Afhending á styrk frá Reykjavíkurborg 2024

Vinaskákfélagið fékk styrk frá Velferðasviði Reykjavíkurborgar 2024.

Afhending á styrkjum frá Velferðasviði Reykjavíkurborgar 2024 var afhent í dag 18 mars 2024 í Ráðhúsi Reykjavíkur.

13 styrkjum af 48 var úthlutað og vorum við í Vinaskákfélaginu ein af þessum 13 sem fengu styrk.

Í styrkumsókninni okkar segir meðal annars þetta það helsta:

Starfsemi og markmið Vinaskákfélagsins:

  1. Aðal markmið félagsins er að efla skáklíf meðal fólks með geðraskanir.
  2. Halda úti skákmótum í Vin Dagsetur, Hverfisgötu 47. Stefnan er að halda hraðskákmót í Vin, mánaðarlega eða annan hvern mánuð, árlegt jólaskákmót í Vin, og sjá um skipulagningu og framkvæmd alþjóðlega geðheilbrigðisskákmótsins í tengslum við alþjóðlega Geðheilbrigðisdaginn 10.október.
  3. Fara og tefla við fólk í Samfélagshúsinu Aflagranda 40 á mánudögum.
  4. Halda kennslu / fyrirlestur um skák í Hlutverkasetri meðal fólks frá Búsetukjörnum og eða athvörfum á þriðjudögum.
  5. Halda sérstakt jólaskákmót á Kleppi árlega í desember meðal fólks með geðraskanir. Þar etja kappi Vinaskákfélagið, deildir frá Kleppi, geðdeild Landsspítalans og hin ýmsu athvörf og búsetukjarnar.
  6. Fara í heimsóknir á Búsetukjarna, athvörfum og geðdeildum til að gefa fólki töfl, skákklukkur og skákbækur. Með þessu er verið að gefa fólki með geðraskanir tækifæri til að koma saman (í félagskap) og tefla skák.
  7. Teflt er einnig í Vin Dagsetur sem er höfuðstaður Vinaskákfélagsins. Þar tökum við, við fólki hvort sem það eru byrjendur í skák eða lengra komnir. Skák er góð íþrótt til að einbeita sér. Margir sem koma í Vin eru öryrkjar eða fólk með geðraskanir eða eru bara einir heima og vantar félagskap.

Heiða Björg Hilmisdóttir afhenti okkur styrkinn, en við erum eina skákfélagið sem fær styrkinn frá Velferðasviði.

Tómas Ponzi varaforseti félagsins tók svo myndir frá athöfninni:

Hörður Forseti með styrkveitinguna

Hópmynd af styrkþegum

 

 

 

 

Kveðja, Hörður Jónasson forseti Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Vinaskákfélagið á Íslandsmóti skákfélaga 2023-2024

Seinni hluti Íslandsmóti skákfélaga 2023-2024 var haldið helgina 2-3 mars 2024. Vinaskákfélagið var með 2 ...