A sveit Vinaskákfélagsins

Vinaskákfélagið á Íslandsmóti skákfélaga 2023-2024

Seinni hluti Íslandsmóti skákfélaga 2023-2024 var haldið helgina 2-3 mars 2024.

Vinaskákfélagið var með 2 sveitir A og B. A sveitin var í 1 deild og B sveitin í 4 deild.

Staðan fyrir helgina var að A sveitin var ekki búinn að vinna neina sveit og var með 8 vinninga eftir fyrri hlutann. Það var orðið ljóst að aðeins kraftaverk dýgði til að bjarga A sveitinni frá falli eftir fyrri hlutanum.

Núna um helgina átti A sveitin eftir að keppa við 3 efstu sveitirnar þ.e. Breiðablik a og b og Skákfélag Akureyrar. A sveitin okkar var veikari núna heldur en hún var í fyrri hlutanum og var því um gífurlegan styrkleika mun að ræða.

Laugardag 2 mars kl. 11 og kl. 17:30, töpuðum við fyrir Breiðablik A og Skákfélag Akureyrar með 6-0. Á sunnudaginn 3 mars kl. 11 tefldum við, við Breiðablik b sveit og töpuðum við með 5-1 þar sem Tómas Ponzi vann sína skák á 6 borði.

Þannig að A sveitin fell úr 1 deild og teflir næsta haust í 2 deild.

B sveitin var eftir fyrri hlutann í öðru sæti, en strax á laugardagsmorgunin kl.11 tefldum við, við Dímon A sveit sem var lang sterkasta sveitin í 4 deild og töpuðum við með 6-0.

Aftur á móti seinni part á laugardag kepptum við, við Vestmannaeyjar C sveit og náðum við jafntefli, þrátt fyrir að vera aðeins með 3 menn sem kepptu en andstæðingarnir voru með 5 menn. 2,5-2,5 vinninga.

Það var eiginlega ljóst fyrir sunnudaginn að það væri vonlaust að ná 2 sætinu, en Dímon A sveit var búinn að tryggja sig upp í 3 deild og lið Akureyrar C sveit gaf ekkert eftir og vann sína andstæðinga með 6-0. Við lentum á móti Dímon B sveit og því miður þá tapaðist sú viðureign með 2,5-3,5 vinningum. Þannig að B sveitin lenti í 8 sæti með 7 stig og 21,5 vinninga.

x

Við mælum með

Vinaskákfélagið fékk styrk frá Velferðasviði Reykjavíkurborgar 2024.

Afhending á styrkjum frá Velferðasviði Reykjavíkurborgar 2024 var afhent í dag 18 mars 2024 í ...