Valdimarsson var kjörinn varamaður 1., en hann var áður meðstjórnandi. Kjartan Ingvarsson kemur nýr inn og var svo kjörinn varamaður 2.
Verndari félagsins er Halldóra Pálsdóttir forstöðukona Vinjar.
Lagabreytingar.
Á aðalfundinum lágu fyrir margar lagabreytingar sem gengu út á það að setja inn ákvæði um agabrot félaga. Ennfremur voru öll gömlu lögin uppfærð að einhverju marki og set niður í sérstaka kafla. Þá var einnig sett inn þær reglur sem áður hafði verið samþykkt á stjórnarfundi um Minningarsjóð um Hrafn Jökulsson og þær settar inn sem lög Vinaskákfélagsins. Einnig var samþykkt að bæta við 13 gr., í Siðareglunum.
Ályktun á aðalfundi.
Samþykkt var ályktun um þá fyrrv. félaga Ólaf Thorsson og Hjálmar Sigurvaldason, en þeir höfðu áður fengið áminningu og hafði Ólafur verið áður rekinn (en Hjálmar hafði sjálfur sagt sig úr félaginu í mars). Ályktunin sneri að því að banna þeim að koma inn aftur eða endurkomubann til 27 apríl 2026.
Minningarsjóður Hrafns Jökulssonar.
Á fyrsta stjórnarfundi 29 maí 2024 var kosin stjórn Minningarsjóðsins til 2ja ára, en það voru Hörður Jónasson, Róbert Lagerman og Tómas Ponzi.
Ákveðið var samkvæmt lögum félagsins að úthluta úr sjóðnum og voru umsóknir í Minningarsjóðinn opnir frá 1 júlí til 1 september. Ákveðið var að úthluta úr sjóðnum 1 nóvember, en því var frestað og í stað þess var tilkynnt hverjir fengu úthlutað úr sjóðnum á heimasíðu félagsins, en það voru Róbert Lagerman sem fékk 300.000 kr., og Kalak (Vinafélag Grænlands og Íslands) sem fékk 75.000 kr. Sjá frétt um það á heimasíðunni: Styrkúthlutun úr Minningarsjóði Hrafns Jökulssonar
Á árinu 2024 var Forseti félagsins Hörður Jónasson oft í sambandi við einn styrktaraðilann, en hann vildi að lagt væri til hliðar ákveðinn upphæð sem væri ekki hreyfð, en vextir væru notaðir. Það var síðan á stjórnarfundi 7 janúar að forseti kynnti fyrir stjórnarmönnum breytingar á lögum um Minningarsjóðinn og þar með að stofnaður væri nýr reikningur að upphæð 500.000 kr., sem væri óhreyfð tala, en vextir gætu verið notaðir. Á þessum sama stjórnarfundi var líka kynnt sú breyting á lögunum að ef ekki væri til nógur peningur, gæti stjórn minningarsjóðsins ákveðið að úthluta ekki það árið. Þessar og aðrar lagabreytingar verða lagðar fram á aðalfundi félagsins 13 maí 2025.
Eitt aðal verkefnið fyrir utan að halda Minningarskákmótið 1 nóvember (kemur í skákmóta dálkinn), var að fá frá Grænlandi 25 kg. Hrafnsstyttu sem yrði notuð sem farandgripur og er til sýnis á Aflagranda 40.
Það var svo 7 september sem við fengum styttuna og í tilefni af því var tekin mynd af Herði og Róbert við styttuna: Hrafninn, bronsstyttan komin á Aflagranda 40
Eitt af því sem var ákveðið var að láta prenta 100 Barmerki á árinu 2024 og notað til að þannig að skákmenn gætu styrkt minningarsjóðinn og fengið barmerki í staðinn.
Þegar ákveðið var að fá 100 barmerki þá ákvað minningarstjórnin að láta gera sérstakt „Logo“, fyrir minningarsjóðinn. Fenginn var tölvumaður til að gera það og útkoman varð frábær.
Styrkir sem félagið fékk:
Á stjórnarfundi 29 maí 2024 var ákveðið að sækja um þessa styrki: Geðsjóð (sem Geðhjálp sér um), Samfélagsstyrki hjá Landsbankanum og hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Í umsókninni til Geðsjóðs var talað um að nota styrkinn í 3 skákmót: Alþjóðlega Geðheilbrigðis skákmótið, Jólamótið á Kleppi og Afmæliskákmót Friðriks Ólafssonar. Sótt var um 300.000 kr., en fengum 250.000 kr. Þann 13 nóvember sl. samþykkti geðsjóður styrkinn til okkar, en Hörður forseti og Róbert gjaldkeri fóru á Nauthól til að taka á móti honum.
Því miður fengum við ekki styrk frá Landsbankanum sem við sóttum um 250.000 kr. Við fengum líka styrk frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar 2024 eða 250.000 kr., sem var borgað í tvennu lagi eða 125.000 kr., í mars og sama í september 2024.
Núna í byrun mars 2025 höfum við fengið vilyrði fyrir styrk frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar að upphæð 300.000 kr., sem verður borgað í tvennu lagi eins og áður eða 150.000 kr., í mars og sama upphæð í september 2025. Ákveðið var að 1/3 af styrknum færi í Minningarsjóð um Hrafn Jökulsson.
Sótt var um styrk til Öryrkjabandlagsins í febrúar 2025 um 375.000 kr., en ekki er búið að úthluta styrki fyrr en í fyrsta lagi í maí 2025. Talað var líka um að sækja um styrk til Lýðheilsusjóðs en ekkert varð af því.
Einnig fengum við styrki frá einstaklingum og þá helst í Minningarsjóð um Hrafn Jökulsson og fengu menn þá barmerki í staðinn.
Gjafir eða kaup Vinaskákfélagsins.
Engar sérstakar gjafir fékk Vinaskákfélagið frá maí 2024 til maí 2025. Þó má segja að þessi svokölluðu árgjöld sem Skáksambandið setur á skákmenn að hluti af þeim kemur til baka til skákfélaga. Fengum við því 15.000 kr., úr þeim potti.
Keypt voru t.d. 5 nýjar skákklukkur og taflsett fyrir um 66.500 kr., og fengum við þær núna í mars 2025. Keypt var aukaútgáfa af heimsmeistaraeinvígi Fischer og Spassky 1972. (Tímaritið Skák – 23 tölublöð) á 40.000 kr. En stærsta einstaka kaup Vinaskákfélagsins komu vorið 2024, voru að kaupa fartölvu, forrit tengt henni og tölvutösku undir hana að upphæð 189.537 kr.
Viðburðir:
Undanfarin ár 2021-2025, höfum við í Vinaskákfélaginu heimsótt athvörf og Búsetukjarna til að gefa töfl og skákklukkur. Farið var í 10 heimsóknina okkar á Leikskólann Dvergastein 26 júní 2024 og gefið töfl og skákbók. Sjá frétt um það hér: Heimsókn Vinaskákfélagsins í Leikskólann Dvergastein
Svo fór Róbert Lagerman í ágúst aftur í heimsókn á Leikskólann Dvergastein og gaf sýningartafl. Sjá hér: Róbert Lagerman heimsótti Leikskólann Dvergastein
Farið var í heimsókn á leiði Hrafns Jökulssonar júlí 2024. Sjá frétt um það á heimasíðunni: Heimsókn á leiði Hrafns Jökulssonar 31 júlí 2024 Ákveðið var líka að heimsækja Búsetukjarna að Starengi 6, en ekki er búið að fara þangað þegar þetta er skrifað.
Svo var það 7 ágúst sem Hörður Jónasson forseti félagsins fór í útvarpsviðtal hjá Kristjáni Erni Elíassyni þar sem rætt var um hans skákferil og hvenær hann kom inn í Vinaskákfélagið. Ennfremur var Róbert Lagerman líka svo í símaviðtali í þessu sama útvarpsviðtali. Sjá hér stutta grein og hægt að hlusta á viðtali hér: Hörður Jónasson í viðtali á útvarpi Sögu
Svo var það 18 desember 2024 að Hörður Jónasson forseti félagsins var gerður að heiðursfélaga Vinaskákfélagsins.
Þar sem enginn stjórnarfundur var í október 2024, þá var rætt um Skemmtikvöld Vinaskákfélagsins á Stjórnargrúbbunni og ákveðið var að hætta við það í nóvember 2024 og rætt um breytt fyrirkomulag á því, t.d. að hafa fyrirlestur á undan skákmóti og var samþykkt að prufa þetta í byrjun september 2025 sem gæti verið undanfari Crazy Culture skákmótsins.
Á jólaskákmótinu í Vin í desember var sú nýbreytni að afhent voru verðlaun fyrir Skákmann ársins 2024 hjá Vinaskákfélaginu en það var Róbert Lagerman sem hlaut þann titil. Ennfremur voru afhent verðlaun fyrir Skákmann Athvarfa, Búsetukjarna og Sambýla 2024 hjá Vinaskákfélaginu. Það var Pétur Jóhannesson sem hlaut þau verðlaun.
Árshátíðin okkar var aftur haldin á Steikhúsinu, Tryggvagötu 4-6, föstudagskvöldið 21 mars 2025. 6 Kátir og hressir félagar mættu til að bragða á ljúffengum réttum staðarins og margt spjallað og skálað. Hópmynd var svo tekin í lok kvöldsins.
Skákmót:
Fyrsta sumarmótið var haldið 10 júní á Aflagranda 40 en það var Vormót Vinaskákfélagsins 2024. Róbert Lagerman sigraði á því móti. Sjá nánar á heimasíðunni: Róbert Lagerman sigraði Vormót Vinaskákfélagsins 2024
Svo var komið að aðal sumarmótinu okkar sem er “Meistaramót Vinaskákfélagsins í hraðskák“. Það var haldið mánudaginn 15 júlí í Vin Dagsetur. Teflt er bæði úti og inni. Í þetta sinn hét mótið „65 ára afmælis skákmót Harðar Jónassonar 2024“. Gaman að segja frá því að þessa daga var í heimsókn hér á Íslandi skákmaður frá Litháen sem hét Andrius Mulevicius, en hann gaf okkur súkkulaði frá sínu landi. En á heimasíðunni er hægt að sjá mynd af kappanum: Róbert Lagerman vann 65 ára afmælisskákmót Harðar Jónassonar 2024
Hér er svo mynd af efstu mönnum af félögum í Vinaskákfélaginu. Arnljótur, Róbert og Hörður.
Crazy Culture skákmótinu var hætt við að hafa, en það er oftast í seinni hluta ágúst. T.d. var forseti félagsins á ferðalagi erlendis í ágúst sem var ein af ástæðunum.
Eitt af stóru skákmótunum sem Vinaskákfélagið er með er Alþjóðlega Geðheilbrigðis skákmótið, en það er haldið í kringum 10 október sem er alþjóðlegi dagur geðheilbrigðis. Í ár var mótið haldið 17 október í samstarfi við TR. Mótið var hið glæsilegasta, en 24 skákmenn og konur mættu til leiks og var hart barist. Þetta mót var núna haldið í 18 sinn.
Sigurvegari varð Vignir Vatnar Stefánsson sem fékk 9 vinninga af 9 mögulegum. Fullt af verðlaunum var á mótinu ásamt bókum frá Skruddu bókaforlaginu og Birnukaffi var á sínum stað. Frétt um mótið: Vignir Vatnar sigraði á Alþjóðlega Geðheilbrigðisskákmótinu 2024
Þá er komið að stærsta skákmótinu sem Vinaskákfélagið hélt með glæsibrag en það var Minningarskákmót um Hrafn Jökulsson á afmælis degi hans þann 1 nóvember. Mikill undirbúningur var fyrir þetta mót. Sett var upp minningarveggur með myndum af Hrafni eins og í fyrra, ná í verðlaun og veitingar sem voru glæsilegar. Áfram voru áritað nöfn ættingja og skákmanna á skákborð sem var byrjað á í fyrra.
Alls mættu 29 skákmenn á mótið. Það nýung var að ákveðið var að hafa Barmerki handa þeim sem vildu styrkja Minningarsjóðinn. Sjá frétt um mótið: Vignir Vatnar vann Minningarskákmótið um Hrafn Jökulsson 2024
Í desember var hið hefðbundna Jólaskákmótið okkar í Vin sem Róbert Lagerman vann og Jólaskákmótið á Kleppi. Það er eitt af skemmtilegustu skákmótum ársins hjá Vinaskákfélaginu. Þar er teflt við áhugamenn um skák frá Búsetukjörnum, Athvörfum og Geðdeildum og er glatt á hjalla. Mikið af verðlaunum, bókum og kaffi og kökur er á borðstólum. Hluti af styrknum frá Geðhjálp fór í þetta mót. Forseti skrifað smá frétt um mótið: Gleðin við völd í Jólaskákmótinu á Kleppi 2024
Nýársskákmótinu var frestað, en Páskaskákmótið okkar var svo haldið í Vin, mánudaginn 7 apríl sem Róbert Lagerman vann með fullu húsi. Á því móti kom Borgarstjóri: Heiða Björg Hilmisdóttir og lék fyrsta leikinn, ásamt því að árita nafn sitt á sérstakan skákdúk sem hangir upp á vegg í Skákhofinu.
Þá erum við komin í síðasta skákmótið á þessu tímabili fyrir utan Íslandsmót Skákfélaga. Á stjórnarfundi 7 janúar 2025 var ákveðið að 3 skákmót skuli vera tekin þátttökugjöld að upphæð 1.000 kr. Eitt af þeim er Afmælisskákmót Friðriks Ólafssonar sem haldið var 25 janúar. En daginn eftir eða 26 janúar varð Friðrik 90 ára. Glæsilegur Farandbikar er og voru 3 efstir og jafnir með 5,5 vinninga eða Vignir Vatnar, Róbert Lagerman og Símon Þórhallsson. Þar sem bæði Róbert og Vignir Vatnar voru með jafnmörk tiebreak, var ákveðið að Vignir Vatnar ynni og fengi nafn sitt skráð á Farandbikarinn. Sjá frétt um mótið: 3 efstir og jafnir á Afmælisskákmóti Friðriks Ólafssonar 2025
Íslandsmót Skákfélaga:
Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund þann 29 maí 2024 var ákveðið að hafa 2 sveitir a og b og var Hörður Jónasson kjörinn liðstjóri og Róbert Lagerman til vara. Fljótlega kom þó í ljós að ekki væri nógur mannskapur / skákmenn til að fylla 2 sveitir, þar sem í hverri sveit eru 6 manns. Þannig að um haustið var ákveðið á stjórnargrúbbunni að hafa bara eina sveit eða A sveit sem tefldi í 2 deild.
Fyrri hlutinn var tefld helgina 4-6 október 2024, en við töpuðum öllum 4 viðureignum okkar og fengum bara 3,5 vinninga.
Þeir sem tefldu fyrir A sveitina um haustið voru: Árni (4 skákir), Sigurjón Thor (2 skákir), Héðinn Briem átti að tefla en lét vita mjög seint að hann gæti ekki mætt. Arnljótur (2 skákir), Aðalsteinn (2 skákir), Hörður (4 skákir), Björgvin Kristbergs (2 skákir), Tómas Ponzi (2 skák), Hörður Garðason (1 skák), Jóhann Vald (2 skákir), Kjartan Ingvars (1 skák) og Embla (1 skák).
Áfram var erfitt að fá menn til að tefla og í seinni hlutanum sem var 1-2 mars 2025, fengum við 6,5 vinning en töpuðum samt öllum 3 umf. Samtals fengum við 0 stig og 9 vinninga.
Þeir sem tefldu í seinni hlutanum voru: Róbert Lagerman (3 skákir), Árni H. (3 skákir), Sigurjón Thor (1 skák), Tómas Ponzi (1 skák), Jóhann Vald. (2 skákir), Hörður (2 skákir), Hörður Garðason (1 skák), Kjartan Ingvars.(2 skákir), Aðalsteinn (2 skákir) og Björgvin Kristbergsson (1 skák). Úrslitin voru þau að við urðum í 8 og neðsta sæti og féllum í 3 deild.
Listi yfir skákmót Vinaskákfélagsins tímabilið maí 2024 til maí 2025:
Vormót Vinaskákfélagsins 10 júní 2024.
65 ára afmælis skákmót Harðar Jónassonar 2024, 15 júlí
Íslandsmót skákfélaga fyrri hluti 4-6 okt.
Alþjóðlega Geðheilbrigðis skákmótið 17. október.
Minningarskákmót um Hrafn Jökulsson 1 nóvember.
Jólaskákmót Vinaskákfélagsins fyrri hluta desember.
Jólaskákmótið á Kleppi um miðjan desember.
Afmælisskákmót Friðriks Ólafssonar 25 janúar 2025.
Seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga í byrjun 1-2 mars 2025.
Páskaskákmót Vinaskákfélagsins haldið 7 apríl 2025.
Heimasíða félagsins:
Eins og áður þá er Heimasíðan okkar sífellt í þróun og t.d. bættist við þessi síða: Styrkúthlutun úr Minningarsjóði Hrafns Jökulssonar
Þó er stærsta viðbótin að við fengum tölvumann til að hanna „logo“ fyrir Minningarsjóðinn sem var settur á heimasíðuna. Í Hliðarstikuna var nýtt dagatal sett í, þar sem það gamla var hætt að virka eins og það átti að gera. Einnig var bætt inn í Hliðarstikuna upplýsingar um Minningarsjóðinn og mynd af Hrafnsstyttunni. Einnig er hægt að nefna það að Myndasafnið er orðið mjög stórt.
Heimasíða félagsins er: www.vinaskak.is
Kveðja, Hörður Jónasson
Forseti Vinaskákfélagsins