Sigurvegararnir

Róbert Lagerman er Hraðskákmeistari Vinaskákfélagsins 2018.

Opna Meistaramót Vinaskákfélagsins í Hraðskák var haldið með pomp og pragt mánudaginn 2. júli kl: 13, í Vin að Hverfisgötu 47.
17 manns mættu til að tefla og skein bros úr hverju andliti enda mikið í húfi eða sjálfur Hraðskákmeistara titillinn.
Tefldar verða 6 umferðir með 4 min + 2 sek á skák.

Hraðskákmeistari fyrir árið 2017 var Róbert Lagerman og var spennan mikil hvort hann myndi verja titilinn.
Skákstjóri var Hörður Jónasson og þess má geta að skákstjórinn átti afmæli í dag.
Mótið var svo reiknað til hraðskákstiga.

Í fyrstu umferð drógust saman Róbert Lagerman og Jóhann Valdimarsson og kom það í hlut Ana frá Portugal sem er sjálfboðaliði hér í Vin að leika fyrsta leikinn fyrir Róbert.

Ana leikur fyrsta leikinn fyrir Róbert Lagerman

Hart var barist en að lokum var það Róbert Lagerman sem varði titilinn og er því Hraðskákmeistari Vinaskákfélagsins árið 2018.
Í öðru sæti var Gauti Páll Jónsson og í þriðja sæti var Guðni Pétursson.

Hraðskákmeistarinn Róbert Lagerman að lyfta bikarnum á loft

Eftir skákmótið var boðið upp hina landsfrægu Vöfflur sem Ingi Hans gerir með mikilli snilld.
Núna fékk hann hjálp frá Sabrínu sem er starfsmaður í Vin.

Sjá úrslit hér: chess-results

Kveðja, Hörður Jónasson Varaforseti.

x

Við mælum með

Árshátíð Vinaskákfélagsins 2024.

Árshátíð Vinaskákfélagsins verður haldin á veitingastaðnum Steikhúsið, Tryggvagata 4-6, miðvikudagskvöldið 17 apríl, kl. 19:00. Stjórn ...