Mynd tekin á hraðskákmóti taflfélaga 2017

Þorvarður Fannar Ólafsson sigraði Vinamót Vinaskákfélagsins 2020.

Vinamót Vinaskákfélagsins fór fram mánudaginn 16 nóvember á chess.com.
Tefldar voru 6 umferðir með 4 + 2 mínútur á klukkunni.

16 manns mættu til leiks.
Hörð keppni var á milli þeirra Þorvarðs og Róberts en svo fór að báðir fengu 5 vinninga en Þorvarður Fannar var hærri á stigum.

Sigurvegarar voru:

1 sæti. Þorvarður Fannar Ólafsson. Vardi1972 með 5 vinninga og 19 stig.
2 sæti. Róbert Lagerman. MRBigtimer með 5 vinninga og 14 stig.
3 sæti. Þórir Benediktson. thorirbe með 4 vinninga og 13,5 stig.
4 sæti. Tómas Ponzi. Tponzi með 4 vinninga og 9 stig.

Sjá úrslit: Vinamót Vinaskákfélagsins

Næsta mót verður svo næsta mánudag 23 nóvember, en þá verður Nóvember skákmót Vinaskákfélagsins.

Kveðja, Hörður Jónasson
Varaforseti Vinaskákfélagsins

x

Við mælum með

65 ára afmælis skákmót Harðar Jónassonar

Hið árlega sumarskákmót Vinaskákfélagsins verður haldið mánudaginn 15 júlí 2024, kl: 13, í Vin að ...