Glæsileg kaka

Vignir Vatnar vann Minningarskákmótið um Hrafn Jökulsson 2025.

Vinaskákfélagið hélt nú í þriðja sinni glæsilegt Minningarskákmót um Hrafn Jökulsson laugardaginn 22 nóvember 2025.

23 skákmenn mættu og þar af margir sterkir skákmenn og var hart barist.

Skákmótið var haldið á Aflagranda 40, en þar hafði Hrafn heitinn verið með bókaupplestur síðustu árin sem hann lifði.

Í ár var mótið með glæsilegra hætti, þar sem Hrafn hefði orðið 60 ára ef hann hefði lifað.

Húsið opnaði með popp og pragt klukkan 15:00, þar sem gestir streymdu inn og gæddu sér á veitingum sem voru svakalega flottar.

Glæsileg kaka

Settur var upp minningarveggur með ýmsum myndum af Hrafni Jökulssyni. 

Hörður Jónasson forseti Vinaskákfélagsins bauð síðan gesti velkomna á skákmótið og lék Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt fyrsta leikinn fyrir Egill Steinar Ágústsson gegn Vignir Vatnari.

Kristjana leikur fyrsta leikinn

Skákmótið sjálft hófst síðan klukkan 16:00 og voru tefldar 9 umferðir með 3 mín. + 2 sek., á klukkunni.

Skákdómari var Róbert Lagerman og mótstjóri Hörður Jónasson.

Verðlaunin voru hin glæsilegustu, en sá sem sigraði var Vignir Vatnar Stefánsson með fullu húsi eða 9 vinninga.

1 Sæti. Vignir Vatnar

Vignir Vatnar fær síðan nafn sitt áritað á glæsilega Bronsstyttu sem Grænlendingar gáfu Vinaskákfélaginu.

  1. sæti. Gauti Páll Jónsson með 7 vinninga.
  2. sæti. Arnar Milutin Heiðarsson með 6 vinninga.

16 ára og yngri: Birkir Hallmundarson með 4,5 vinninga.

50 ára og eldri: Jóhann Ingvarsson með 6 vinninga.

65 ára og eldri: Pétur Jóhannesson með 2 vinninga.

Kvennaverðlaun: Emilia Sigurðardóttir með 3,5 vinninga.

Vinaskákfélagið vill þakka Bakarameistaranum fyrir frábærar veitingar og ÍsSpor fyrir alla verðlaunagripina.

Hægt er að sjá úrslit skákmótsins hér: Minningarskákmót um Hrafn Jökulsson 2025

Vinaskákfélagið vill síðan þakka öllum fyrir komuna á þetta glæsilega minningarskákmót og ætlunin er að halda þessi skákmót árlega.

Kveðja, Hörður Jónasson forseti Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Vignir Vatnar vann Sumarmót Vinaskákfélagsins 2025

Hið árlega sumarskákmót Vinaskákfélagsins var haldið mánudaginn 7 júlí 2025 í Vin að Hverfisgötu 47. ...