Í dag 7 júlí 2025, á hinu árlega sumarskákmót Vinaskákfélagsins, áður en mótið hófst, þá hélt Harald Björnsson varaforseti Skáksambands Íslands ræðu og afhenti Vinaskákfélaginu viðurkenningu „FIDE Outstanding Contribution to Social chess“.
Hér kemur ræðan frá Harald Björnssyni:
„Góðir gestir
Í ár heldur alþjóðaskáksambandið, FIDE, upp á ár samfélagsskákarinnar. Markmið átaksins er að efla skák á fjölbreyttum sviðum samfélagsins og gera skák að afli til jákvæðra breytinga.
Einn angi átaksins var að FIDE óskaði eftir tilnefningum frá skáksamböndum um einstaklinga eða samtök sem hefðu sýnt einstakt og varanlegt framlag til samfélagslegra málefna, með skák sem verkfæri. Það segir sitt um Vinaskákfélagið sem er að halda þetta mót í dag að þegar þetta erindi FIDE kom inn á borð stjórnar skáksambandsins var það fljótafgreitt og einróma samþykkt. Vinaskákfélagið hefur með ómetanlegu starfi eflt skáklíf fólks með geðraskanir. Með hlýju, virðingu og eldmóði hefur félagið skapað vettvang þar sem skákin verður brú milli einstaklinga, stofnana, og samfélagsins alls. Vinaskákfélagið hefur sýnt hvernig skák getur verið afl til góðs. Við fögnum þessu mikilvæga starfi og vonum að það verði öðrum innblástur.
Það er mér heiður að afhenda formanni Vinaskákfélagsins viðurkenninguna FIDE Outstanding Contribution to Social chess
Til hamingju Vinaskákfélag og takk fyrir ykkar mikilvæg framlag til skáklífsins á Íslandi.“
Ég Hörður Jónasson forseti félagsins, þakka Skáksambandinu og FIDE kærlega fyrir þessa stórkostlegu gjöf.
Kveðja, Hörður Jónasson forseti Vinaskákfélagsins.