Sigurvegarar mótsins

Róbert Lagerman sigraði 3 skákmótið á Hlemmur Square.

Þriðja skákmótið sem Hlemmur Square í samstarfi við Vinaskákfélagið héldu sunnudaginn, 26. Nóvember setti met þar sem 27 skákmenn tóku þátt.

Margir sterkir skákmenn tóku þátt, en það var Forseti Vinaskákfélagsins Róbert Lagerman sem stal senunni og sigraði mótið með yfirburðum eða 7 ½ vinning af 8 mögulegum.

Annar varð Tómas Björnsson með 6 vinninga og þriðji Þorvarður F. Ólafsson líka með 6 vinninga. Sjá úrslit hér. http://chess-results.com/tnr312702.aspx?lan=1&art=1&rd=8&turdet=YES&wi=821

Tefldar voru 8 umferðir með 4+2 mínútna umhugsunartíma. Skákstjóri og dómari var Hörður Jónasson frá Vinaskákfélaginu.

Skákstjórinn og dómari

Þátttaka var ókeypis á mótið en Hlemmur Square gaf gjafabréf fyrir efstu þrjú sætin auk þess sem medalía var veitt fyrir vinningshafann. 

1. verðlaun: Gjafabréf á Pylsa/Pulsa Restaurant / bar fyrir 7.000 kr. +medalía

2. verðlaun: Gjafabréf á Pylsa/Pulsa Restaurant / bar fyrir 5.000 kr.

3. verðlaun: Gjafabréf á Pylsa/Pulsa Restaurant / bar fyrir 3.000 kr. 

Gleðistundarverðlag var á kranaveigum fyrir þátttakendur mótsins. Greinarhöfundur (Hörður) þakkar fyrir frábært mót og hlakkar til næsta móts.

Skákmenn að tafli

Umræður

ummæli

x

Við mælum með

Sumargeðmót Vinaskákfélagsins er á morgun. Friðrik mætir!

Hið árlega sumarskákmót Vinaskákfélagsins verður á morgun þriðjudaginn 27 júlí 2021, kl: 13, í Vin ...