Mynd af góðu fólki spjalla saman á Poro Mannu

Skákmótið á Porto Mannu á Sardiníu

Ég, Hörður Jónasson, ætla að segja ykkur frá mínu fyrsta skákmóti erlendis sem ég tók þátt í. Það var í byrjun júní 2015 sem ég, sonur minn og dóttir og margir fleiri Íslendingar fóru af stað með Wow Air frá Keflavík. Líklega voru Íslendingarnir milli 20-30, þar á meðal var fyrsti stórmeistari Íslendinga Friðrik Ólafsson. Ferðinni var heitið til London Gatwick og svo framhaldsflug til Olbia á Sardinía.

Vegna tafa hjá Wow Air (um 2 tíma töf), þá mistum við af milliflugi í London.Þá voru góð ráð dýr. Öll flug til Sardiníu voru uppseld þennan dag. Ákveðið var að hópurinn mundi skipta sér næsta dag á fleiri flug til að komast til Sardiníu. Með okkur í hóp var forseti Skáksambandsins Gunnar Björnsson og var að eiginlega leiðtogi okkar í að reyna að bjarga málum þarna.

Við gistum þarna á Hóteli sem var á flugvellinum og voru saman í herbergi Veronika Steinunn Magnúsdóttir og dóttir mín Hanna Lára. Ég og Ásmundur Tómas, sonur minn í öðru herbergi.

Daginn eftir þá var þetta þannig raðað að ég, sonur minn og dóttir, Veronika, Áskell Örn Kárason og kona hans fórum með Easy jet flugi frá flugvelli fyrir norðan London og þurftum að fara með rútu 3 tíma ferð þangað.

Ekki var þetta flug þó til Olbia sem er um 1 klukkutímaferð frá Porto Mannu, heldur var lent í höfuðborg Sardiníu á suður hluta eyjunnar og tók við þaðan marga klukkutíma ferð í lítilli rútu eða kálfi til Porto Mannu. Sem betur fer hafði Gunnar talað við mótstjórnina út af þessu og sendu þeir þessa litla rútu eftir okkur.

Hinn hópurinn að Friðrik Ólafsson og konu hans undanskildu sem fengu flugfar beint til Olbia, fóru með flugi til Sviss og þaðan til Olbia. Í hinum hópnum voru t.d. Gunnar Björnsson og Andrea kona hans, Heimir Páll Ragnarsson og Stefán Bergsson.

Við náðum að koma degi áður en skákmótið átti að byrja eða 5 júní.

Ég man að ég fékk hús langt upp á hæð og voru t.d. 137 tröppur niður á jafnsléttu og var þetta cirka 10 mín. gangur niður að móttöku og matsal, aðeins lengur að fara til baka uppeftir.

Allur aðbúnaður var þarna til fyrirmyndar, fullt fæði, flott hús, bar, sundlaug og svo ströndin þar sem við gátum legið í sólbaði (alla vega þeir sem ekki voru að telfa).

Skákirnar hófust allar kl. 15 á daginn, nema þegar 2 falda umferðin var. Þá var teflt kl. 9 og 15.

1. umferð hófst 6. júní og hafði ég svart á móti Rússneskri stelpu cirka 16 ára. Á þessum tíma var ég með 1549 skákstig, en sú Rússneska var með 1678 skákstig.

Tefld var Kóng Indversk vörn og náði ég jafntefli eftir 42 leiki.

2. umf. 7. júní hafði ég hvítt gegn Bernhard Kruger 1742 stig frá Þýskalandi. Upp kom Scandinavian vörn og tapaði ég eftir 14 leiki, kunni ekkert í þessarri vörn.

3. umf. 8. júní hafði ég svart gegn Georg Nadi 1616 stig. Það sem var sérstakt við þennan þjóðverja var að hann var blindur og þurfti að hafa annað lítið skákborð við hliðina hjá sér sem hann gat stundið skákmönnum í gat þannig að þeir ultu ekki um koll. Síðan urðu við að segja alla leiki við hvorn annan. Þetta var sérstök upplifun að tefla við blindan mann, en samið var jafntefli eftir 24 leiki. Teflt var Frönsk vörn.

Til að gera langa sögu stutta þá fékk ég 3 ½ vinning í 9 skákum. Margir Ítalir tefldu á þessu móti og var ég á pari á mínu skákstigum. Það sem var sérstakt við þetta skákmót var það að pörunum á fyrstu 6 umf. voru þannig að skákmenn á svipuðu skákstigum cirka 200-300 stiga munur að mestu tefldu saman, þó gátu skákmenn sem gengu vel í mótinu flutt sig upp um flokk eða farið niður um flokk. Þó var þetta opið skákmót, en svona ósýnilegir flokkar innan skákmótsins. Síðustu 3 umf. voru svo paraðar eftir venjulegar leiðir.

Porto Mannu skákstaðurinn var í sveit og var cirka 10 mín. keyrsla til næsta bæjar. Margt var hægt að gera sér til skemmtunar t.d. var hægt að fara upp á klett sem hét „Björninn“ sem var upp á hæðina fyrir ofan húsin sem við vorum í. Ég, dóttir mín og Stefán Bergsson fórum þarna upp einn daginn eftir að skákmótið lauk. Að lokum, þá vorum við ég, sonur minn og dóttir í heila viku eftir að skákmóti lauk og náðum við að skoða okkur um þarna í nágrenninu t.d. fórum við í siglingu til næstu eyjar og var það skemmtileg ferð. Einnig fórum við einn daginn í Olbia stór borg og var það klukkutíma ferð í leigubíl.

Læt þetta nægja um þessa ferð, en margt bar fyrir augu og mæli ég með að skákmenn fari þarna.

Kveðja Hörður Jónasson, Varaforseti Vinaskákfélagsins.