Stjórn Vinaskákfélagsins 2018

Saga Vinaskákfélagsins frá maí 2018 til maí 2019.

Við byrjum þessa sögu á aðalfundi Vinaskákfélagsins 14 maí 2018.

Kosnir í stjórn félagsins voru þessir:
Forseti félagsins Róbert Lagerman var endurkjörinn til næstu 2ja ára.

Aðrir stjórnarmenn eru kjörnir til 1 árs í senn. Varaforseti Hörður Jónasson var endurkjörinn, eins og Ritari Hjálmar Hrafn Sigurvaldason, einnig Gjaldkeri Héðinn Briem.

Nýir sem komu inn eru meðstjórnandi Elvar Örn Hjaltason, en Ingi Tandri Traustason gaf ekki kost á sér. Varamenn eru: Aðalsteinn Thorarensen og Jóhann Valdimarsson sem kemur nýr inn.

Nokkur vandkvæði voru á Aðalfundinum þar sem gjaldkeri mætti ekki og var ársreikningurinn því ekki tilbúinn til samþykktar. Þessum lið var frestað og ákveðið var að reikningarnir yrðu settir á stjórnar grúbbuna og í tölvupósti til stjórnarmanna.

Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund eða 11 júní 2018, var ákveðið að Forseti félagsins skyldi ná í Prókúru á reikningi félagsins eins og lög gera ráð fyrir og vera til taks ef gjaldkeri getur ekki sinnt því. Eftir að forseti tók við Prókúru hafa reikningar félagsins verið í góðum málum. Enn fremur fékk forseti heimabanka til að notast við reikninga félagsins.
Ákveðið var einnig á fundinum að halda afmælisskákmót Vinaskákfélagsins 24 september 2018.

Þá var samþykkt að breyta 7 gr. Laga Vinaskákfélagsins, þar sem búið var að ákveða að hætta með áskriftarkerfi Hollvina og í kjölfarið var sjálfhætt Facebook síða Hollvina.

  1. gr. Hljóðar þá svona:

Vinaskákfélagið skal vera með bankareikning. Ekkert árgjald er og Vinaskákfélagið er ekki með þátttökugjöld á mánudags skákmótum í Vin, Hverfisgötu 47, 101 Reykjavík. Aftur á móti geta meðlimir styrkt félagið með frjálsum framlögum  á heimasíðu þess undir linknum „Styrktarreikningur“.

Nokkrir breytingar urðu á félagatalinu á tímabilinu, en vorið 2019 voru félagar orðnir 100 talsins.

Á aðalfundi Skáksambandsins vorið 2018 voru Forseti félagsins Róbert Lagerman endurkjörinn sem Ritari og á sama fundi var varaforsetinn Hörður Jónasson kjörinn varamaður.

Vinjargengid-i-Afmaelismotinu

Vinjargengið með Hauki Halldórssyni 2013

Sá sorglegi atburður var á árinu að góður félagi okkar Haukur Halldórsson lést um aldur fram þann 7 júlí 2018, hann var því aðeins 51 árs. Hans var minnst t.d. hélt varaforseti minningargrein um hann á heimasíðu félagsins. Einnig var svo haldin minningarskákmót um hann 10 desember 2018, sem við komum að síðar í sögunni, þegar ég fjalla um skákmót Vinaskákfélagsins þetta tímabil.

Hér er smávegis úr minningargreininni. „Hann var alltaf kátur og hress þegar hann kom í Vin og maður man sérstaklega eftir hinum skemmtilega hlátur sem hann rak stundum upp er eitthvað skemmtilegt gerðist. Hann var svolítið sérstakur, hann hvorki reykti né drakk, en eftir hverja skák, fór hann alltaf út á tröppur í 2 mínútur til að fá sér hreint loft. Oft þegar hann var að vinna okkur Hjálmar í skákinni, þá átti hann það til að fara syngja hin ýmsu lög og var það eitt af hans einkennum í Vin.“

Til að lesa minningargreinina um Hauk Halldórsson, þá er hún hérna:  http://www.vinaskak.is/minningargrein-um-hauk-halldorsson/

Til að sjá myndir frá skákferð okkar norður á strandir: Skákferð á strandir 2013

Styrkir sem félagið fékk voru: Seinni hluti styrksins frá Velferðasviði Reykjavíkurborgar kom í september eða 100.000 kr. Þá sótti Forseti félagsins um 250.000 kr. styrk hjá Landsbanka Íslands og fengum við hann í byrjun janúar 2019. Sótt var aftur um styrk hjá Velferðasviði Reykjavíkurborgar og fengum við 100.000 kr., sem er skipt í 2 hluta eða 50.000 kr. núna í mars 2019 og seinni hluti verður svo í september 2019.

20181120_195617

Gestir að hlýða á Björn Ívar

Skemmtikvöld Vinaskákfélagsins var haldið 20 nóvember 2018. Var skemmtikvöldið haldið í Vin, Hverfisgötu 47. Við fengum Björn Ívar Karlsson til að halda fyrirlestur um skák og einnig var rætt um Ólymbíuskákmótið í Batumi í Georgíu.
Sjá frétt um skemmtikvöldið hér: http://www.vinaskak.is/skemmtikvold-vinaskakfelagsins/

 

Á stjórnarfundi Vinaskákfélagsins sem var haldinn þriðjudaginn 12 mars 2019 var m.a. ákveðið að kaupa 10 skákklukkur. Hver klukka kostar 8.194 kr. og 10 skákklukkur kosta þá 81.940 kr. Samþykkt var að kaupa DGT 2010 skákklukkur, enda hafa þær reynst vel.

Enn fremur var ákveðið að bíða með að kaupa tösku undir skákklukkur og líka taflmenn og skákborð. Málið verður skoðað í haust 2019. Ritari lagði til að það væri keypt taska fyrir klukkurnar líka, en aðrir fundarmenn vildu bíða og sjá hver staðan væri á reikningi Vinaskákfélagsins í haust.

Einnig kom til tals á fundinum að Forseti vor Róbert Lagerman, héldi fund með Sabrínu (starfsmann í Vin), um vinatengsl milli Vinaskákfélagsins og önnur skákfélög í athvörfum erlendis í vinatengsl, þannig að menn geti heimsókn hvert annað og teflt.
Ritarinn Hjálmar Sigurvaldason þrýsti á forseta að tala við Sabrínu sem fyrst og helst fyrir Páska um þetta mál.

Og eitt af málunum sem rætt var á þessum fundi var sú hugmynd sem Halldóra forstöðukona Vinjar kom með, var að halda skákmót í september 2019 í sambandi við menningarviðburði sem mundi vera þá. Þessi viðburður var kallaður á ensku: „Crazy Culture“, og hefur Vinaskákfélagið haldið skákmót með þessu heiti árlega síðan.

Þess má geta að á árinu 2018 fengu við glæsilega bókagjöf með milligöngu Aðalsteinn Thorarensen sem hafði samband við Júlíus Friðjónsson skákmann.

Þá er komið að skákmótum félagsins tímabilið maí 2018 til maí 2019.

Mikil gróska var í starfsemi Vinaskákfélagsins sumarið 2018, enda var þetta afmælisár, en Vinaskákfélagið varð 15 ára.

Hrafn Jökulsson verndari félagsins kom með þá tillögu að Vinaskákfélagið skyldi halda 3 minningarskákmót um sumarið og í því sambandi kom hann með 1 verðlaun sem voru glæsileg eða Ferð til Grænlands með Iceland Air Connect. Einnig lagði hann til sjálfur 30.000 kr. til annarra verðlauna.

Ákveðið var að búa til sérstaka töflu s.s. Grand Prix tafla, þar sem skákmenn fengu stig eftir því í hvað sæti þeir urðu. Þessi minningarskákmót voru til heiðurs Björn Sölva, Jorge Fonseca og Hauk Angantýssonar.

20180523_153133-1

Björn Sölvi

Fyrsta skákmótið var fyrsta Minningarskákmótið af 3 eða Minningar skákmótið um Björn Sölva 28 maí. Hér er smávegis um hann. Björn varð þrívegis skákmeistari Kópavogs auk þess að verða Reykjavíkurmeistari. Hann keppti einnig í bréfskák, m.a. á Ólympíumóti og á heimsmóti 1990 þar sem hann sigraði. Björn varð alþjóðlegur FIDE-meistari árið 1996 og skákmeistari Sjálfsbjargar 2000.
Fide – meistarinn Björn Sölvi kom til liðs við Vinaskákfélagið 2007, en það ár tók félagið fyrst þátt í Íslandsmóti skákfélaga. Björn Sölvi var kallaður „jókerinn“ í liðinu.”

Sjá frétt um mótið hér: http://www.vinaskak.is/fyrsta-minningar-skakmotid-af-thremur-i-sumar/

20180528_144425

3 efstu á mótinu

3 voru efstir og jafnir á mótinu, en Gauti Páll Jónsson sigraði á stigum.
Sjá frétt um það á heimasíðunni og einnig stöðuna á Grand Prix töflunni eftir fyrsta mótið: http://www.vinaskak.is/3-efstir-og-jafnir-eftir-fyrsta-minningarmotid/

Í þessari frétt geta menn svo smellt á Chess-Results linkinn til að sjá heildar úrslit á skákmótinu. Enn fremur eru á öllum fréttum af skákmótum Vinaskákfélagsins þetta tímabil, þá er linkur á heildarúrslit.

 

Jorge Fonseca

Næsta minningar skákmótið var haldið 25 júní til minningar um Jorge Fonseca
Hann var góður liðsmaður í Vinaskákfélaginu. Hér er smávegis um hann, „Hann var þrefaldur sigurvegari Íslandsmótsins í kotru og var jafnframt stigahæsti kotruspilari landsins. Helst vann hann það sér þó til frægðar við skákborðið að sigra Jóhann Hjartarson á Íslandsmóti skákfélaga árið 2009.“

 

Sjá meira um hann í frétt um mótið hér: http://www.vinaskak.is/annad-minningar-skakmotid-af-thremur-i-sumar/

 

20180625_145805

3 efstu á mótinu

Sigurvegari varð IM Guðmundur Kjartansson með fullu húsi eða 6 vinninga.
Sjá frétt um það á heimasíðunni og einnig stöðuna á Grand Prix töflunni eftir annað  mótið: http://www.vinaskak.is/gudmundur-kjartansson-sigradi-a-odru-minningarmotinu/

 

 

Jorge Fonseca og Haukur Angantýsson

3ja og síðasta minningar skákmótið var haldið 20 ágúst 2018 til minningar um Hauk Angantýssonar Hér er smávegis um hann „Haukur, sem varð skákmeistari TR 1993, tefldi með Skákfélagi Vinjar síðustu árin og leiddi sveit félagsins á Íslandsmóti skákfélaga. Jafnframt tók hann þátt í fjölmörgum skákmótum á vegum Vinjar.“
Hér er frétt um hann á heimasíðunni: http://www.vinaskak.is/minningar-skakmotid-um-hauk-angantysson/

 

 

20180820_145904

Guðni Pétursson sigraði og fékk 100.000 kr. ferð til Grænlands

Sigurvegari í þessu 3ja og síðasta minningarmóti  var Guðni Pétursson.
Eftir þessi 3 skákmót og útreikningar á Grand Prix töflunni, þá var það Guðni Pétursson sem sigraði með 29 stigum en Róbert Lagerman í 2 sæti með 27 stig. Gauti Páll Jónsson kom svo í 3ja sæti með 19 stig.

Sjá frétt um þetta á heimasíðunni: http://www.vinaskak.is/gudni-petursson-sigradi-a-minningarmoti-hauks-og-tryggdi-ser-farmida-til-graenlands/

 

 

20180702_144533-e1535144692189

Róbert Lagerman Hraðskákmeistari Vinaskákfélagsins 2018.

Opna Meistaramótið í hraðskák var haldið í Vin, Hverfisgötu 47 eins og venjulega að sumarlagi en það var haldið núna 2 júlí á afmælisdegi Varaforseta félagsins Harðar Jónassonar. Tefldar voru 6 skákir með tímanum 4 + 2 mín, en venjulega eru skákmót Vinaskákfélagsins með 7 mínútur. 17 manns mættu, en oft hefur þetta verið fjölmennasta mót ársins hjá Vinaskákfélaginu. Sigurvegari var Róbert Lagerman og er hann því Hraðskákmeistari Vinaskákfélagsins 2018.

Sjá frétt um mótið hér: http://www.vinaskak.is/robert-lagerman-er-hradskakmeistari-vinaskakfelagsins-2018/

 

Sigurvegarar á Meistaramóti Stofunnar 2018

Elvar Örn nýi stjórnarmaðurinn hafði áhuga á að halda skákmót í Stofunni og voru 2 mót haldin. Fjölmenni var á þeim og sérstaklega á seinni mótið í desember.
Fyrra mótið var 15 ágúst og mættu 25 manns.

Sjá frétt um mótið: http://www.vinaskak.is/fjolmennt-a-meistaramoti-stofunnar/

Seinna mótið var haldið 3 desember og mættu 29 manns á það mót. Því miður er ekki frétt um mótið, en Ingvar Þór Jóhannesson sigraði með 8 vinninga af 9 möguleikum. Tefldar voru 9 umf., með 3+2 mín., á klukkunni.
Sjá úrslit hér:  http://chess-results.com/tnr395446.aspx?lan=1&art=1

 

Sigurvegarar mótsins, Vignir Vatnar, Þröstur, Jóhann ásamt yfirdómara Róbert Lagerman

Eitt af því sem Vinaskákfélagið sér um ásamt Taflfélagi Reykjavíkur er Alþjóðlega Geðheilbrigðis skákmótið.

Mótið er haldið til að vekja athygli á Alþjóða geðheilbrigðisdeginum, sem rímar vel við kjörorð skákhreyfingarinnar: „Við erum ein fjölskylda.“ Mótið 2018 var haldið 10 október í húsnæði TR.

 

Efsta konan. Veronika Magnúsdóttir

Þetta mót var einstaklega fjölmennt eða 49 skákmenn og konur sem tóku þátt. Yfirdómari var Róbert Lagerman og skákstjóri var Þórir Benediktsson.

Sigurvegari mótsins var Þröstur Þórhallsson en hann vann með fullu húsi eða með 9 vinningum. Annar var Jóhann Hjartarson með 7,5 vinning og þriðji á stigum varð Vignir Vatnar Stefánsson með 6,5 vinning.
Sjá frétt um mótið hér: http://www.vinaskak.is/fjolmennt-og-skemmtilegt-althjodlega-gedheilbrigdis-skakmot/

 

Forseti og varaforseti að fá sér af afmælistertunni

15 ára Afmælisskákmót Vinaskákfélagsins var haldið 24 september 2018. Vinaskákfélagið ætlar að bjóða ýmsum velunnara þess til afmælis veislu um klukkan 14:00, en þá verður gert hlé á skákmótinu þar sem gestir og skákmenn syngja afmælissönginn og geta gætt sér að veglegum veitingum eða tertum frá Myllunni og Sandholt. Fyrir utan skákmennina sjálfa sem voru 18, þá mættu margir gestir til að fagna þessum tímamótum hjá Vinaskákfélaginu.

 

 

Skákmenn að tafli á afmælisskákmótinu

Þarna mættu t.d. Hrannar Jónsson formaður Geðhjálpar, Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar, Elín Ebba Ásmundsdóttir framkvæmdastjóri Hlutverkaseturs, Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt og Hrafnkell Tryggvason frá Suss.Education, svo einhverjir séu nefndir.

 

 

Efstu menn ásamt Herði Varaforseta

Forseti Vinaskákfélagsins, Róbert Lagerman, hélt tölu og bar kveðju frá forseta Hróksins, Hrafns Jökulssonar Verndara Vinaskákfélagsins, sem staddur er á Ströndum við skákkennslu í grunnskólum þriggja hreppa.

Vinaskákfélagið var stofnað árið 2003 af þeim Hrafni Jökulssyni og Róbert Lagerman. Ýmsir merkir skákmenn hafa teflt fyrir félagið og má þar nefna þá Björn Sölva, Hauk Angantýsson og Jorge Fonseca en nú í sumar var einnig haldin sérstök minningarskákmót þeim til handa. Enn fremur tefldi Sævar Bjarnason fyrir félagið um tíma. Sjá frekari frétt frá afmælisdeginum hér: http://www.vinaskak.is/15-ara-afmaelishatid-vinaskakfelagsins/

Hægt er að skoða myndir frá 15 ára afmælisskákmóti / veislu Vinaskákfélagsins hér: Myndir frá afmælisskákmóti Vinaskákfélagsins-2018

 

Róbert og Hrafn að leika fyrsta leikinn á minningamóti um Hauk Halldórsson

Jólaskákmót Vinaskákfélagsins var jafnframt Minningarskákmót um félaga okkar hann Hauk Halldórsson sem lést fyrir aldur fram 7 júlí 2018, en minningarskákmótið var haldið 10 desember í Vin. Mættir voru 14 skákmenn sem minntust þessa kæra félaga. Þeir félagar Hrafn Jökulsson og Róbert Lagerman léku fyrsta leikinn hjá Jon Olav Fivelstad gegn Björgvin Kristbergssonar. Sigurvegari á þessu móti var Gunnar Freyr Rúnarsson. Sjá frétt um mótið hér: http://www.vinaskak.is/minningarskakmot-um-hauk-halldorsson/

 

Hópmynd  af þátttakendum á jólaskákmóti á Kleppi 2018

Hópmynd af keppendum á skákmóti á Kleppi 2018

Annað sem Vinaskákfélagið er hvað stoltastur af að halda ásamt Hróknum, er Jólaskákmótið á Kleppi, en það er haldið oftast síðustu vikuna fyrir jól. Á því móti keppir fyrir utan Vinaskákfélagið, deildir frá Kleppi, athvörfum og búsetukjörnum og einnig geðdeild Landsspítalans. Keppt er í 3 manna liðum og er þetta eitt af skemmtilegustu skákmótum ársins. Sjá frétt um það hér: Jólaskakmótid-a-kleppi-2018/

Hægt er að skoða myndir frá jólaskákmótinu á Kleppi 2018: Jólaskákmótið á Kleppi 2018

 

Róbert að tefla við Símon

Róbert að tefla við Símon í A sveitinni

Eitt aðalskákmótið sem Vinaskákfélagið tekur þátt í á ári hverju er Íslandsmót skákfélaga, en þar koma fram frá öllu landinu milli 300 til 400 skákmenn og konur.

Íslandmótið er teflt í 2 hlutum þ.e. á haustin og vorin eða oftast í Okt., og mars.

 

Samþykkt var á stjórnarfundi 16 október að Vinaskákfélagið tefldi fram 2 sveitum, en A sveitin tefldi í 2 deild og B sveitin tefldi í 3 deild. Liðstjórar voru Róbert Lagerman fyrir A sveitina og Hörður Jónasson fyrir B sveitina.

 

B sveitin að tafli í 3 deild.

B sveitin að tafli í 3 deild.

Fyrri hlutinn var tefld 8 – 11 nóvember og eftir hana, þá var A sveitin með 10 vinninga og var í 7 sæti af 8 liðum.

Sjá frétt um mótið hér: http://www.vinaskak.is/islandsmot-skakfelaga-fyrri-hluti/

Sjá myndir frá fyrri hlutanum hér: Íslandsmót-skákfélaga-2018-2019-fyrri-hluti

 

20190301_200542

A sveitin að tafli

Seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga var tefld 1-2 mars 2019 áfram í Rimaskóla, eins og í fyrri hlutanum. Eins og áður segir var A sveitin með 10 vinninga og fékk aðeins 6 vinninga þannig að samtals var A sveitin með 16 vinninga og lentum í 8 og síðasta sæti og féll A sveitin því niður í 3 deild.

Sjá úrslit hér: http://chess-results.com/tnr369843.aspx?lan=1

 

20190301_200526

B sveitin að tafli

B sveitin sem tefldi í 3 deild var með 5 stig og 12 vinninga eftir fyrri hlutann og fékk 1 stig og 5,5 vinning eða samtals 6 stig og 17,5 vinninga og varð í 11 sæti af 14 liðum og hélt sér áfram í 3 deild.

Sjá úrslit hér: http://chess-results.com/tnr369848.aspx?lan=1&art=0

Sjá myndir frá seinni hlutanum hér: Íslandsmót-skákfélaga-2018-2019-seinni-hluti

 

20190107_1322500

Viðar leikur fyrsta leikinn hjá Herði

20190107_1523440

Sigurvegarar á Nýársskákmótinu

 

 

 

 

 

 

 

Fyrsta skákmótið 2019 var Nýársskákmótið 7 janúar í Vin Dagsetur.
Þetta var fámennt skákmót eða aðeins 7 manns mættu, þannig að það kepptu allir við alla sem Gauti Páll Jónsson sigraði með 6 vinninga.

Sjá úrslit á heimasíðu félagsins hér: Nýársskákmót Vinaskákfélagsins 2019
Sjá einnig úrslit á chess-results: Nýársskákmót Vinaskákfélagsins 2019

2022-03-28-14.49.38-1

Sigurvegari Róbert Lagerman. Þessi mynd er frá 2022.

Páskamótið okkar var svo haldið 1 apríl í Vin Dagsetur.
Á mótið mættu 11 skákmenn og voru tefldar 6 umferðir með 7 mín., á klukkunni.
Sigurvegari varð Róbert Lagerman með 5 vinninga. Annar varð Guðni Pétursson líka með 5 vinninga en lægri á stigum. 

Sjá úrslit á heimasíðu félagsins hér: Páskamót Vinaskákfélagsins 2019
Sjá einnig úrslit á chess-results: Páskamót Vinaskákfélagsins 2019

 

Samþykkt var á stjórnarfundi 11 júní tillaga Forseta að halda Opna Meistaramótið í Atskák í febrúar 2019. Skipuð var 3 manna undirbúningsnefnd vegna þessa.           

Á stjórnarfundi 16 október var mótinu frestað til næsta stjórnarfundar að taka ákvörðun. Á stjórnarfundi á stjórnargrúbbunni á Facebook 9 til 13 janúar 2019, var enn stefnt að halda Meistaramótið Vinaskákfélagsins í atskák í febrúar, en að lokum varð svo ekkert úr því, þar sem t.d. forseti gæti ekki mætt og Héðinn Briem og Elvar Örn sem ætluðu að taka það að sér höfðu ekki tíma til að undirbúa það. Engin ákvörðun er um framhald á því.

Hörður liðstjóri að skrá keppendur.

Hörður Jónasson höfundur greinar

Kveðja, Forseti Vinaskákfélagsins Hörður Jónasson.