Sigurvegarar mótsins með Guðmund Kjartansson IM í miðju.

Guðmundur Kjartansson sigraði á öðru minningarmótinu.

Góðan daginn.

Annað minningar skákmótið af þremur var tefld í dag 25 júní 2018 í Vin.
Skákmótið var til minningar um Jorge Fonseca.
Vel var mætt eða alls 19 manns.
Sérstaklega var ánægjulegt að sjá alþjóðlega meistarann Guðmund Kjartansson mæta.
Eins og áður voru 6 umferðir með 7 mínútum á klukkunni.

Glæsileg verðlaun verða, en fyrir utan venjulega verðlaunapeninga, þá ætlar Air Iceland Connect og Hrókurinn að verðlauna þann sem verður með besta skor úr öllum 3 minningar skákmótunum með miða til Grænlands að verðmæti 100.000 kr.
Ennfremur ætlar Vinaskákfélagið og Hrókurinn að bjóða 20.000 kr. verðlaun fyrir 2. Sætið og 10.000 kr. fyrir 3. Sætið.

Starfsmaður Vinjar, Sabrína lék fyrsta leikinn fyrir Róbert Lagerman.

Sabrína að leika fyrsta leikinn

Eins og alltaf áður stóð Ingi Hans og bakaði gæða vöflur, sem skákmenn gæddu sér á.

Sigurvegari varð IM Guðmundur Kjartansson með fullu húsi eða 6 vinninga.

IM Guðmundur Kjartansson að taka á móti fyrstu verðlaun

Í öðru sæti varð Guðni Pétursson með 4 ½ vinning og 3 varð Róbert Lagerman 4 vinninga.

Sérstök stigakeppni verður milli manna og verður sá efstur sem fær flest stigin á öllum mótunum.
Hún mun verða birt á heimasíðu okkar eftir hvert mót, en hún gengur út á að 1. Sætið á hverju móti fá 10 stig, 2. Sætið 9 stig osvofr til 10. Sæti fær 1 stig. Þeir sem verða jafnir að stigum fá samt jafn mörg stig og eftir annað mótið þá er Guðni Pétursson efstur með 19 stig.

Sjá úrslit á chess-results

Kveðja Hörður varaforseti.

StigataflaMinningarmótaröð3 mót
SætiNafnStig
1.Guðni Pétursson19
2.Róbert Lagerman18
3.Gauti Páll Jónsson10
4.Guðmundur Kjartansson10
5.Eiríkur K. Björnsson8
6.Vigfús Vigfússon8
7.Loftur Baldvinsson7
8.Þorsteinn Magnússon7
9.Elvar Örn Hjaltason6
10.Hjálmar Sigurvaldason6
11.Gunnar Finnsson5
12.Hjörtur Yngvi Jóhannsson5
13.Hörður Jónasson4
14.Aðalsteinn Thorarensen3
15.Jóhann Valdimarsson3
16.Stefán Bergsson3
17.Tómas Ponzi3
18.Pétur Jóhannesson2
x

Við mælum með

20 ára afmælis skákmót Vinaskákfélagsins 2023

Hið árlega sumarskákmót Vinaskákfélagsins verður haldið mánudaginn 24 júlí 2023, kl: 13, í Vin að ...