Hópmynd af félögum á árshátíðinni 2024

Glæsileg árshátíð Vinaskákfélagsins 2024.

Í ár var árshátíð Vinaskákfélagsins haldin á veitingastaðnum Steikhúsið, Tryggvagata 4-6, miðvikudagskvöldið 17 apríl.

Kátir og hressir félagar mættu til bragða á ljúffengum réttum staðarins og margt spjallað og skálað.

Kátir og hressir félagar

Maturinn var ekki af verri endanum:

Blandaðir forréttir:

  • Lambatartar með súrsuðum rófum, rófugljáa og piparrótsmajó og stökkum fræjum.
  • Reykt bleikja með dillmajó, epla- og dillsalati, rúgbrauði og súrsuðum rauðlauk.
  • Pönnusteikt svínakjöt með sellerímauki, ristuðum ananas, púrtúrgljáa og stökku söltu.

Aðalréttur:

  • Grillað lambakjöt með sætri kartöflu- og kúmenmauk, steiktum aspas og rjómapiparsósu.

Eftirréttur:

  • Hvítt súkkulaði créme brulée með blönduðum berjum og jarðarberjaís. 

Allir komu þeir vel saddir frá máltíðinni og er árhátíðin komin til að vera.

Kveðja, Hörður Jónasson forseti Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Arnljótur Sigurðsson sigraði á Páskaskákmóti Vinaskákfélagsins 2024.

Í dag 25 mars 2024 var hið árlega Páskaskákmót Vinaskákfélagsins haldið í Vin Dagsetur. Tefldur ...