Fyrirlesarinn Gauti Páll.

Skemmtikvöld Vinaskákfélagsins 2022.

Skemmtikvöld Vinaskákfélagsins var haldið fimmtudaginn 1 desember 2022 í TR húsinu, Faxafeni 12. Þetta er árlegt sem við höldum skemmtikvöldið.

Dagskrá kvöldsins var glæsileg:

Hinn rómaði og ferðaglaði Gauti Páll Jónsson varaformaður TR var gestur kvöldsins og fjallaði hann um skákferðalag sitt um meginland Evrópu 2022 síðastliðið sumar og fór yfir nokkrar vel valdar skákir úr ferðalaginu.

Veittar voru gómsætar veitingar frá Bakarameistaranum. Einnig var heitt á könnunni, ásamt vel kældum gosdrykkjum. Forseti Vinaskákfélagsins skar fyrstu sneiðina á tertunni.

Forseti Vinaskak fær fyrstu sneiðina

Eftir fyrirlestur Gauta Páls, tóku gestir í skák og spjall og var það á gestum að heyra að þeir höfðu verið ánægðir með það sem Gauti Páll fjallaði um.

Gens una sumus – Við erum ein fjölskylda.

Kv. Stjórn Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

20 ára afmælis skákmót Vinaskákfélagsins 2023

Hið árlega sumarskákmót Vinaskákfélagsins verður haldið mánudaginn 24 júlí 2023, kl: 13, í Vin að ...