Forseti Vinaskak fær fyrstu sneiðina. Mynd frá Skemmtikvöldi 2022

Skemmtikvöld Vinaskákfélagsins 2024.

Skemmtikvöld Vinaskákfélagsins verður haldið þriðjudaginn 23 janúar 2024 í Skákskólanum, Faxafeni 12. og hefst klukkan 19:30, stundvíslega.

Dagskrá kvöldsins er glæsileg:

Við fáum Jón Viktor Gunnarsson sem verður með fyrirlestur og mun hann taka fyrir 3 skákir sínar og verður ein af þeim á móti Aronian. Ennfremur verður bókin hans til sölu á staðnum.

Gómsætar veitingar koma frá Bakarameistaranum. Einnig verður heitt á könnunni, ásamt vel kældum gosdrykkjum.

Að sjálfsögðu verða töfl á staðnum og geta gestir gripið í skák.

Ókeypis er inn á skemmtikvöldið, en frjáls framlög eru vel þegin.

Allir hjartanlega velkomnir.

Gens una sumus – Við erum ein fjölskylda.

Kv. Stjórn Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

65 ára afmælis skákmót Harðar Jónassonar

Hið árlega sumarskákmót Vinaskákfélagsins verður haldið mánudaginn 15 júlí 2024, kl: 13, í Vin að ...