Vinaskákfélagið A sveitin að keppa við Víkingaklúbbinn b sveit.

Vinaskákfélagið kominn í fyrstu deild!

Helgin 18 og 19 mars 2023 var keppt í Íslandsmóti skákfélaga, seinni hluti.

A sveitin var að keppa í 2 deild og var í 3ja sæti eftir fyrri hlutan, þannig að það var á brattan að sækja. A sveitin byrjaði á því að vinna SSON 5-1 á laugardag kl. 11. Síðan kl. 17 tefldum við, við TR c-sveit og gerðum jafntefli 3-3 og svo í dag 19 mars kl. 11 unnum við frækin sigur á Víkingaklúbbnum b-sveit 4-2.

Við enduðum í öðru sæti með 10 stig og 27 vinninga og verðum þannig í fyrstu deild á næsta tímabili. Glæsilegur árangur þar sem við höfum farið upp um deildir úr 3ju í 1stu deild á 2 árum.

B sveitin siglir lignan sjó í 4ju deild eða í 5 sæti. Síðasta umf. Þá unnu B sveitin Vestmannaeyjar c sveit 6-0.

Til hamingju Vinaskákfélagið!

x

Við mælum með

20 ára afmælis skákmót Vinaskákfélagsins 2023

Hið árlega sumarskákmót Vinaskákfélagsins verður haldið mánudaginn 24 júlí 2023, kl: 13, í Vin að ...