Stjórn Vinaskákfélagsins

Vinaskákfélagið heldur 4 skáka mótaröð á chess.com

Vinaskákfélagið mun halda 4 skáka mótaröð á chess.com í Nóvember.

Mótin verða á mánudögum 1 nóv, 8 nóv, 15 nóv, 22 nóv.

Mótin heita: Vinaslagur Vinaskákfélagsins 1-4.

Teflt verður á grúbbu Vinaskákfélagsins: Vinaskákfélagið Skákfélag – Chess.com

Verðlaun verða glæsileg:

Sigurvegari í hverju móti fær peningaverðlaun að upphæð 2.500 kr.

Ennfremur tengjast öll mótin saman, þannig að 1. Sætið fær 10 stig, 2. Sætið 8 stig, 3. sætið 6 stig, 4. sætið 4 stig og 5. sætið fær 2 stig.

Samanlögð stig úr öllum mótunum fær efstu maður 7.500 kr. inneign hjá Skákbúðinni.

Mótin verða auglýst betur þegar nær dregur.

Kv. Stjórn Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Davíð Kjartansson vann Crazy Culture skákmótið 2023.

  Hinu glæsilega Crazy Culture skákmóti Vinaskákfélagsins var haldið mánudaginn 28 ágúst, kl: 14, í ...