Sigurvegarar á Jólaskákmóti Vinaskákfélagsins 2022

Róbert Lagerman sigraði á Jólaskákmóti Vinaskákfélagsins 2022.

Í dag 5 desember 2022 var jólaskákmót Vinaskákfélagsins haldið í Vin Dagsetur.

Tefldur voru 6 umferðir með 7 mín., á klukkunni.

Mættir voru 11 skákmenn til leiks.

Ingi Hans starfsmaður Vinjar lék fyrsta leikinn fyrir Róbert Lagerman á móti Herði Jónassyni.

Ingi Hans lék fyrsta leikinn

Sigurvegari varð Róbert Lagerman með 5,5 vinninga.

2 sæti varð Ólafur Thorsson líka með 5,5 vinninga, en lægri á stigum.

3 sæti varð Sturla Þórðarson með 4 vinninga.

Aukavinning hlaut Viktor Bragi Bragason og fékk hann konfektkassa.

Í lok mótsins gæddu skákmenn sér á Kaffi og vöfflum í boði Vin Dagsetur.

Allir skemmtu sér vel og gekk mótið vel.

Sjá úrslit mótsins hér: Jólaskákmót Vinaskákfélagsins 2022

Kveðja, stjórn Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Jólaskákmótið á Kleppi 2022.

Vinaskákfélagið heldur hið árlega jólaskákmót á Kleppi sem verður haldið mánudaginn 12.desember kl. 15.00. Mótið ...