Jón Viktor Gunnarsson að sýna skákir

Glatt á hjalla á Skemmtikvöldi Vinaskákfélagsins 2024.

Skemmtikvöld Vinaskákfélagsins var haldið þriðjudagskvöldið 23 janúar 2024.

Dagskrá kvöldsins er glæsileg:

Við fengum alþjóðlega meistarann IM Jón Viktor Gunnarsson til að halda fyrirlestur um skákir sínar og var ein þeirra af honum að tefla á móti Aronian. Ennfremur var hann með bókina sína Kaffihúsaleiðir í skák til sölu á staðnum.

Skákmenn gæddu sér svo á gómsætum veitingum frá Myllunni, ásamt kaffi og vel kældum gosdrykkjum.

Róbert Lagerman að skera kökuna

Skákmenn voru mjög ánægðir með framtak hans og vill Vinaskákfélagið þakka Jón Viktori kærlega fyrir að koma til okkar og sýna snilli sína í skáklistinni.

Gens una sumus – Við erum ein fjölskylda.

Kv. Stjórn Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

65 ára afmælis skákmót Harðar Jónassonar

Hið árlega sumarskákmót Vinaskákfélagsins verður haldið mánudaginn 15 júlí 2024, kl: 13, í Vin að ...