Sigurvegarar á Sumarmóti Vinaskákfélagsins 2025

Vignir Vatnar vann Sumarmót Vinaskákfélagsins 2025

Hið árlega sumarskákmót Vinaskákfélagsins var haldið mánudaginn 7 júlí 2025 í Vin að Hverfisgötu 47. Í þetta sinn voru keppendur 22 og veðurguðirnir voru okkur hliðhollir, að vísu skýjað, þannig að hægt var að tefla bæði inni og úti.

Undir titill mótsins var „Meistaramót Vinaskákfélagsins í hraðskák 2025“.

Tefldar voru 6 umferðir með 4 mín. + 2 sek., á skák.

Áður en mótið hófst, þá hélt Harald Björnsson varaforseti Skáksambands Íslands ræðu og afhenti Vinaskákfélaginu viðurkenningu „FIDE Outstanding Contribution to Social chess“. Ég mun skrifa sérstaka grein um þessa viðurkenningu.

Varaforseti SÍ les upp viðurkenningu til Vinaskákfélagsins

Sjálfboðaliði frá Mexico lék fyrsta leikinn fyrir Vignir Vatnar á móti Jón Gauta Magnússyni

Sjálfboðaliði frá Mexico leikur fyrsta leikinn fyrir Vignir Vatnar

Sigurvegari mótsins var Vignir Vatnar Stefánsson með fullt hús eða 6 vinninga.

2 sæti: Eiríkur K. Björnsson með 4,5 vinninga.

3ja sæti: Vigfús Vigfússon líkameð 4,5 vinninga en lægri á stigum

Sigurvegarar á Sumarmóti Vinaskákfélagsins 2025

Einnig var keppt um það hver ynni “Meistaramót Vinaskákfélagsins í hraðskák“ og varð Róbert Lagerman Hraðskákmeistari Vinaskákfélagsins 2025.

Í öðru sæti var svo Hörður Jónasson og þriðji Jóhann Valdimarsson.

Róbert og Hörður. Á myndina vantar Jóhann Valdimarsson

Skákdómari var Róbert Lagerman og mótstjóri var Hörður Jónasson.

Í hléi var boðið upp á kaffi og 25 manna súkkulaðitertu og aðrar veitingar.

Róbert mundar hnífinn. Tilbúinn að skera kökuna

Hægt er að sjá öll úrslit mótsins hér: Sumarmót Vinaskákfélagsins 2025

Vinaskákfélagið þakkar Jóni Viktori Gunnarssyni fyrir að gefa bækur í verðlaun.

Kveðja, Hörður Jónasson forseti Vinaskákfélagsins.  

x

Við mælum með

Róbert Lagerman sigraði á Páskaskákmóti Vinaskákfélagsins 2025.

Í dag 7 apríl 2025 var haldið  glæsilegt Páskaskákmót Vinaskákfélagsins í Vin Dagsetur. Fyrir utan ...