Forsíða

  • Forseti Vinaskákfélagsins að tafli í Vin

  • Jólaskákmót á Kleppi 2016

  • Félagar í A og B sveitum fagna úrslitum í Deildó

  • A og B sveit Vinaskák 2019

  • Stjórn Vinaskákfélagsins 2022

  • Afhending á gjöf til Aflagranda 40

Hrafn var dínamit.

Vinaskákfélagið heldur í dag (12 október 2022) minningarskákmót um Hrafn Jökulsson í Norður­ turninum í Smáralind. Hrafn var verndari félagsins alla sína tíð en þeir Hjálmar Hrafn Sigurvaldason, Ólafur Thorsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson segja mótið verða í hressari kantinum, eins og Hrafn hefði viljað. Svona byrjar grein í Fréttablaðinu um þá félaga Hjálmar Hrafn Sigurvaldason, Ólafur Thorsson og Guðjón ...

Lesa »

XO SKÁKMÓT NORÐUR TURNAR / SMÁRALINDAR – MINNINGARMÓT HRAFNS JÖKULSSONAR.

Verður haldið miðvikudaginn 12. október nk. milli 16.00 til 18.30 í Norður Turni Smáralindar. Mótið er eitt af stærri hraðskákmótum ársins. Og það má reikna með að margir af stigahæstu skákmönnum landsins mæti, ásamt erlendum skákmeisturum – sem verða með í Íslandsmóti skákfélaga sem verður haldin stuttu eftir hraðskákmótið, helgina 13. – 16. október. Mótshaldarar halda úti Viðburðasíðu vegna mótsins: ...

Lesa »

Minningargrein um Hrafn Jökulsson 2022.

Látinn er kær vinur og félagi Hrafn Jökulsson sem lést laugardaginn 17 september 2022. Það er margt að minnast, þó okkar kynni séu kannski ekki svo löng. Minnið getur stundum verið svolítið stopult, þegar maður er að reyna að rifja upp kynni, en hér ætla ég að stikla á stóru. Ég kem á haustmánuðum 2012 í Vin Dagsetur að Hverfisgötu ...

Lesa »

Ólafur Thorsson vann Haustmót Vinaskákfélagsins 2022.

Hið árlega Haustmót Vinaskákfélagsins var haldið mánudaginn 19 september, kl: 13, í Vin Dagsetur. Mættir voru 9 manns og eins og máltækið segir „fámennt en góðmennt“. Í upphafi umferðar var 1 mínútna þögn í minningu Hrafns Jökulssonar, en hann lést á laugardag 17 september. Við vorum svo heppinn að Sæmi Rokk heimsótti okkur og fengum við hann til að leika ...

Lesa »

Haustmót Vinaskákfélagsins 19 september 2022.

Hið árlega Haustmót Vinaskákfélagsins verður haldið mánudaginn 19 september, kl. 13:00, í Vin Dagsetur. Í hléi verður hið rómuðu vöflur og kaffi að hætti Inga Hans. Tefldar verða 6 umferðir með 7 mín á klukkunni. Mótið verður reiknað til hraðskákstiga. Skákdómari er Róbert Lagerman og skipuleggari Hörður Jónasson. Verðlaun á Haustmótið: 1 sætið. Bikar + Gull peningur + skákbók 2 ...

Lesa »

Róbert Lagerman vann Crazy Culture skákmótið sem var til styrktar Hrafni Jökulssyni.

Glæsilegu Crazy Culture skákmóti Vinaskákfélagsins var haldið mánudaginn 22 ágúst, kl: 16, í samfélagshúsinu Aflagranda 40. Þetta var í 4ja sinn sem mótið er haldið. Mættir voru 10 manns og eins og máltækið segir „fámennt en góðmennt“. Þess má geta að Sæmi Rokk tók þátt í þessu skákmóti. Í þetta sinn var mótið til styrktar Hrafni Jökulssyni sem hefur verið ...

Lesa »

Heimsókn Vinaskákfélagsins til Geðhjálpar Borgartún 30.

Vinaskákfélagið heimsótti í dag 16 ágúst 2022 Geðhjálp í Borgartúni 30 og kom færandi hendi með tafl og skákklukku að gjöf. Þetta var sjötta heimsókn félagsins, en áformað er að heimsækja fleiri staði á árinu 2021 -2022. Tekið var vel á móti félagsmönnum, þeim Herði Jónassyni og Róbert Lagerman. Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar tók á móti gjöfinni. Ástæða þess að ...

Lesa »

Crazy Culture skákmót Vinaskákfélagsins 2022.

Crazy Culture skákmót Vinaskákfélagsins verður haldið mánudaginn 22 ágúst, kl: 16, í samfélagshúsinu Aflagranda 40. Þetta er í 4ja sinn sem mótið er haldið. Í þetta sinn er mótið til styrktar Hrafni Jökulssyni sem hefur verið að glíma við mjög alvarleg veikindi. Hann hefur lengi verið þjónn skákgyðjunnar og lyft grettistökum á þeim vettvangi. Hann er einn af stofnendum Vinaskákfélagsins ...

Lesa »