Bókasafnsleikur Vinaskákfélagsins.

Góðan daginn skákmenn.

Við í Vinaskákfélaginu erum alltaf að koma með nýjar hugmyndir. Hver hefur ekki gaman að því að lesa skákbækur, þó svo maður sé með allskonar skákforrit í tölvunni, þá er enn gaman að lesa og læra skák af skákbókum.

Vinaskákfélagið er með gott bókasafn af bæði íslenskum og erlendum skákbókum en alltaf má gott bæta.

Ég kynni nýjan og skemmtilega leik sem ég kalla „Bókasafnsleikurinn“.

Á vefsíðunni okkar www.vinaskak.is hef ég sett 3 nýja linka.

  1. Bókasafnsleikurinn þar sem þið félagar eigið að nefna 3 bestu eða vinsælustu skákbækurnar og einnig væri gott líka að nefna eina bók sem þið teljið að bókasafnið vanti. Til að byrja með er verið að tala um hver verður vinsælasta jóla skákbókin núna í desember.
  2. Þegar ég fæ listann frá ykkur set ég það inn á síðu sem ég kalla „Topp 5 skákbækur“. Þar er líka listi með hvaða bækur þið teljið vanta í bókasafnið.
  3. Að lokum er þriðja síðan „Vinsælasta skákbókin“. Ef vel gengur verð ég með 5 kosningar á ári um vinsælasta skákbókin.

Vetrar skákbókin. Janúar – Mars.

Páska skákbókin. apríl.

Sumar skákbókin. Maí – Ágúst.

Haust skákbókin. September – Nóvember.

Jóla skákbókin. Desember.

Bókasafnsleikurinn er hér: https://www.vinaskak.is/bokasafnid/skakbaekur/bokasafnsleikur/

En þar er svo linkar á hinar síðurnar og einnig getið þið líka skoðað hvaða skákbækur bókasafnið er með.

Kveðja, Hörður Jónasson, varaforseti Vinaskákfélagsins og formaður Bókasafnsnefndar.

x

Við mælum með

20 ára afmælis skákmót Vinaskákfélagsins 2023

Hið árlega sumarskákmót Vinaskákfélagsins verður haldið mánudaginn 24 júlí 2023, kl: 13, í Vin að ...