Mynd frá skemmtikvöldi Hollvina.

Hollvinasamtök Vinaskákfélagsins.

Sælir félagar og Hollvinir.

Nú er 1 ár síðan stofnuð voru Hollvinasamtök Vinaskákfélagsins, en það var stuttu fyrir jól 2016. Í kjölfarið var farið að undirbúa heimasíðu félagsins sem startaði mánaðarmótin jan / feb. 2017.

Hollvinasamtökunum er ætlað að styðja við starfsemi Vinaskákfélagsins, en við erum ekki stórt skákfélag, þó félagar hafi náð 100 manns. Í reglum félagsins stendur þetta:

Tilgangur hollvinasamtaka Vinaskákfélagsins er sú að styrkja Vinaskákfélagið fjárhagslega samkvæmt 7. grein laga Vinaskákfélagsins sem var samþykkt á Aðalfundi félagsins þann 23. ágúst 2016. Það er gert með því að félagsmenn greiði ákveðið mánaðargjald eða ársgjald til Vinaskákfélagsins. Einnig að fyrirtæki geti gerst félagar og greiði mánaðargjald eða ársgjald til félagsins.

Til að félagið geti haldið úti starfsemi sem félagar geti verið stoltir af, þá þarf félagið á ykkur að haldi með því að styrkja það.

Vinaskákfélagið heldur úti mörgum skákmótum á hverju ári. T.d. var félagið með Meistaramót félagsins í Atskák í febrúar 2017, ásamt nokkrum skákmótum í Vin (sem eru oftast mánaðarlega eða annað hvern mánuð). Þar sem flest okkar skákmót eru frí þ.e. Ekkert þátttökugjald er, þá treystir félagið á Hollvini þess í stað.

Stærsti kosnaður félagsins ár hvert er að vera með í Íslandsmóti skákfélaga og til að kljúfa kosnað við að vera með þarf félagið pening. Stjórn félagsins hefur fengið styrki frá fyrirtækjum og stofnunum til að geta starfað, en betur má en duga skal.

Stjórnin hvetur félaga til að styrkja Vinaskákfélagið og vera Hollvinur þess. Stjórnin heldur síðan skemmtikvöld fyrir Hollvini einu sinni á ári.

Á næsta ári 2018 verður síðan afmælisár félagsins eða þá er félagið 15 ára og vonast stjórnin til að geta haldið upp á það með stæl. 😊

Hægt er að skrá sig fyrir áskrift á heimasíðu félagsins hér: http://www.vinaskak.is/askrift-einstaklinga/ Kveðja stjórnin.

x

Við mælum með

Vignir Vatnar sigraði á Alþjóðlega Geðheilbrigðisskákmótinu 2024.

Eitt af skemmtilegustu skámótum ársins var haldið fimmtudaginn 17 október, en þá var Alþjóða geðheilbrigðis ...