Liðstjórar A, B og C sveita fyrir Vinaskákfélagsins

Saga Vinaskákfélagsins frá mai 2016 til maí 2017.

Hörður Jónasson höfundur greinar

Þessi saga byrjar í maí 2016. Þá voru uppi þreyfingar á milli (Skákfélags) Áttavilltrar og Vinaskákfélagsins. Hörður Jónasson og Hjálmar Sigurvaldason sem fóru reglulega á þriðjudögum í Hlutverkasetrið að kenna skák og tefla, hittu fyrir Héðinn Briem sem var formaður Áttavillta. Héðinn var starfsmaður í Hlutverkasetrinu (og tefldi oft við þá félaga Hörð og Hjálmar) og barst það í tal hvort ekki væri gott að sameina krafta okkar, þar sem Áttavilltir var lítið skákfélag og Vinaskákfélagsins hafði átt frábæru gengi að fagna í Íslandsmóti skákfélaga 2015-2016 en í mars mánuði kom í ljós úrslit að A sveitin sigraði 3 deildina og komst því upp í 2 deild. B sveitin varð í 3 sæti í 4 deild og komst þar með upp í 3 deild. Þessu verður ekki gerð skil í þessum pistli, en gert upp síðar.

Eftir að Hörður hafði sagt Róbert Lagerman frá þessum áhuga Áttavilltra og Héðins og ganga í Vinaskákfélagið, varð úr að haldin var fundur í Vin í maí 2016 milli Áttavilltra og Vinaskákfélagsins og mættu á þennan fund, Hörður (sem var þá liðstjóri B liðs Vinask.), Róbert (sem var forseti félagsins) og Hjálmar. Fyrir hönd Áttavillta þá mættu Héðinn (formaður), Úlfur Orri og Árni J. Árnason. Ákveðið var þarna að Áttavilltir gengu í félagið með því að Héðinn var boðið að vera liðstjóri C liðs sem væri að uppistöðu úr Áttavilltum. Þarna gengu 13 nýjir liðsmenn í félagið.

Þess má geta að Hörður hafði á þessum tíma verið duglegur að skrá ýmsar tölfræðilegar upplýsingar um Vinaskákfélagið í tölvu og í Excel, eftir að hann varð liðstjóri B liðs félagsins. Fljóttlega eftir sameininguna, þá tók Hörður, Róbert Lagerman tali þar sem þeir hittumst oft í Vin og sagði hvort ekki væri skynsamlegt að liðstjórar væri í stjórn félagsins, þar sem þetta væri ábyrgðarstarf. Róbert samsinntu þessu og ákveðið var að halda aðalfund 23 Ágúst 2016.

Bauð Róbert, Herði að undirbúa aðalfundinn og uppfæra lög félagsins. Stuttu fyrir aðalfundinn, komu Róbert og Hrafn Jökulsson (varaforseti félagsins) og buðu Herði að taka að sér að vera varaforseti félagsins. Þetta var mikil upphefð, þar sem Hörður hafði bara vonast eftir að vera kosinn meðstjórnandi.

Á aðalfundinum var síðan ákveðið að fjölga stjórnarmönnum úr 3 í 5 og hafa 2 varamenn. Þeir sem voru kosnir: Róbert Lagerman forseti, Hörður Jónasson varaforseti, Héðinn Briem gjaldkeri, Aðalsteinn Thorarensen ritari og Ingi Tandri Traustason meðstjórnandi. Varamenn voru kosnir síðan Hjálmar Sigurvaldason og Embla Optimisti.

 

Mynd frá aðalfundi 23 ágúst 2016

Það var ýmislegt sem þurfti að gera í byrjun hjá þessarri nýju stjórn, í fyrsta lagi þurfti að senda eyðublað til RSK um breytingar á stjórn og eins breytingar á lögum félagsins, einnig þurfti að fá samþykkt breytingu á lögheimili félagsins sem er í Vin að Hverfisgötu 47. Allt þetta tók tíma og síðan þurfti Vinaskákfélagið að fá sér reikning og tók það tíman sinn, þar sem þurfti að fylla út mörg eyðublöð. Vinaskákfélagið fékk svo reikning stuttu fyrir jól 2016.

Þá er komið að skákmótum félagsins.

Fyrsta mótið á þessu tímabili var Sumarmót Vinaskákfélagsins sem var haldið í Vin í Júlí mánuð í góðu veðri. Þessi sumarmót hafa verið fjölmenn og það var engin undantekning á því sumarið 2016. Alls voru 23 skráðir í mótið og sigraði Eiríkur Björnsson með 5 vinninga af 6. Annar var Stefán Bergsson líka með 5 vinninga en lægri á stigum. Þriðja og fjórða sæti voru félagarnir Hrafn Jökulsson og Róbert Lagerman með 4,5 vinninga, en Hrafn var hærri á stigum.

 

Forseti Vinaskákfélagsins að tafli á sumarmótinu 2016

Næsta mót var Íslandsmót Skákfélaga sem var haldið helgina 30 sept – 2 okt. Það var fyrri hluti, en seinni hluti var haldið 3-4 mars 2017. Árangur okkar þar sem við vorum með þrjár sveitir voru eftirfarandi. A sveitin tefldi í 2 deild og hlaut 21 vinning og 5 sætið af 8 sveitum. B sveitin tefldi í 3 deild og hlaut 7 stig og 20 vinninga og 6 sætið af 14 sveitum. C sveitin tefldi í 4 deild og hlaut 5 stig og 15,5 vinninga og lenti í 12 sæti af 14 sveitum. Aðalástæðan fyrir hvað C sveitin gekk ílla í seinni hlutanum voru t.d. vegna þess að það vantaði skákmenn eða skákmenn voru færðir upp í A og B sveitirnar.

Næsta mót var í samvinnu við TR, vegna Alþjóða geðheilbrigðis dagsins sem er 10 október. Vignir Vatnar vann mótið með 6,5 vinninga, en efstur Vinaskákfélagsmanna var Róbert Lagerman í 5-6 sæti.

 

1 verðlaun fær Vignir Vatnar á Alþj.geðh.skákmótinu

Haustmót Vinaskákfélagsins var svo haldin í Vin þann 7 nóvember 2016. Sá sem vann var Vignir Vatnar, en Róbert Lagerman í 2 sæti og Hrafn Jökulsson í því 3ja.

Svo erum við komnir í Jólamánuðinn og var Jólaskákmót Vinaskákfélagsins haldið þann 5 des. í Vin. Röð efstu manna var þannig að Róbert Lagerman í fyrsta, Ingi Tandri í öðru og Hrafn Jökulsson í því þriðja.

Eitt af því sem er haldið árlega í jólamánuðinum er Kleppsmótið og var engin undantekning á því þó Víkingklúbburinn félli úr skaftinu þetta árið. Hrafn Jökulsson og Hrókurinn voru með kaffi og dýrindis meðlæti fyrir keppendur.

Þetta er það mót sem við félagar í Vinaskákfélaginu erum hvað stoltastir með að halda. Þarna koma saman áhugamenn um skák frá hinum ýmsum athvörfum og geðdeildum á Reykjavíkursvæðinu. Mótið er þannig stillt upp að það eru 3 skákmenn í liðið og ef það vantar í lið, þá er því bjargað strax með því að manni er lánað frá öðrum liðum. Úrslit er í raun ekki aðal markmiðið, heldur að koma saman og skemmta sér. Sigurvegarar voru þó lið frá Vinaskákfélaginu, reyndar 2 lið og í þriðja sæti var svo lið frá SEG lið frá Kleppi.

 

Hópmynd af Jólaskákmót á Kleppi 2016

Þó aðalmarkiðið sé að halda skákmót var ýmislegt annað sem Vinaskákfélagið var að gera. Eitt af því var að koma í gang Hollvinasamtökunum sem er styrktar samtök fyrir Vinaskákfélagið. Hörður varaforsetinn átti svona mestan heiðurinn að búa þetta til og gera reglur í kringum þetta. Hollvina styrktarkerfið var svo prufukeyrt stuttu fyrir jól hjá félögum á spjallgrúbbunni á Facebook. Talandi um grúbbur eða hópa á facebook, þá heldur Vinaskákfélagið úti nokkrum grúbbum t.d. spjallgrúbbunni, stjórnargrúbbunni, Hollvinagrúbbunni og vefsíðugrúbbunni.

Þá erum við komnir á árið 2017. Það byrjar með því að undirbúningur hefst á að setja í loftið heimasíðu /vefsíðu fyrir Vinaskákfélagið. Um mánaðarmótin janúar – febrúar var hún komin í gagnið. Vefsíðan heitir vinaskak.is. Þeir sem sáu um að koma henni í loftið var Hörður varaforseti ásamt Tómasi Veigar Sigurðarson skákmanni og vefsíðumeistara. Þar með kom stærsti draumur okkar félaga á þessu tímabili ásamt því að setja Hollvinasamtökin inn á vefsíðuna, enda var það aðalástæðan fyrir því að flýta gerð heimasíðunnar.

Undirbúningur hófst svo í febrúar að halda Meistaramót Vinaskákfélagsins í Atskák og gera það að árlegum viðburði. Það var haldið frá 23 febrúar til 23 mars eða 3 kvöld á 3 mismunandi stöðum. Mótið sjálft tókst með ágætum, þó það væri frekar fámennt og sérstaklega frá félögum okkar. Tímamörkin í Atskákinni voru 15 + 10 mín.

Sigurvegari var Róbert Lagerman í öðru sæti var Vigfús Vigfússson og í þriðja sæti var Magnús Magnússon.
Sjá úrslit mótsins: Meistaramót Vinaskákfélagsins í Atskák 2017

 

3 efstu á Meistaramótinu feb. 2017

Ákveðið var síðan að næsta mót yrði betra og flottara.

Að lokum var svo haldið Páskamót Vinaskákfélagsins þann 3 apríl og sigurvegari var sem fyrr Róbert Lagerman og í öðru sæti Stefán Bergson og Loftur Baldvinson í því þriðja. Sjá úrslit mótsins: Páskamót Vinaskákfélagsins 2017

 

3 efstu á Páskamóti Vinaskákfélagsins

Aðalfundur félagsins var svo haldið 4 maí 2017.

Róbert Lagerman var sem fyrr forseti félagsins, þar sem forseti er kosinn á 2 ára fresti. Hörður var síðan sjálfkjörinn aftur sem varaforseti, Hjálmar kom nýr inn og var kosinn ritari, Héðinn Briem var sjálfkjörinn í gjaldkerastarfið og Ingi Tandri sem meðstjórnandi. Aðalsteinn Thorarensen sem gaf ekki kost á sér í ritarastarfið, var kosinn 1. Varamaður og Þorvaldur Ingveldarson sem varamaður 2.

Félagar eru nú orðnir 94 talsins.

 

Stjórn Vinaskákfélagsins 4 maí 2017

Gens Una Sumus.

Hér lýkur yfirliti Harðar Jónassonar yfir tímabilið maí 2016 til maí 2017.