Skemmtikvöld Vinaskákfélagsins.

Vinaskákfélagið hélt sitt árlega skemmtikvöld þriðjudaginn 20 nóvember 2018. Var skemmtikvöldið haldið í Vin, Hverfisgötu 47. Undirbúningurinn og kvöldið var bæði fræðandi og skemmtilegt. Við vorum með stærðar súkkulagði tertu og svo kom Þorvarður Fannar Ólafsson með fullan kassa af bakkelsi.

Fámennt var en góðmennt og skemmtu sér allir vel.

Við fengum Björn Ívar Karlsson til að halda fyrirlestur um skák og einnig var rætt um Ólymbíuskákmótið í Batumi í Georgíu.

Björn Ívar Karlsson hélt fyrirlestur um skák

Stjórn Vinaskákfélagsins þakkar Björn Ívar fyrir frábæran fyrirlestur og að finna tíma til að koma miðla þekkingu sína á skáklistinni. Einnig þökkum við Þorvarði F. Ólafssyni fyrir að redda okkur kökunni og öllu bakkelsi.

Kv. Hörður varaforseti Vinaskákfélagsins.

Umræður

ummæli

x

Við mælum með

Kátir skákmenn á árshátíð Vinaskákfélagsins 2019.

Kátir skákmenn á árshátíð Vinaskákfélagsins 2019. Það var glatt á hjalla hjá félögum Vinaskákfélagsins er ...