Mynd af afhendingunni til Starengi 6

Vinaskákfélagið gefur töfl og skákklukku til Starengi 6.

Í dag miðvikudaginn 10 desember 2025 gaf Vinaskákfélagið 2 töfl og eina skákklukku til Athvarfsins Starengi 6 í Grafarvogi. Tíminn var nýttur á sama tíma og Jólamótið á Kleppi var. Þetta var tíunda gjöf félagsins.

Afhending fór fram á Kleppi og þeir sem tóku á mólti gjöfinni voru:

Bjarki Garðasson, Hrólfur K. Valdimarsson og Gilbert Þór Jökulsson.

Hörður Jónasson forseti félagsins afhenti gjöfina.

Ástæða þess að Vinaskákfélagið ákveður að gefa Búsetukjörnum, geðdeildum og Athvörfum, töfl, skákklukkur og oft skákbækur er til að efla skáklíf meðal fólks með geðraskanir og fá það til að vera í meiri félagskap við hvert annað. Skák er góð íþrótt til að fá fólk til að einbeita sér.

Sumarið 2020 samdi Vinaskákfélagið við Skáksambandið að það gæfi skáksett og skákklukkur í þetta verkefni og vill Vinaskákfélagið þakka þeim kærlega fyrir þeirra þátt í þessu.

Kveðja, Hörður Jónasson forseti Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Glæsilegt Minningarskákmót Hrafns Jökulssonar 22 nóv. 2025.

Vinaskákfélagið mun halda glæsilegt Minningarskákmót um Hrafn Jökulsson 22 nóvember á Aflagranda 40. Í ár ...