Aðalfundur Vinaskákfélagsins var haldin þann 4 maí 2017. Öll almenn aðalfundastörf voru afgreidd, eins og skýrsla stjórnar, Uppgjör reikninga félagsins og lagabreytingar. Sjálfkjörið var í flest embætti en þó dró einn varamaður sig til baka þegar áhugi kom frá öðrum í það embætti. Hér er hin nýja stjórn: Forseti: Róbert Lagerman Varaforseti: Hörður Jónasson Gjaldkeri: Héðinn Briem Ritari: Hjálmar Sigurvaldason Meðstjórnandi: ...
Lesa »Forsíða
Aðalfundur Vinaskákfélagsins
Aðalfundur Vinaskákfélagsins. Aðalfundur Vinaskákfélagsins verður haldinn 4 maí 2017 í Vin, Hverfisgötu 47, 101 Reykjavík klukkan 19:30. Dagskrá aðalfundar er sem hér segir: Forseti setur fundinn. Kosning fundarstjóra. Skýrsla stjórnar lögð fram. Reikningar lagðir fram til samþykktar. Kaffi hlé! Lagabreytingar. Kosning stjórnar. Önnur mál. Stjórnin.
Lesa »Páskaskákmót Vinaskákfélagsins.
Páskaskákmót Vinaskákfélagsins var haldið mánudaginn 3. Apríl, 2017 í Vin að Hverfisgötu 47. 10 skákmenn mættu og tefldar voru 6 umferðir með 7 mínútur á skák. Mótið var einnig reiknað til hraðskákstiga. Í hléi var boðið upp á frábærar veitingar, vöfflur með sultu og rjóma. Einnig var á boðstólum marsepan terta að ógleymdu kaffinu. Góð verðlaun var í boði. Páskaegg ...
Lesa »Róbert Lagerman sigraði á Meistaramótinu!
Frábæru Meistaramóti Vinaskákfélagsins í atskák er nú lokið. Síðustu 2 umferðirnar voru tefldar í Skáksambandinu / Skákskólanum í Faxafeni. 11 skákmenn tefldu á atskákmótinu sem voru 8 umferðir með 15 mín. + 10 sek. á klukkunni. Hart var barist, en að lokum sigraði Róbert Lagerman, en hann vann með nokkrum yfirburðum eða með 7 vinninga af 8 mögulegum. Í öðru ...
Lesa »Íslandsmót skákfélaga 2016 – 2017.
Íslandsmót skákfélaga fyrri hluti var haldinn 30. sept til 2. okt. 2016 og seinni hluti var haldinn 3 – 4. mars, en þar sem Vinaskákfélagið var ekki með í 1. deild byrjaði það því keppni á Föstudögum, en 1. deild byrjaði á fimmtudögum. Vinaskákfélagið er núna með 3 sveitir A, B og C sveitir. Ástæðan er sú að vorið 2016 ...
Lesa »Meistaramót Vinaskákfélagsins er hafið.
Meistaramót Vinaskákfélagsins hófst í kvöld 23 febrúar í Vin. Mættir voru 11 galvaskir skákmenn til að reyna með sér hverjir væru bestir. Þó voru nokkrir sem tóku þessu með jafnaðargeði og byrjuðu á því að leggja sig í sófann, samanbr. Vigfús Vigfússon. En að öllu ganni slepptu, þá voru sumir á því að erfitt mundi reynast að sigra Forseta Vinaskákfélagsins ...
Lesa »Meistaramót Vinaskákfélagsins 2017
Meistaramót Vinaskákfélagsins í atskák verður haldið 23 febrúar, 9 mars og 16 mars. Ákveðið er að hafa skákmótið á 3 stöðum ef húsrúm leyfir. Þetta verður árlegt skákmót. 23. Febrúar verður það haldið í Vin Hverfisgötu 47. 09. Mars verður það í Hlutverkasetrið Borgartúni 1. 16. Mars verður það annaðhvort í Vin eða í Skáksambandinu / Skákskólanum í Faxafeni. Keppendum ...
Lesa »