Skákhof Vinaskákfélagsins í Vin.

Vinaslagur 4 hjá Vinaskákfélaginu verður á mánudaginn á chess.com

Vinaslagur 4 hjá Vinaskákfélaginu verður mánudaginn 22 nóvember á chess.com kl. 19:30.

Tefldar verða 6 umferðir með 4 + 2 mín.

Teflt verður á grúbbu Vinaskákfélagsins: https://www.chess.com/club/vinaskakfelagid

Verðlaun verða glæsileg:

Sigurvegari í hverju móti fær peningaverðlaun að upphæð 2.500 kr.

Ennfremur tengjast öll mótin saman, þannig að 1. Sætið fær 10 stig, 2. Sætið 8 stig, 3. sætið 6 stig, 4. sætið 4 stig og 5. sætið fær 2 stig.

Samanlögð stig úr öllum mótunum fær efstu maður 7.500 kr. inneign hjá Skákbúðinni.

Linkur til að koma á mótið er: https://www.chess.com/play/tournament/2748541

Staðan á Grand Prix stigunum eftir 3 mót eru þannig að Róbert Lagerman er með 30 stig. Davið Kjartansson með 16 stig og Veturliði Þ. Stefánsson með 14 stig.

Kv. Stjórn Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

20 ára afmælis skákmót Vinaskákfélagsins 2023

Hið árlega sumarskákmót Vinaskákfélagsins verður haldið mánudaginn 24 júlí 2023, kl: 13, í Vin að ...