Sigurvegarar úr Geðheilbrigðis skákmótinu 2022

Ólafur Thorsson sigraði á Alþjóðlega Geðheilbrigðisskákmótinu 2022.

Eitt af skemmtilegustu skámótum ársins var haldið fimmtudaginn 20 október, en þá var Alþjóða geðheilbrigðis skákmótið haldið með pomp og prakt. 24 skákmenn og konur mættu til leiks og var hart barist.

Vinaskákfélagið hefur skipulagt þetta skákmót undanfarin 16 ár, og á allra síðustu árum í samvinnu við Taflfélag Reykjavíkur.

Alþjóðlega Geðheilbrigðis skákmótið er haldið í tilefni þess að 10 október ár hvert er haldin Alþjóðlegi Geðheilbrigðis dagurinn.

Skákstjóri var Jon Olav Fivelstad frá TR.

Tefldar voru 9 umferðir með tímamörkunum 4 mín. + 2 sek.

Sigurverandi var Ólafur Thorsson en hann fékk 8 vinninga af 9 möguleikum.

Glæsileg verðlaun voru á mótinu og svo var Birnukaffi á sínum stað og vil ég þakka henni Birnu Halldórsdóttir fyrir að skákmenn og konur fóru ekki svangir heim.

Vinaskákfélagið vill þakka Skruddu bókaforlaginu sérstaklega fyrir þeirra þátt í að styrkja félagið með bókagjöfum.

Hörður Jónasson forseti Vinaskákfélagsins hélt smá ræðu í upphafi móts og lék fyrsta leikinn fyrir Iðunn Helgadóttir á móti Róbert Lagerman.

Eftirfarandi skákmenn fengu verðlaun:

1. Sæti: Ólafur Thorsson

2. Sæti: Róbert Lagerman

3. Sæti: Jóhanna Björg Jóhannsdóttir

Konur: Jóhanna Björg Jóhannsdóttir

60 +: Róbert Lagerman

U16: Adam Omarsson  

Happdrætti 1: Adam Omarsson

Happdrætti 2: Pétur Jóhannesson

Öll úrslit er hægt að sjá hér: Alþjóðlega Geðheilbrigðis skákmótið 2022

Stjórn Vinaskákfélagsins vill svo þakka öllum sem tóku þátt bæði skákstjóra og keppendum.

Kveðja, Hörður Jónasson forseti Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Vinaskákfélagið með fyrstu styrkúthlutunina úr Minningarsjóði Hrafns Jökulssonar.

Í dag 1 júlí fer Vinaskákfélagið af stað með fyrstu styrkúthlutunina úr Minningarsjóði Hrafns Jökulssonar. ...