Nóvember skákmót Vinaskákfélagsins fór fram mánudaginn 23 nóvember á chess.com.
Tefldar voru 6 umferðir með 4 + 2 mínútur á klukkunni.
13 manns mættu til leiks.
Það er gaman að segja frá því að Erlingur Jensson liðsmaður SSON sigraði mótið, en hann varð hærri á stigum en Róbert Lagerman, en báðir fengu 5 vinninga af 6.
(Reyndar vann Erlingur allar sínar 5 skákir, en hann kom of seint í mótið og missti af fyrstu umf.)
Sigurvegarar voru:
1 sæti. Erlingur Jensson. Skjeberg með 5 vinninga og 17 stig.
2 sæti. Róbert Lagerman. MRBigtimer með 5 vinninga og 15,5 stig.
3 sæti. Aðalsteinn Grétar Gestsson. KingAllinn með 4 vinninga.
Sjá úrslit: https://www.chess.com/tournament/live/nvember-skkmt-vinaskkflagsins-1734420
Næsta mót verður svo næsta mánudag 30 nóvember, en þá verður haldið Vetrarskákmót Vinaskákfélagsins.
Kveðja, Hörður Jónasson
Varaforseti Vinaskákfélagsins