Í dag 25 mars 2024 var hið árlega Páskaskákmót Vinaskákfélagsins haldið í Vin Dagsetur. Tefldur voru 6 umferðir með 7 mín., á klukkunni. 16 manns mættu til leiks. Arnljótur Sigurðsson sigraði mótið með fullu húsi eða 6 vinninga. 2 sæti varð Hörður Jónasson með 4,5 vinninga. 3 sæti varð Finnur Finnsson með 4 vinninga. Fyrstu 3 sætin fengu auk verðlaunapeninga, ...
Lesa »Forsíða
Vinaskákfélagið fékk styrk frá Velferðasviði Reykjavíkurborgar 2024.
Afhending á styrkjum frá Velferðasviði Reykjavíkurborgar 2024 var afhent í dag 18 mars 2024 í Ráðhúsi Reykjavíkur. 13 styrkjum af 48 var úthlutað og vorum við í Vinaskákfélaginu ein af þessum 13 sem fengu styrk. Í styrkumsókninni okkar segir meðal annars þetta það helsta: Starfsemi og markmið Vinaskákfélagsins: Aðal markmið félagsins er að efla skáklíf meðal fólks með geðraskanir. Halda ...
Lesa »Páskaskákmót Vinaskákfélagsins 25 mars 2024.
Páskaskákmót Vinaskákfélagsins verður haldið í Vin, Hverfisgötu 47 í Reykjavík, mánudaginn 25 mars kl. 13:00. Hið árlega Páskaskákmót er mikil hefð fyrir hjá Vinaskákfélaginu og verða góðir vinningar í boði. Skákdómari verður Róbert Lagerman og mótstjóri er Hörður Jónasson Í hléi verður hið rómaða vöflur og kaffi að hætti Inga Hans. Tefldar verða 6 umferðir með 7 mín á klukkunni. ...
Lesa »Vinaskákfélagið á Íslandsmóti skákfélaga 2023-2024
Seinni hluti Íslandsmóti skákfélaga 2023-2024 var haldið helgina 2-3 mars 2024. Vinaskákfélagið var með 2 sveitir A og B. A sveitin var í 1 deild og B sveitin í 4 deild. Staðan fyrir helgina var að A sveitin var ekki búinn að vinna neina sveit og var með 8 vinninga eftir fyrri hlutann. Það var orðið ljóst að aðeins kraftaverk ...
Lesa »Róbert Lagerman sigraði á Friðriksskákmóti Vinaskákfélagsins 2024.
Vinaskákfélagið hélt glæsilegt skákmót til heiðurs Friðriki Ólafssyni, en mótið hét Friðriksskákmót Vinaskákfélagsins 2024. Mótið var haldið á Aflagranda 40 og voru tefldar 7 umferðir með 4 mín + 2 sek á klukkunni. Glæsilegur farandbikar “Friðriksbikarinn”, fær sá sem vinnur nafn sitt skráð á hann. Þetta skákmót hefur verið ákveðið að halda árlega héðan í frá á afmælisdegi Friðriks 26 ...
Lesa »Glatt á hjalla á Skemmtikvöldi Vinaskákfélagsins 2024.
Skemmtikvöld Vinaskákfélagsins var haldið þriðjudagskvöldið 23 janúar 2024. Dagskrá kvöldsins er glæsileg: Við fengum alþjóðlega meistarann IM Jón Viktor Gunnarsson til að halda fyrirlestur um skákir sínar og var ein þeirra af honum að tefla á móti Aronian. Ennfremur var hann með bókina sína Kaffihúsaleiðir í skák til sölu á staðnum. Skákmenn gæddu sér svo á gómsætum veitingum frá Myllunni, ...
Lesa »Skemmtikvöld Vinaskákfélagsins 2024.
Skemmtikvöld Vinaskákfélagsins verður haldið þriðjudaginn 23 janúar 2024 í Skákskólanum, Faxafeni 12. og hefst klukkan 19:30, stundvíslega. Dagskrá kvöldsins er glæsileg: Við fáum Jón Viktor Gunnarsson sem verður með fyrirlestur og mun hann taka fyrir 3 skákir sínar og verður ein af þeim á móti Aronian. Ennfremur verður bókin hans til sölu á staðnum. Gómsætar veitingar koma frá Bakarameistaranum. Einnig ...
Lesa »Friðriksmót Vinaskákfélagsins 2024.
Vinaskákfélagið mun halda glæsilegt skákmót í kringum fæðingardag Friðriks Ólafssonar. Skákmótið verður haldið laugardaginn 27 janúar klukkan 14:00 á Aflagranda 40. Vinaskákfélagið ætlar að halda þetta mót árlega og verður stórglæsilegur Farandbikar sem heitir “Friðriksbikarinn” sem sá sem vinnur fær nafn sitt skráð á hann. Við eigum von á að Friðrik Ólafsson muni koma á mótið og jafnvel taka þátt. ...
Lesa »