Sigurvegarar í Crazy Culture skákmótinu 2023

Davíð Kjartansson vann Crazy Culture skákmótið 2023.

 

Hinu glæsilega Crazy Culture skákmóti Vinaskákfélagsins var haldið mánudaginn 28 ágúst, kl: 14, í samfélagshúsinu Aflagranda 40. Þetta var í 5ja sinn sem mótið er haldið. Mættir voru 15 manns, en einn dró sig strax úr keppni þannig að 14 tefldu í mótinu.

Tefldar voru 7 umferðir með 4 mín + 2 sek á skák.
Skákdómari var Róbert Lagerman en mótstjóri var Hörður Jónasson.
Mótið var ennfremur reiknað til hraðskákstiga.

Róbert Lagerman lék fyrsta leikinn fyrir Tómas Ponzi gegn Davíð Kjartansson.

Mynd af Róbert að leika fyrsta leikinn

Stutt hlé var eftir 3 umferðir og voru starfsmenn með kaffi og vöfflur til sölu á staðnum.

Davíð Kjartansson sigraði Crazy Culture mótið 2023

Sigurvegari varð Davíð Kjartansson með 7 vinninga af 7 möguleikum.

  1. sæti varð Ólafur B. Thorsson með 6 vinninga
  2. sæti varð svo Ghasemi, Mohammadhossein með 4 vinninga ásamt fleirum en hærri á stigum.

Þess má geta að Ólafur Thorsson vann svo áritun á Crazy Culture farandbikarinn sem var fyrir félaga í Vinaskákfélaginu árið 2023.

Ólafur Thorsson með farandbikarinn

Sjá öll úrslit hér: Crazy Culture skákmót Vinaskákfélagsins 2023

x

Við mælum með

Vinaskákfélagið fékk styrk frá Velferðasviði Reykjavíkurborgar 2024.

Afhending á styrkjum frá Velferðasviði Reykjavíkurborgar 2024 var afhent í dag 18 mars 2024 í ...